Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 31
II
* _
4
'bilPlOQP
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
©Hrútsmerkið (21. marz—21. apríl): Þetta verður
vika, sem svipar mjög til viku í síðasta mánuði.
Það gerist ýmislegt skemmtilegt, en líklega verð-
ur eitthvað um helgina til þess að áform þín breyt-
ast nokkuð, og líkar þér það illa í fyrstu, en brátt
kemur í ljós, að þessi breyting hefur verið til batnaðar. Þetta
er mikil heillavika fyrir konur undir þrítugu.
Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Það gengur ýmis-
©legt á í þessari viku, og þú munt hafa í ýmsu að
snúast. Hætt er þó við að þú komist engan veg-
inn fram úr þessu öllu og látir þá kannskl það
þýðingarmesta sitja á hakanum. Vinur þinn kem-
ur þér þægilega á óvart um helgina. Þú hefur vanmetið þenn-
an vin þinn nokkuð til þessa.
Tviburam. (22. maí—21. júní): Þetta verður und-
arleg vika, og ekki verður fyllilega lesið úr stjörn-
unum, hvort hún er þér til góðs eða ills. Þú mátt
búast við þvi að helgin verði þér heilladrjúg, ef
þú kemur fram af háttvísi og kurteisi. Vandaðu
aUt það, sem þú skrifar eða segir í margmenni. Hætt er við
að ýmsir reyni að færa orð þín á verri veg.
Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þú verður ein-
kennilega lánsamur í vikunni — og ekki er það
því að þakka að þú farir gætilega og skynsamlega
að hlutunum, heldur virðist lánið beinlínis leika
við þig í einu og öllu. Og þó — peningalega máttu
vissuiega vara þig. Fimmtudagurinn er dálitið varasamur á því
sviði. Þú færð skemmtilega heimsókn um helgina.
Ljónsmerkið 24. júlí—23. ágúst): Þú skalt varast
allt óhóf hvað snertir mat og drykk i vikunni.
Það er eins og það sé eitthvert slen í þér, og þú
þarft viljaþrek til þess að fá þig út i að gera
smæstu hluti. Þó er eins og þetta horfi til bóta
eftir helgina, og veldur því atburður, sem gerist um helgina,
líklega á sunnudag. Líkur á stuttu ferðalagi.
__ Meyjarmerkiö (24. ágúst—23. sept.): Þér berast
fiiL'&L skemmtilegar fréttir um helgina og verður þetta
W m til þess, að þú verður að breyta áformum þínum
varðandi næstu viku mjög, og verður það áreiðan-
lega til bóta. Þú hefur verið að glíma við eitthvað
örðugt verkefni undanfarið, og til þessa hefur það ekki gengið
sem bezt, en nú er eins og rofi eitthvað til.
Vogarmerkið (24. sept —23. okt.): Það steðja að þér
alls kyns freistingar í þessari viku, og þú mátt vara
þig, ef þú feilur fyrir einhverri þeirra, því að ef
svo fer, bitnar það ekki einungis á þér, heldur miklu
fremur á ástvini þínum. Amor verður talsvert á
ferðinni í vikunni, einkum meðal fólks innan við tvitugt. Liklega
verður þó ekki um neina stóra ást að ræða.
Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Líkur á mjög
skemmtilegri viku, þótt helgin verði áberandi
skemmtilegust. Þér býðst skemmtilegt tækifæri í
vikunni, sem þú skalt reyna að taka, ef þú hefur
nokkurn tíma til. Ef ástvinur þinn hefur eitthvað
á móti þessu, skaltu samt láta þetta eiga sig í bili. Þú hittir
persónu, sem þú hefur ekki séð í a. m. k. ár, liklega á sunnud.
Bogmannsmcrkið (23. nóv.—21. des.): Þú ert farinn
©að verða fullruddalegur gagnvart þeim, sem sízt
eiga slíkt skilið. Skapið virðist ekki vera sem bezt.
Þú verður að reyna að rífa þig upp úr þessum fjára,
og um helgina gerist eitthvað, sem kemur þér í gott
skap, og láttu það nú ekki eftir þér að komast í vont skap á
ný. Þér berst góð gjöf fyrir helgina.
Gcitarmerkið (22. des.—20. jan.): Þú eignast nýtt og
ULl?J skemmtilegt áhugamál í þessari viku, og mun þetta
áhugamál þitt eiga hug þinn allan næstu vikumar,
og er það vel, því að þú hefur mikið gagn af þessu.
Þú hefur vanrækt einn kunningja þinn fullmikið undanfarið, og
er ráðlegt að þú bætir úr því hið fyrsta. Þú skait gæta heilsu
þinnar vel í vikunni.
Vatnsberamcrkið (21. jan,—19. feb.): Þú ætlast til
of mikils af náunganum þessa dagana og vilt allt
Hp jH of lítið gera sjálfur. Þú verður að venja þig af þessu
— það vill enginn gera neitt fyrir þig, nema þú gerir
eitthvað i staðinn. Þú ferð í samkvæmi i vikunni,
sem verður lítið skemmtilegt, nema hvað þar kynnist þú óvenju-
legri og skemmtilegri persónu.
Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Þú virðist vera
heldur óþolinmóður þessa dagana, en þú flýtir eng-
an veginn fyrir því, sem þú ert að bíða eftir með
óþolinmæðinni einni saman — nema síður sé. Það
er eins og þú vitir ekki fyllilega hvað þú átt að
gera við allar tómstundir þinar. Þú verður að reyná að skapa
þér ný áhugamál.
m
N Ý PEISA:
„Crochd knii"
SVARX — BRÚNT — GRÆNT — BLÁTT.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
PRJ ÓNASTOFA
ÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR H.F.
Ármúla 5. — Sími 38172.
VIKAN 10. tbl. -