Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 37
VIKU
klúbburinn
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
Gegnumlýs-
ingartæki
Þetta einfalda tæki, geturðu
búið til, úr tveim þunnum
pappaspjöldum, 10x10 cm —
og fuglsfjöður. Gerðu gat í
miðju, á bæði pappaspöldin
samtímis. Ef þú heggur gatið
með nagla, þá klipptu oddinn
af og hafðu endatré undir.
Mundu, að snöggt högg gerir
gatið hreinna. Þá er komið að
fjöðrinni. Rífðu stykki af
henni (frá oddinum, sjá mynd-
ina) og límdu það yfir gatið
á öðru pappaspjaldinu, en
gættu þess, að lím komi ekki
á þann blett, sem liggur yfir
gatinu. Að lokum límir þú
bæði pappastykkin saman.
Stóra myndin er af sams
konar ,,tæki“, einna líkast
handspegli. Gerð eru tvö
stykki, eins og áður er sagt,
með fjöður á milli. Ef þú
stækkar þetta ,,tæki“ hafðu þá
gatið ekki stærra en sýnt er á
myndinni.
Berðu aðra höndina upp að
sterku ljósi og horfðu með
öðru auganu á hana, — í gegn
um gatið, og þú sérð-, nei,
annars, við segjum ekki meira,
en undrandi verður þú. Það
er reyndar ljósbrot, sem valda
þessu.
\
Við skrifum og lesum frá vinstri tii hægri, ofan frá og niður síðuna.
Arabar, Sýrlendingar og Hebrear fara öðruvísi að, þeir skrifa og lesa frá
hægri ti! vinstri, en byrja þó efst á síðunni, eins og við. Kínverjar, Japanir
og Kóreumenn skrifa sitt myndaletur í lóðréttar línur og byrja efst til
hægri. Og fundist hafa leirtöflur, með einkennilegu táknmáli, frá því
löngu fyrir Krists burð. Hér er um eiginlega „skriftar“ aðferð að ræða,
sem kalla mætti: Þannig plægjum við. Þ. e. a. s. bændur plægðu ákveðna
vegalengd, sneru þá við, — til vinstri og plægðu til baka og sneru þá enn
við — til ^hægri. (Athugið þriðju myndina). Þannig meitluðu þeir táknin
í lcirtöflurnar — og byriuðu neðst!
GÁTUR
1. Á hvaða tré eru blöðin öðrum megin
svört en öðrum megin björt?
2. Blóðlaust og beinlaust,
bítur gras af jörðu.
3. Dautt, dregur lifandi úr skógi.
4. Hvað er það, sem fullt er af kjöti og
Q jo^s •jnquie^esni g •Jefi z *W9u So
blóði á daginn, en gapir eins og tröll
á nóttinni?
5. Háift er nafnið á hendi mér,
háltt á hafið út.
6. Hvað er það á bænum, er þegir,
en þó öllum segir.
‘Wq -9 -istTjeH
jn3ep :uigoiq ‘uuiuij; *x rjegutugeH
SMÁFISKAKÆKT IV
SANDUR.
Eins og áður er að vikið, lifa fiskarnir ekki
án súrefnis, sem ýmsar tegundir jurta gefa frá
sér og þær er auðvelt að rækta í sandi, eingöngu.
Ekki má nota skeljasand, því hann er of kalk-
ríkur. Venjulegur svartur sandur, er beztur. En
hann verður að vera mjög hreinn, laus við salt,
sýrur og önnur efni skaðleg fiskunum. Þess
vegna ætti fyrst að sjóða hann í vatni en skola
síðan í köldu rennandi vatni, í bala eða íötu
og hræra vel í á meðan, svo öll óhreinindi skol-
ist úr honum. Þá er vatninu hellt af sandinum
og hann látinn í búrið. Ekki á sandlagið alls
staðar að vora jafnþykkt. Venjulega er það 3—4
cm þykkt.
GRÓÐUR
Ungum fiskiræktarmönnum ei íkki alltaf
fyllilega ljóst, h/e geysilega þýðingu arð hef-
ur, að nægilegur gróður sé í búrinu hróttmik-
ill gróður er undirstaða fiskiræktar cg góðs
árangurs er ekki að vænta, ef surefni skortir.
Fiskar og jurtir eru hvort öðru háó. Jurtirnar
gefa frá sér súrefni, en lifa á koisýru, sem fisk-
arnir gefa frá scr Hér verður sem oftar, að
þræða hinn gullna meðalveg, svo jafnvægi hald-
ist. f 25 lítra búr þarf 5—6 jurtir, miðað við
að fiskar séu ekki fleiri en 15—17, en í 40
njóta sín sem bezt. Hávaxnar jurtir eru stað-
settar í bakgrunni og til hliðar, þar sem sand-
lagið er þykkast en lægri gróður framar. Af há-
lítra búr, 8—9 jurtir, með 20—25 fiskum, sem
hámark.
Meðan jurtunum er komið fyrir, er vatn haft
í búrinu, en ekki meira en svo, að vel fljóti
yfir sandinn. Varlega verður að helia vatni í
búrið,svo sandlagið raskist ekki. Öruggast er
að hafa (hreina) undirskál í miðju búrinu, und-
ir bununni, Jurtunum er svo stungið niður í
sandinn, en ekki er sama hvernig þær eru stað-
settar. Engin skreyting í fiskabúri er fegurri en
þróttmikill jurtagróður, þess vegna á hann að
vöxnum jurtum má nefna: Vallisneria, Cabomba,
Myriophyllum og Ludwigia. Af lágvaxnari
gróðri, einkum Cryptocorine og Acorus. Rétt
er að benda á, að Vallisneriu má ekki planta
dýpra en svo, að rótarhálsinn standi upp úr
sandinum — og Ludwigia hefur tilhneigingu
til að vaxa upp úr vatninu, en þá eru topparnir
klipptir af og þeim stungið niður í sandinn og
vaxa þá áfram.
í næstu grein: Hvar á búrið að standa og
hversvegna?
- 37
VIKAN 10. .hl.