Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 48
og get sannað það. Ég veit meira að segja hvar hún var grafin. Hvað œtlarðirðu annars að segja fleira við mig?“ „Þetta var ekki mér að kenna,“ veinaði Cora Mooney. „Ég hlýddi bara þvi, sem Benjamin sagði mér að gera.“ „Jæja, þú skalt halda áfram að hlýða honum mín vegna, ef það er það sama sem þú vilt. En þú skalt gæta þess betur hvcrnig þú talar við mig. Skilurðu það?“ Æðsta gyðjan kinkaði þögul kolii. „Allt í lagi. Farðu þá héðan út. Ég ætla að fara að setja dótið mitt niður.“ Esther Johnson hafði verið við öilu búin og hafði tilbúin mikil- væg skjöl, sem hún tók með sér. Hún flutti til Grand Rapids, skildi við manninn, sem liún hafði verið látin giftast, og átti svo son hjón- anna, sem yfirgefið höfðu söfnuð- inn. Með öll þau skjöl i höndun- um, sem hún hafði viðað að sér í Shiloli, örvaði hún tengdaföður sinn til þess að krefjast þess með dómi, að fá aftur alla þá peninga, sem hann hafði afhent Bcnjamin og l>ar að auki fullt kaup fyrir þann tíma, sem liann hafði unnið í ný- lendunni. Hvar er örkin hans Nóa? Ungfrú Yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A . Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSD., Miðtúni 84, Reykjavík, Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í hlaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- írú Yndisfrið heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- •gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími - VIKAN 10. tbl. Árið 1923 voru honum greiddir 24000 dollarar. Það var i fyrsta skipti á löngum valdaferli Benja- míns konungs, að mál hans hafði komið fyrir rétt. Þetta saina ár kærðu tvær syst- ur, Ruth og Glady Bamford, hinn síðhærða spámgnn fyrir nauðgun og kröfðust 200.000 dollara skaða- bóta. Með konni Rutli Bamford í kvennabúrið höfðu tvær kynslóð- ir lifað þar —- hún hafði fæðst í nýlendunni tæpum mánuði eftir að móðir hennar liafði flutzt þang- að, árið 1907. Saga Bamford systranna var ekkert einsdæmi i nýlendunni. Fað- ir þeirra hafði dáið úr berklum í köldum kofanuin og Benjamin konungur hafði lofað að ganga þcim í föðurstað. Móðir þeirra mætti i réttinum og sór að dætur sínar segðu ósatt og að spámaður- inn væri óaðfinnanlegur. Við bæði réttarhöldin bauðst Hazel Ruth til þess að hera vitni. í hvorugu málinu mætti Ben sjálf- ur til þess að verja sig. Þá fór fólk að gera sér Ijóst, að enginn utan safnaðarins hafði séð Ben konung siðan i október 1922. Almenningsálitið var nú farið að láta það mikið til sín taka, að dag- blöðin sáu sér ekki annað fært en að taka undir það. Blaðið Free Press i Detroit byrjaði áhlaupið með hverri forsiðugreininni á fætur annarri og önnur hlöð viðs vegar um landið fóru að birta greinar um málið. Kröfurnar um málssókn urðu það háværar, að kviðdómur var skipaður i skyndi og heimild til að handtaka Ben konung var gefin lit. En þegar leitarmenn komu öll- um að óvörum til Húss Daviðs, gripu þeir i tómt. DeWhirst dóm- ari og aðrir safnaðarmeðlimir sögðu ofboð rólega, að spámaður- inn hefði farið í eldvagni til himna, eins og dæmi væri til um starfs- bræður hans. Yfirvöldin i Michiganriki svör- uðu þessu með því að setja 3000 dollara til höfuðs honum. Almenningur tók af miklum á- huga þátt i leitinni og lögreglan gerði hvað eftir annað leit i ný- lendunni. Fn lífið gekk þar sinn vanagang — skemmtigarðurinn var rekinn sem fyrr, iþróttakeppni laðaði áliorfendur víðs vegar að, verksmiðjurnar voru í fullum gangi og búgarðarnir héldu áfram að framleiða. En konungurinn síð- skeggjaði var livcrgi finnaniegur. Þá fáru að berast fréttir úr öll- um landshlutum. Einliver hafði séð hann í Kanada. Hann átti að hafa verið í London. Hann var að stofna nýtt konungsriki i Nýja Sjálandi, Ástralíu, Tokyo, Paris og Berlin. í nærri fjögur ár leitaði lögregl- an í öllum heiminum að Ben Pur- nell — en án árangurs. Þá komust nýjar sögur á loft og breiddust ört út. „Hann er dauður!" sögðu ibúar Benton Harbor hlæjandi við frétta- menn. „Auðvitað er hann dauður. Hann hefur verið dauðui’ i mörg ár, En það eru aðeins Mary-drottn- ing, DeWhirst og nokkrir aðrir, sem vita það. Þau leyna því fyrir söfnuðinum, því að Ben konungur átti að vera ódauðlegur og allir, sem trúðu á hann áttu að eignast eilíít lif, svo framarlega, sem þeir trúðu á hann. Ef þeir vissu að hann væri dáinn, mundi söfnuðurinn leysast upp á stundinni.“ Þetla var trúlegt. Á tímabilinu frá þvi að hann hafði síðast kom- ið opinberlega fram og þar til handtökuheimildin var gefin út, höfðu blaðamenn oft ætlað að tala við hann, en alltaf verið visað frá af DeWhirst. Það vár farið að rifja upp það, sem sagt hafði verið um konunginn — hann var ekki vel hraustur, hann hafði farið út á bú- garðinn, hann gat ekki talað við neinn i dag, en kannski á morgun o. s. frv. Stundum hafði verið hringt til hans eða látið lita svo út, að verið væri að hringja til hans, í viðurvist fréttamanna. En enginn liafði raunverulega séð hann. Þetta var ekki aðeins trúleg saga, heldur einnig gott og hugnæmt fréttaefni dagblaðanna. Þarna var söfnuður, sem lifði á trú sinni á ódauðleika manns, sem var dauð- ur fyrir löngu. Blöðin gerðu sér góðan mat úr sögunni og smám saman fór að dofna yfir leitinni að konunginum. Yfirvöldin fóru líka að trúa þvi, að hann væri dá- inn og hefði verið það í mörg ár. En i nóvember 1926 barst bréf til Free Press i Detroit, sem i fyrstu var álitið gabb. Það var frá stúlku, sem hét Bessie Daniels. Hún sagð- ist vera fyrrverandi meðlimur Innsta hringsins, sem liefði nýlega yfirgéfið nýlenduna. En hún hafði þá ótrúlegu sögu að segja, að Bcnjamin konungur væri sprell- lifandi, að hann hefði aldrei yfir- gefið Hús Daviðs, hvað þá Inndið og að hann liefði falið sig i ný- lendunni i meira en fjögur ár. Bréfið var rannsakað af lögregl- unni eins og þúsundir annarra bréfa, sem borizt höfðu með upp- lýsingum um dvalarstað Bens. Hvernig gat hann falið sig svona lengi? spurðu lögreglumennirnir. „Hann er i Demantshúsinu,“ sagði Bessie Daniels. „Hann lét byggja þar leyniherbergi, með leynigöngum og huldum dyrum og liann hefur rafmagns viðvörunar- kerfi. „Hverjir vita, að Iiann er þarna?‘‘ „Að minnsta Kosti hclmingur safnaðarins.“ „Við höfum staðið vörð um húsið dag og nótt í niörg ár. Þú segir að hann hafi látið senda sér hóp af sfúlkum á liverju kvöldi? Okkar menn liefðn áreiðanlega orðið varir við það.“ „Stundum vorum við klæddar eins og gamlar konur og urðum að vera allar bognar og kræklóttar þegar við gengum. Stundum héldum við á kústum og fötum og létumst vera lireingerningakonur.“ „Ben gamli konungur hlýtur að vera nálægt sextugu, ef hann lifir enri. Ætlarðu að telja okkur trú um, að fyrir tæpu ári síðan hafi liann enn viljað hóp af stúlkum á hverju kvöldi?“ Bessie Daniels roðnaði. „Ég get ekki gert að því, hve gamall hann er. En ég veit jiað, að hann vildi æstur fá okkur.“ „Stúlka min, manstu hve oft stað- urin'n var rannsakaður og nákvæm leit gerð um alll svæðið?“ ,Sannarlega. Hann var látinn vita i hvert sinn. Ég heyrði þegar Mary drottning sagði einu sinni við lögreglustjórann „Ilér eru þúsund atkvæði á staðnum og við getum ráðið þeim alveg að eigin geðþótta, Það er réttara fyrir yður að gleyma því ekki!“ Lögregluþjónninn klóraði sér vandræðalega i liöfðinu og leit á félaga sína. „Fjárinn liafi það, ef ég trúi þessu!“ Svo stóð hann upp og rödd hans var ákveðin. „Allt í lagi. Við förum jiangað núna strax og hann verður ekki látinn vita i þetta sinn!“ Litlu fyrir miðnætti rann fjöldi lögreglubila i hlaðið fyrir framan Demantshúsið. Þungar hurðirnar voru hrotnar upp með öxum. í dimnium forsalnum sáust konur hlaupa upp stigana, en lögreglu- þjónarnir náðu þeim og fóru síðan eftir leiðbeiningum Bessie Daniels inn um ósýnilegar dyr á veggnum. þeir gengu eftir leynigöngum, sem komið hafði verið liaganlega fyrir i veggjum hússins. Eftir að liafa farið í gegnum flók- ið völundarhús, komu þeir að sex- tiu og fimm ára gömlum konung- inum í rúminu. Hjá honum var Myrtle Tulk, sem liélt því fram, að hún væri hjúkrunarkona hans, fáklædd. Aðrar tvær stúlkur, álíka klædddar, voru þar einnig í rúm- inu, en færðu enga afsökun fyrir veru sinni þar. Blindaður af ljósi myndavélanna og bölvandi af bræði var Benjamin Franklin Purnell tekinn og færður í fangelsið. Hinni löngu leit var lokið. 14. KAFLI. Réttarhöldin voru helzti viðburð- ur aldarinnar. Píu stóðu yfir i meira en þrjá mánuði og vitnaleiðsl- urnar einar tóku fimmtiu og einn dag. Frásagnirnar af ólifnaði Bens Purnells voru aðalefni dagblaðánná samtimis fréttum af hetjudáð Char- les Lindberghs. Tvö hundruð tutt- ugu og fimm vitni voru kölluð fyr- ir réttinn. Ilinn sterklegi likami hans var nú svo illa farinn af berklum, að hann vó aðeins um 100 pund, gyllt hár hans var nú orðið svo grátt, að hann hirti ekki lengur um að lita það — og liann var borinn á sjúkrabörum inn i salinn til að hlusta þar þögull á enda- lausa fylkingu vitnanna telja þar upp allar syndir hans á langri og athafnasamri ævi — tuttugu og þriggja ára váldatímabili lians i Benton Harbor, veru hans i Fost- oria, tímabili barnavagnsins og hestvagnsins, þátttöku hans i De- troit-safnaðarlifinu, flakki hans sem umferðaprédikara og fyrstu árunum uppi í fjallabyggðunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.