Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 40
Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt húSlitunni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamieg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn. Ljónin leika sér. Framhaid af bls. 11. Hér er eitt „skeyti“: Herrakvöld Njarðar, — heill sé því. Hvílíkur munur, að eiga frí. Hér er frjálsmannlegt allt, hér er andi og vit og ekki neitt helvítis eftirlit. Enginn er hér, sem yglir brá, ef maður fær sér meir en þrjá. Að vera nú loksins laus við frú, með „látt' ekki svona“ og hvað er nú?“. Og hrollköldu orðin, með hrokahreim: „Ég held það sé bezt, að við förum heim.“ Að þurf' ekk‘ að þjarka og frið'ana. Og þurf‘ ekk‘ að dansa við ‘ana. Nei, hér er nú betur herrakvöld, því hér hefur Mortens og stjórn hans völd, íylli nú hver að frjálsum sið sinn fullstóra-, litla- og meðalkvið, dátt skal hér vera, og drukkið í ró Dungal og Reinhart! Étið nóg! Mörg verður skemmtan við glasaglaum, gefið nú andanum lausan taum, hversdagsins drungi hverfi brott, það hiklaust er þjóðfélagslega gott, Bakkusar veigar streymi strítt, (stjórnandinn á að drekka frítt!) Svo mælir og ákveður ykkar boss, Umdæmisstjórinn, Hilmar Foss. Af öðrum skeytum má nefna: — VIKAN 10. tbl. Borgið ekki of mikið fyrir sjúss- ana. Scotland Yard. Jólaskeytið til Alfreðs Elíassonar, sem kom of seint vegna mikilla anna sendanda: Gleðileg jól. Vagga frelsarans var IATA. SAS. Síðar um kvöldið kom kvenfólk- ið, eins og áður er sagt frá, en það voru nokkrar ungar stúlkur frá Tízkuskólanum, sem sýndu herrun- um Carabella náttkjóla, og síðan hófst mikið uppboð — á kjólunum —• en andvirðið rennur til líknar- starfa, því að kjörorð Líonsmanna er þetta, segir Emanúel Morthens formaður klúbbsins: „Að verða að liði“, og í reglum þeirra stendur m. a. að sannur Líons-maður eigi: ,,að telja vinfengi takmark, en ekki leið að marki. Að telja að sönn vin- átta byggist ekki á greiða annars aðila við hinn, heldur að sönn vin- átta geri engar kröfur, — og að þiggja greiða í sama anda og hann er í té látinn". Hákarlinn ilmar. Framhald af bls. 20. sannfæra sjálfan sig um gæði há- karlsins, sem þar hefur verið verk- aður. Áður var hákarlinn verkaður vestur á fjörðum, en nú hafa þeir byrjað á því sjálfir og þykir vel hafa tekizt. Margir hafa velt því fyrir sér, hvernig það megi vera, að harðfisk- ur sé álíka dýr og konfekt, þegar fiskur er annars ódýrasti matur sem völ er á. Það tekur að vísu sinn tíma að verka harðfisk, en kostnaðurinn við það sýnist varla í neinu sam- bandi við það okurverð, sem er á þessum ágæta og holla mat. Boðið að borða. Framhald af bls. 20. SHERRYKREM: 2 eggjarauður, 2 matsk. flórsykur, Vt 1 þeyttur rjómi, % dl sherry. Eggjarauðurnar hrærðar vel með flórsykrinum og sherrýinu bætt í og þeytt áfram. Síðast er stífþeytt- ur rjóminn settur saman við. Þá er það matseðillinn fyrir þær sem eldri eru: FERSKJUR MEÐ RÆKJUM. BUDAPEST-RÉTTUR. FRANSKAR PÖNNUKÖKUR. FERSKJUR MEÐ RÆKJUM. 1 dós niðursoðnar hvítar ferskj- ur, 350 gr rækjur, 75 gr majones, salatblöð. Borið fram á diski fyrir hvern gest. Neðst eru salatblöð lögð, ofan á þau ein ferskja og í dældina á ferskjunni eru lagðar rækjur og svo majones efst. BÚDAPESTRÉTTUR. 1 kg stórar kartöflur, salt, 50 gr smjör, l egg, 1 eggjarauða, hvítur pipar. Kartöflurnar flysjaðar, soðnar og marðar og hrærðar með smjöri. Eggið og eggjarauðan þeytt með kryddinu. Stórt eldfast fat, helzt ílangt, er þakið að innan með kart- öflumaukinu og síðan eftir endi- löngu og svo þvert yfir, þannig að það myndist fjögur hólf. í þau er sett: 400 gr kálfslifur, 1 kálfsnýra, 2 matsk. hveiti, salt, pipar, 1 tsk. rauð paprika, 100 gr smjör, 1 dl sherry, 2 dl rjómi, 1 dós litlar, grænar baun- ir (alls ekki stórar og allra sízt þær sem eru niðursoðnar hér á iandi), 350 gr sveppir. Kálfslifurin er skorin í þykkar lengjur og nýrað, sem hefur legið í bleyti, í þunnar sneiðar. Krydd- inu blandað 1 hveitið og lifur og nýra velt upp úr því. Kjötið síðan steikt á pönnu. Lifurin er svo sett í eitt hólfið í eldfasta fatinu, nýrun í ann- að og sherry og rjómi soðinn and- artak á pönnunni áður en því er hellt yfir kjötið. Baunirnar hitaðar upp og settar í þriðja hólfið og sveppirnir, sem hafa verið skornir í tvennt og soðnir stutta stund í smjöri í það fjórða. Fatið sett inn í ofn í 10 mín. við 200 gr. hita og málmpappír lagður yfir sem lok. FRANSKAR PÖNNUKÖKUR (16—18 stk.): 100 gr hveiti, 2 matsk. sykur, 1 dl rjómi, 4 egg, ca. % 1 mjólk, 50 gr bráðið smjör, 75 gr fínsaxaðar möndlur, 2 matsk. smátt saxaður sykraður appelsínubörkur, !4 1 þeyttur rjómi. Hveiti og sykri blandað saman og hrært með rjómanum. Eggin þeytt og sett saman við, því næst mjólkin og brædda smjörið, möndl- urnar og sykraði appelsínubörkur- inn. Deigið látið standa í klukku- tíma. Bakaðar meðalstórar pönnu- kökur, sem eru bornar fram volgar (haldið heitum í ofni) með ísköld- um þeyttum rjóma. Með kaffinu má hafa þessa góðu valhnetuköku: V ALIINETUK AK A: 250 gr hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 100 gr saxaðar valhnetur, 150 gr smjör, 125 gr. sykur, 2 egg, 2 matsk. rjómi. Hveiti, lyftidufti og hnetum bland- að saman. Smjörið hrært hvítt með sykrinum, eggin þeytt saman við og mjölblöndunni bætt í. Allt hrært og bleytt með rjómanum. Bökuð í klukkutíma í vel smurðu formi við lítinn hita (175 gr). Þegar kakan er köld er hún þakin með glassúr: 1 bolli sykur, % bolli vatn, 1 eggja- hvíta. Sykur og vatn soðið saman þar til það er ljósbrúnt og myndar þráð neðan úr trésleif. Eggjahvítan er stífþeytt og sykurleginum hellt í hana, en þeytt stöðugt í á meðan og í 10 mín. á eftir. Glassúrinn verð- ur snjóhvítur og fallegur með þessu móti. Kakan er skreytt með val- hnetum og rauðum kokkteilberjum. bökuð við mikinn hita í 15 mín. Kælt aðeins áður en það er tekið úr forminu. FYLLINGIN: 4 ananashringir, 100 gr græn vín- ber, 14—16 sveskjur, 1 lítil dós mandarínur (fæst hér í búðum), 2 matsk. rauð kokkteilber, 2% dl saft af ávöxtunum, 3 blöð matarlím. Ananashringirnir skornir í litla jafnstóra bita, vínberin skorin í tvennt og kjarnarnir teknir úr. Ávöxtunum raðað skrautlega á botninn. Matarlímið brætt og sett í saftina, og þegar það er að byrja að stífna, er henni hellt smám sam- an með skeið yfir ávextina. Látið standa á köldum stað þar til hún er borin fram með: SÁTTAHÖND. Framhald af bls. 9. reis hún upp við dogg og starði á lampann, sem sýndi hvort það var straumur á sænginni eða ekki, og hve mikinn hita hún átti að gefa. Það var ekkert Ijós á lampanum. Hún skarkaði í slökkvaranum. Ljós- ið kviknaði. En aðeins eitt andar- tak. Svo dá það aftur. Hún reyndi aftur. Ljós — myrk- ur. Klikk. Ljós — myrkur. Klikk. — Ef þú heldur þessum gaura- gangi áfram, fer ég og lialla mér i gestaherberginu, sagði Tom og reyndi að vera ekki mjög önugur. — Síðasta vika var mjög þreyt- andi, og ég vil fá að sofa. Já, þetta var þreytandi vika, hugsaði Jenny reið. Uppliátt sagði hún: — Larry sefur í gestalierberg- inu. Ég lét þau sofa sitt í hvoru herbergi, svo þau væru ekki alltaf að kasta bangsanum á milli sín. Og ég er ekki með neinn gaura-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.