Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 28
Mary varð sér meðvitandi um það
vald, sem hún skyndilega hafði öðl-
azt og sýndi nú óspart sjálfstæði
sitt. Hún hafði hingað til verið Ben
hjálpleg við að ná stúlkunum, en
fór nú að sýna þeim fjandskap. Ben
var farinn að taka hóp af stúlkum
með sér hvert sem hann fór — á
skrifstofuna, í gönguferðir um
skemmtigarðinn, í eftirlitsferðir um
búgarðana og verksmiðjurnar og
meira að segja til borgarinnar þegar
hann fór þangað í verzlunarerind-
um. Hann strauk þeim og kyssti þær
hvar sem var og hvenær, sem hann
langaði til. Mary sagði honum kulda-
lega, að hann ætti að fara að haga
sér af meiri konunglegum virðu-
leika.
„Benjamín ætti að gæta sin betur“,
er haft eftir henni.
Spámaðurinn kunni ótal ráð til að
mæta kærum og bpinberum rann-
sóknum, en gagnVart þessu stóð
hann ráðalaus. Hann gat aðeins
blótað niður í skeggið og þolað þetta
í hljóði.
En 1915 gerðist nokkur sorgarsaga
í Innsta hringnum, eftir því sem
vitnisburður margra ísraelsmanna
hermir.
„Hann er ekki guðleg vera.“ sagði
Eliza Murphy við móður sína. „Hann
byrjaði að rífa utan af mér fötin
og þegar ég streittist á móti, hélt
hann handleggjum mínum föstum
fyrir aftan bak og ...“
„Ég vil ekki heyra eitt einasta orð
í viðbót!" sagði Mrs. Murphy og tók
fyrir munn dóttur sinnar og hristi
hana illilega. „Vogaðu þér ekki að
tala svona um Benjamín konung!
Láttu mig aldrei framar heyra þig
segja nokkuð þessu líkt.“
„En þetta er sannleikur,“ sagði
Eliza snöktandi og reif sig lausa.
Hún var lítil og smábeinótt telpa,
sem sýndist ennþá yngri en hún var,
en hún var fimmtán ára. „Ég sver
það við Guðs nafn, að þetta er satt!“
„Hlustaðu á mig.“ Andlit móður
hennar var dökkrautt og afmyndað
af reiði. „Ef þú vilt láta reka þig
úr konungsríkinu, ef þú vilt brenna í
eilífum eldi eins og allir í heiminum,
sem ekki tilheyra okkur, þá get ég
ekki komið í veg fyrir það. En láttu
mig ekki heyra þetta guðlast! Ég
verð hér kyrr!“
Eliza var flutt með valdi aftur til
Shiloh, þar sem Cora Mooney skip-
aði henni að fara til herbergis síns.
Svo byrjaði æðsta gyðjan að yfir-
heyra móðurina.
„Hvað sagði hún þér?“
„Ó, ekkert. Hún hafði dálitla heim-
þrá, geri ég ráð fyrir.“
„Var hún að Ijúga einhverju upp
á Benjamín?“ spurði Cora Mooney
umbúðalaust.
„Ja . . .“ Mrs. Murphy hikaði, „ég
held ekki.. .“
„Nokkrar stúlkur hafa gert það.
Það lítur út fyrir, að um samsæri
sé að ræða meðal þeirra. Þær vilja
ekki læra helgiritin og haga sér eftir
boðskap þeirra, svo að þær hafa bú-
ið til illgjarnar sögur, sem þær hóta
að breiða út, ef þær þurfi að læra.
Það getur verið, að þær séu of ung-
ar til að gera sér Ijóst, hvað þær
eru að gera, en það er ekki hægt að
þola þeim þetta.“
„Ég held ,að hana hljóti að hafa
dreymt illa,“ sagði Mrs. Murphy ó-
styrk.
„Ef þú heyrir illar og ósæmilegar
sögur, áttu að skýra okkur tafar-
laust frá því, eða þú verður samsek
í guðlastinu!" aðvaraði æðsta gyðj-
an hana.
„Jæja, hvað sagði Eliza þér?“
„Hún er góð stúlka. Hún mundi
ekki...“
„Hvað sagði hún?“ kallaði Cora
Mooney.
„Hún ... sagði... að Benjamín
konungur.. að hann hafi gert það,
sem dauðlegur maður gæti gert. En
hafðu engar áhyggjur. Ég kom aftur
með hana hingað og lét hana lofa
mér.. .“
„Þetta er nóg,“ tók æðsta gyðjan
fram í fyrir henni. „En ef þú heyrir
eitthvað þessu líkt aftur, áttu að
láta okkur vita samstundis."
Þegar Mrs. Murphy var farin, tók
Cora Mooney hlut upp úr skúffu,
sem átti að vera undarlega fram-
andi í þessu umhverfi alskeggj-
aðra manna — en það var slípól
fyrir rakhnífa. Svo gekk hún upp
stigann að herbergi Elizu Murphy.
Þegar fyrstu skerandi veinin rufu
miðdegiskyrrðina í Shiloh, sátu
flestar stúlkurnar sem fastast inni
í herbergjum sínum. En nokkrar,
eins og Hazel Ruth og stúlka að
nafni Glady Bamford, hlupu eftir
ganginum og börðu á lokaðar dyrn-
Svo komu Esther Johnson og roskin
skrifstofustúlka, Estelle Meldrum,
þjótandi upp stigann.
„Hvað gengur hér á?“ hrópuðu
þær, þegar Cora Mooney opnaði
hurðina og lokaði henni í flýti á
eftir sér, svo að ekkasogin heyrðust
síður. Hún hélt enn á ólinni.
„Ég var bara að gefa Elizu Murphy
maklega ráðningu,“ sagði hún ró-
lega. Hún var að Ijúga upp á Benja-
mín.“
En Eliza hélt áfram mótþróa sín-
um þrátt fyrir höggin. Ekkert af
áróðri konungsins, ekkert af loforð-
um hans um eilíft líf eða hótunum
um eilífa útskúfun gat fengið hana
til að láta undan. Eliza barðist af
öllum kröftum síns veikbyggða lík-
ama. Það var með grimmilegu valdi,
að hinn síðskeggjaði konungur gat
loks hreinsað blóð hennar.
Hann tók hana með sér í síðustu
ferð sína til High eyju á því ári.
En þegar hún sýndi enn þrjózku í
Hringhúsinu, ákvað hann að beita
róttækari aðferðum. Það var annar
uppreisnarseggur í kvennabúrinu,
stúlka, sem hét Jessie Wheeler. Þeg-
ar hann var ferðbúinn og var að
leggja af stað til Benton Harbor,
gekk hann afsíðis með þeim.
„Ég hef verið þolinmóður við ykk-
ur báðar," sagði hann. „en afstaða
ykkar til blóðhreinsunarinnar er ó-
virðing við guðdóminn, og það er
ekki hægt að þola þetta lengur. Þið
verðið að lofa því, að héðan í frá
munið þið framkvæma þennan helgi-
sið með virðingu og undirgefni, ell-
egar skil ég ykkur eftir hér á eyj-
unni í vetur.“
Stúlkurnar horfðu á hann í
þrjózkufullri þögn.
„Allt í Iagi“ tautaði hann reiður.
„Við skulum sjá hvað setur!“
Benjamin Franklin Purnell var
sannfærður um það, að þegar hann
2g - VIKAN 10. tbl.