Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 29
ÞÆR FUNDU POKA MEÐ HVITU ARSENIKDUFTI, SEM NOTAÐ VAR TIL AÐ SPRAUTA MEÐ GRÆNMETIÐ. ÞÆR BLÖNDUÐU ÞAÐ MEÐ VATNI, LOKUÐU AUGUNUM OG GLEYPTU ÞAÐ HRATT. SÖNN SAGA EFTIR JRNTHONY STERLING kæmi aftur að vori, yrðu stúlkur- nar orðnar hlýðnar og auðsveipar og kynnu betur að meta þá kosti, sem lífið í Shiloh hefði fram yfir það, sem óbreyttir safnaðarmeð- limir urðu að sætta sig við, og vildu þá fegnar leggja eitthvað í sölurnar fyrir það. En það fór á annan veg. Þarna í Síberíu ísraelsmanna, með ckkert annað en útlægt fólk, gamalmenni og geðveikissjúklinga að sambýlismönnum, þer sem snjó- hríðarnar buldu á kofunum og vindarnir ýlfruðu og næddu um veggina, misstu þessar barnungu ísraelsstúlkur allan áhuga á hinu eilífa lífi, sem þeim var heitið í þúsund ára rikinu — og einnig lífinu yfirleitt. Þær fundu poka með hvitu arsenikdufti, sem notað var til að sprauta með grænmetið. Þær blönduðu það með vatni, lok- uðu augunum og gleyptu það hratt. Jessie Wheeler svelgdist á mjólk- urlitum vökvanum, kastaði mestu af honum upp og fékk aðeins kvala- fullan magakrampa. Eliza Murphey hélt því niðri. Og á yzta skika eyj- unnar gróf vinnumaður Bens kon- ungs eina ómerkta gröf í viðbót i gaddfrosna jörðina. Árið 1916 hagaði .Been Purell sér mjög óskynsamlega og barnalega. Hazel Rut Wade -— Salvation Nell — hafði hlýtt boði hans og banni samvizkusamlega i þau sex ár síð- an hún hafði verið neydd til að giflast Irving Smith. Hún tók auð- mjúklega á móti blóðhreinsuninni. Hún ferðaðist um landið þvert og endilangt til þess að færa honum lærisveina. Irving var fylgdarmað- ur hennar á ferðunum og hjálpaði við að setja upp ræðupalla og kast- ljós fyrir útifundina. Þau bjuggu saman í litlum lokuðum vagni á löngum ferðum, en samt höfðu ungu hjónin hlýtt dyggilega hreinleika- lögunum. En svo var það eitt kvöld, að Hazel Ruth var glöð og æst eftir óvenjulega velheppnaðan fund og faðmaði Irving að sér í gleði sinni og kyssti hann á kinnina. Hann ýtli henni frá isér, starði skelfdur á hana og fór svo að snökkta. „Hvað hefurðu gert?“ kallaði hann aftur og aftur. ,,Hvað liefurðu gert?“ Kvalin af samviskubiti og liræð- slu reyndi Hazel Ruth samt að hugga hann. „Þetta var mér að kenna, þetta var allt min sök, og ég skal játa það, þegar ég skrifta" lofaði hún honum. Þjökuð af tilhugsuninni um ei- lifa útskúfun hættu þau við ferðina og sneru aftur til Benton Harbor næsta morgun og töluðu varla orð saman alla leiðina. Við komuna skrifaði Hazel Ruth langa játningu um það, sem fyrir hafði komið. Ef Ben konungur hefði sýnt sömu fyrirhyggjuna i kvennamálum sin- um og i viðskiptum, hefði hann fyrirgefið stúlkunni i kyrrþey og öðlast þar með hollustu hennar. En svo var komið, að þó ekki væri nema tilhugsunin um að annar maður snerti einhverja af stúlkun- um lians, gerði liann hamslausan af bræði. „Losti og girnd hefur stjórnað gerðum ykkar!“ hrópaði hann. „Viðbjóðslegur og skepnulegur losti!“ Honum óx þetta svo í augurn, að við næstu messu, skipaði hann henni með þrumandi röddu að standa upp og ávítaði hana harð- lega frammi fyrir öllum söfnuð- inum. Fólkið horfði á eftir lienni, þegar það mætti henni, og flestir voru hættir að taka undir kveðju liennar. Örvilnuð flúði Hazel Ruth út í hina illu og syndugu veröld. Þegar hún var komin innan um andlega heilbrigt fólk, gerði hún sér fyrst ljóst, hve heimsk hún hafði verið. Hún bjó um tima hjá Ednu systur sinni, og seinna fór hún að heimsækja föður sinn til Indiana, og hún fór að lita á veru sína hjá Tsraelsmönnum sem mar- tröð. Árið 1917 sneri hún aftur til Benton Harbor, ákveðin í að ná yngri systur sinni úr klóm Bens. Það var eitthvað við þessa feim- nu og hlédrægu stúlku, sem olli Ben það miklum áhyggjum, að hann fór úr borginni þegar hún kom aftur. Hann lét Esther Johnson fá yfirlýs- ingu lijá Cleatus um að liann hefði ekkert gert henni. Hann hafði mik- inn hug á að fá slíka yfirlýsingu frá Hazel Ruth líka. En þó að til- boð hans færi upp í nokkur þúsund dollara, gekk Salvation Nell ekki að þvi. Þegar systir hennar var orðin frjáls, fór luin alla leið til Wasing- ton, settist þar á þröskuldinn lijá Wilson forseta þar til hún fékk áhcyrn hjá honum og sagði honum allt af létta um lífið í Húsi Daviðs. Woodrow Wilson lilustaði hæ- versklega, en fékk einkaritara sinum, Joseph Tumulty málið í hendur. Tumulty vísaði henni á dómsmálaráðuneytið og þar var hún send frá einni skrifstofunni á aðra þar til hún loks gafst upp. Stjórnin hafði um annað að hugsa á þessum tima en falsspámann með kvennabúr í smábæ i Michigan Bandariki Norður-Ameriku voru nýfarin í stríðið. Þegar fyrstu innkallanir i herinn voru sendar út, var Ben konungur ekki seinn á sér að tilkynna yfir- völdunum, að ríki hans væri sér- stakt konungsríki og hefði aðeins skyldum að gegna við Guð og að þegnar hans væru ekki skyldugir til að gegna herþjónustu. Stjórnin var honum ekki sammála og fsraels- menn voru kallaðir i herinn jafnt og aðrir. Ben var fokreiður yfir að missa þannig dýrmætan vinnukraft, en ákvað að reyna að fá sem mest út úr ástandinu. Aftur lét hann stúlkurnar i kvennabúrinu giftast ungum mönn- um safnaðarins, en i öðrum til- gangi en áður. Meðan stríðið stóð yfir, komu reglulega ávísanir til framfæris eiginkvenna ísraelsher- mannanna og voru þær án tafar innleystar af kvennabúrsstúlkunum og peningarnir runnu beint í vasa herra þeirra og meistara. Þeir urðu að hafa sig alla við, sem áttu að geta gert sér vonir um að sigra Ben konung. 13. KAFLI. Það var á vordegi 1919 að nokk- urt uppþot varð í skemmtigarð- inum hjá Húsi Daviðs. Ferðamenn og aðrir i garðinum liópuðust sam- an til þess að horfa á vingjarn- lega gamla konu, sem var þar við afgreiðslu, hrópa að fallegri , korn- ungri stúlku. Hún hélt um axlir hennar og hristi hana aftur og aftur. Þetta var Mrs. Isabella Pritc- hard, ástralska ekkjan og móðir telpnanna, sem Ben ætlaði að ganga i föðurs stað. „Þelta er ekki satt“ veinaði grá- hærða konan. „Þú lilýtur að vera að segja ósatt!“ „Þetta er satt, mamma“ hrópaði stúlkan. „ Það var þetta, sem hann gerði!“ „Við Irenu líka?“ Stúlkan grét og kinkaði kolli. Dökkrauð í framan af reiði þreif Mrs. Prichard eina af litlu biblíu- num, sem lnin liafði til sölu. „Hérna! Legðu höndina á bókina! Nú skaltu sverja — sverja við nafn Guðs, að þú sért að segja sann- leikann!“ „Ég sver það, mamma!“ Stúlkan var eins og frávita af hræðslu. „Það var þetta, sem hann gerði!“ Stutta stund virtist ætla að liða yfir gömlu konuna. Ilún setti bibli- una aftur á borðið, liristi svo sein- lega höfuðið og andaði þungt. „Þá er það satt!“ sagði hún. „Ég ætti að vita hvernig ég hef alið þig upp. Þú mundir ekki sverja rangan eið við heilaga ritningu. Þetta hlýtur að vera satt.“ Hún stóð óákveðin drykklanga stund, rétti svo skyndilega úr sér og nú var andlit hennar aftur dökkt af bræði. „Komdu!“ Hún þreif um úlnlið telpunnar, dró hana út úr söluklefanum og ruddist gegnum fólksfjöldann með öxlum og olnbogum. Hún fór út um hliðið og yfir skemmtigarðinn í átt að Siloh og fólkið elti liana í von um að eitthvað sögulegt gerð- ist. Inni í skrifstofunni reyndu Est- her Johnson og Edith Meldrum að stanza hana, en liún brauzt á- fram upp á loftið með stúlkuna í eftirdragi. Framhald á bls. 46. VIKAN 10. tbl. - OQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.