Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 10
 Emanúel Morthens, forstj., formaður Njarðar. LJONIN LEIKA MYNDIR OG TEXTI: G. K. Það er nú ekki beinlínis Ijónasvipur á þeim Friðfinni Ólafssyni og Helga Sæmundssyni, en þeir ku vera ljón- fjörugir báðir. „Bekkjarbræður" — Jakob Löve, Guðjón Eyjólfsson, Lárus Ottesen. Ég þekki einn lítinn strák, sem þorir helzt aldrei að ganga milli trjánna í Hljómskálagarðinum vegna þess að hann heldur að úlfurinn hennar Rauðhettu leynist þar einhvers staðar. Hann heldur að hákarlar séu ægilega stórir kallar, sem taki litla, óþekka stráka og fari með þá langt út í sjó, og hann skelfur, þegar hann heyrir minnzt á Þjóðleikhúskjallarann, vegna þess að pabbi hans sagði honum einu sinni að þangað ætlaði hann að fara til að taka myndir af ljónum, sem væru þar á fundi. Hver lái litla drengnum, sem vill. En víst er að ef sá litli hefði farið með pabba sínum í kjallarann og séð konung dýranna hrista makkann þar um kvöldið, þá hefði hann vafalaust misst allan sinn beyg af því dýri, því gæfari skepnur getur varla á byggðu bóli, — nema þá kannski rétt á meðan þeir voru að næla sér I matinn, sem þar var á boðstólum. Allir þeir, sem halda að það sé farið að slá út í fyrir mér, að ég sé að fara með einhverja þvælu og vitleysu, skulu vita það að ég á hér við skemmti- fund, sem haldinn var fyrir nokkru á vegum Lion- klúbbsins Njarðar, — en orðið „lion“ þýðir sem kunnugt er „ljón“ — og meðlimirnir því tíðast nefnd- ir ljón manna á milli. Að þessu sinni stóðu ljónin fyrir svokölluðu herrakvöldi, en það þýðir að eng- inn kvenmaður má vera viðstaddur skemmtunina. Ljónin buðu svo óspart kunningjum sínum til gleð- skaparins, enda kom í ljós að kjallarinn var fullur, þótt að meðlimir klúbbsins séu aðeins 30 talsins. Þeir, sem halda að karlmenn geti ekki skemmt sér konunglega slíka kvöldstund við drykkju og gleðskap — eru langt úti að aka. Það er hreint enginn vandi, og það er alls ekki meiningin að móðga kvenþjóðina þótt ég haldi því fram að það sé vel hægt að skemmta sér án hennar ... smástund. , Jú, það var borðað af hjartans lyst, og kannski eilítið betur. Það voru sagðir tvíræðir brandarar, og kannski dálítið betur. Það var drukkið í hófi, og kannski örlítið betur. Og svo, — þegar herrarnir gátu ekki með góðu móti horft lengur hver á annan án þess að gretta sig, nú þá var auðvitað náð í kven- fólk og það ekki af verra taginu. Og ekki nóg með það, heldur var þess krafizt að það hefði engar vöflur á því, heldur kæmi þangað í náttkjólum, sem og þær gjörðu, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Af annari skemmtan kvöldsins má gjarnan minn- ast á nokkur „skeyti" sem ljónunum voru send af fjarstöddum vinum og kunningjum. Sveinn Asgeirs- son hagfræðingur, ljón- og veizlustjóri um kvöldið, las upp skeytin, enda lék á því óljós grunur að hann hefði einhverja vitneskju um uppruna skeytanna og kannski aðstoðað sendendur við að semja þau að einhverju leyti. Sveinn lét þess getið að ýmsum merkismönnum hefði verið boðið á þennan fagnað, en margir þeirra gátu því miður ekki komið því við, og sendu skeyti til afsökunar. Sem dæmi má nefna skeytið frá Osló: Hr. Emanúel Morthens, formaður Líonsklúbbsins Nj arðar, Þj óðleikhússkj allaranum. Mæti aldrei á herrakvöldum. Kristmann Guðmundsson. Framhald á bls. 40. 10 VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.