Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 6
Þorsteinn Jósepsson blaðamaður
á geysistórt og verðmætt safn íslenzkra
bóka, og erlendra, sem fjalla um ísland.
G. K. segir hér frá viðræðum
þeirra Þorsteins eina kvöldstund um safnið.
Þa?S er annars dálítið undarlegt, þetta
með söfnunarástríðuna hjá mönnum. í raun-
inni eru það allfjestir menn, sem safna
einhverju og hafa af því misjafnlega mikla
ánægju. Það fer að sjálfsögðu mest eftir
skapgerðareinkennum hvers manns hvað
það er, sem liann safnar, og auðvitað eitt-
hvað lika eftir pyngjunni. Það væri t. d.
aldeilis lirein fávizka fyrir íslenzkan verka-
mann að ætla sér að safna Kádiljákum,
hversu mikið sem hann langar til þess.
Hann verður að láta arabísku olíukóngana
um það, en þess i stað getur hann hæglega
safnað servíettum, — eða jafnvel bara skuld-
um, eins og raunar margir gera.
ÉG
ER
Lítill hluti af bðkasafni
Þorsteins Jósepssonar.
Þessi mynd er tekin úr handriti, sem
Þ. J. komst yfir og lýsir íslandsferð enskra
laxveiðimanna seint á 19. öld. Þelr voru
mest í Laxá í Þingeyjarsýslu og færðu
dagbók, sem fyllir tvö ailstór bindl. f
þessum handritabindum er fjöldi hagan-
lega gerðra teikninga jafnt af landslagi sem
úr þjóðlífi og margar þeirra listilega
gerðar. Sýnir efri myndin reiðmann, sem
iendir á reiðskjóta sínum milli tveggja
þúfna, en hin neðri dauðadrukkin lax-
veiðimann, sem ekki er lengur fær til
að sitja á klárnum.
g - VIKAN 10. tbL
IpllplÍlpp:
Já, það er margt, sem mannskepnan
safnar. Sumir safna frimerkjum, aðrir eld-
spýtustokkum, flöskumiðum, hljómplötum,
málverkum, steinum, þurrkuðum blómum,
skeljum og kuðungum, merkjum, bréfhaus-
um, Vikunni — eða bara pcningum. Og
það cr nú eiginlega ekkert „bara“ við það,
því mörgum hefíir reynzt það síðasttalda
ærið erfitt.
Þorsteinn Jósepsson blaðamaður og ljós-
myndari safnar bókum, — og það cr heldur
ekkert „bara“ við það, þvi að bókum Þor-
steins hefur verið töluvert erfiðara að safna
heldur en beinhörðum peningum. Hann
hefur fyrst þurft að safna peningum, sem
raunar eru alls staðar til ef maður getur
Framhald á bls. 8.