Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 34
sig. Hann kreppti hendurnar aS
brún kennarapúltsins svo hnúar-
nir hvítnuðu og hvessti augun á
andlitið mcð þessum silkimjúka
tígrisdýrssvip.
— Út með þig, skipaði hann.
— Þú getur komið aftur, þegar þú
ert undir það búinn að biðjast
afsökunar — en ekki heldur fyr .. .
Það fór lágur þytur og ókyrrð
um bekkinn á meðan Link Ketter-
man tók saman bækur sínar, hægt
og rólega eins og ekkert væri um
að vera, og gekk síðan til dyra,
hnarreistur og með glott um var-
ir.
— Við höldum þá áfram, sagði
liann.
En það kom hik á hann andartak,
því að nú spratt Lea úr sæti sínu,
greip titrandi höndum fyrir munn
sér og hljóp á dyr. Jim reyndi að
halda áfram kennslunni eins og
ekkert hefði í skorizt, enda þótt
hann fynndi að liann gat ekki hald-
ið röddinni fyllilega i skefjum, og
nemendurnir gátu ekki einbeitt sér
sem skyldi að námsefninu, eftir þá
truflun, sem þeir höfðu orðið fyrir.
Hann fann það á sér, að hún
mundi koma inn þegar nemend-
urnir væru farnir, svo sterkt var
sambandið þeirra á milli. Hann sat
enn í púlti sinu og skrifaði i bekkj-
ardagbókina, þegar hann heyrði
fótatak hennar.
— Ég ætla ekki að fara að tala
um það, sem kom fyrir áðan, sagði
hún þvermóðskulega, en augu henn-
ar voru tárvot. En ég verð að segja
þér, að öllum nemendunum finnst
að þú hafir komið illa fram . . .
— Kannski hef ég líka gert það
Hún starði undrandi á hann.
— Mér finnst að það sért þú,
sem eigir að biðja afsökunar,
hætti hún við. — Biðja okkur
bæði afsökunar á að þú skyldir
haga þér þannig við okkur. Og
bekkjarsystkin okkar eru öll á
sama máli um það.
— Það var alls ekki ætlun min
að særa þig. Og ég bið þig afsök-
unar — en ekki hann. Lea, taktu nú
eftir, þvi, sem ég segi. Þessi pilt-
ur er þín ekki verður. Þú veizt,
að ég hef aldrei haft neitt að at-
huga við það, þótt þú kynnist öðr-
um drengjum á þínum aldri. En
þessi Link . . .
-— Ég elska hann, pabbi, sagði
hún af einlægni.
Það hneit honum að hjarta. Þessi
orð voru svo laus við alla tilgerð.
Svo sönn . . .
— Ég virði einlægni þina, sagði
hann að lokum. En þú þekkir hann
ekki rétt, piltinn. Og mér kemur
ekki til hugar að biðja hann afsök-
unar. Hann storkaði mér svo í
viðurvist allra nemendanna af á-
settu ráði, að ég hlaut að fara
þannig að.
Hún vissi hvar takmörkin lágu.
— Jæja, ég verð að fara sagði hún.
Mannna bað mig um að minna þig
á að kaupa áklæðið á stólinn.
— Alveg rétt, sagði hann.
— Berðu henni kveðju mína, og
segðu henni að það geti dregizt
nokkuð, að ég komi heim. Ég verð
að ganga frá skýrslunni fyrir
skólafundinn. Ég fæ inér matar-
hita úti i hæ, vina mín . . .
Klukkan var orðin hálfátta um
kvöldið, þegar liann hafði lokið
við skýrsluna og lagt hana á skrif-
borð rektorsins. Það var niðaþoka
úti fyrir og myrkt yfir borginni,
og hann sá eftir að liafa látið
Shirley fara með bílinn á verkstæð-
ið. En livað um það; þýðingarlaust
að draga það lengur að láta smyrja
hann og athuga. Já, og ekki mátti
liann gleyma að kaupa áklæðið,
hugsaði hann.
Þeet var eitt af þeim kvöldum
þegar verzlanirnar voru opnar leng-
ur frameftir, og götuljósin og
Ijósaauglýsingarnar skinu eins og
annarlegar sólir í þokunni, þegar
hann kom inn á aðalgötuna. Hann
var í sólskinsskapi og leid eins og
hezt varð á kosið.
Andartaki seinna kom hann auga
á skærbláa sportbílinn, þar sem
hann stóð úti fyrir bílaverzlun. Og
þegar hann gekk framlijá, fann
hann einhvern stara á sig. Honum
varð litið um öxl — Link Ketter-
man stóð fyrir innan .gluggann og
horfði á hann, fast og glottandi,
nokkur andartök, en sneri sér svo
aftur að afgreiðslumanninum og
fór að tala við hann.
Tígrisdýrið, hugsaði Jim með
sér. Og um leið varð hann enn
gripinn þessum annarlega og óskilj-
anlega ótta. Þetta er vonlaust tafl
fyrir mig, hugsaði hann. Strákur-
inn er slægvitrari en ég, og hann
svífist einslcis.
Jim fór inn í aðra verzlun þar í
grenndinni og keypti áklæðið. Þeg-
ar liann kom út aftur með böggul-
inn undir hendinni, var þokan enn
svartari en áður. Hann gekk yfir
götuna, og það var öllu fremur að
hann fyndi það á sér, en að hann
heyrði það eða sæi, þegar billinn
kom á fleygiferð, svo að það var
með naumindum að honum tókst
að skjótast undan upp á gangstétt-
ina. Link Ketterman sat við stýrið.
Leit hvorki til hægri né vinstri.
Hann hlýtur að hafa séð mig,
hugsaði Jim. Og hann veit að ég
er á leiðinni heim. Það var óþægi-
leg tilhugsun. Hann hafði hringt
heim úr matsölustaðnum. Báðir
litlu krakkarnir voru komnir upp
í rúm og sofnaðir. Og Shirley hafði
sagt honum að Lea sæti inni og
læsi lexiurnar. Það var því eigin-
lega ekki minnsta ástæða til ótta.
Og þó. Hann komst ekki hjá því
að ganga veginn eftir gjánni á
heimleiðinni. Þar var bratt og veg-
urinn ólýstur með öllu, klettarnir
báðúm megin, og svo þröngt, að
vegurinn lá út að þeim ineð báðar
brúnir. Klettarnir voru mosagrón-
ir, snarbrattir og ógengir. Á stöku
stað liafði furan náð að festa þar
rætur í skorum og sýndist vaxa ská-
hallt upp á við, út úr berginu.
Og hann veit að ég er ekki í
bílnum, hugsaði Jim.
Hann sá ekki fyrr en um seinan
að Fred Elkins lögregluþjónn ók
framhjá honum í lögreglubílnum.
Skollinn sjálfur, hugsaði hann,
jiarna hefði ég getað fengið far, ef
ég liefði haft augun hjá mér. Sem
snöggvast kom honum til hugar að
taka leigubíl, en skaut því frá sér.
Ekki má ég gera mig lilægilegan
i augum fjölskyldunnar . . .
Það var blæjalogn, þegar liann
kom upp i gjána, og þokan þar svo
þétt og svört, að manni fannst hún
leggjast að sér eins og eitthvert
farg. Einkennilegt, hugsaði hann,
hve sjávarniðurinn heyrðist greini-
lega í kvöld. Og það var eins og
hann yrði enn greinilegri, eftir því
sem kom ofar i gjána; þar sem var
svo þröngt á milli klettaveggjanna,
að einungis einn bill gat ekið þar
um í einu og mátti þó cngu muna.
Að minnsta kosti hafði það komið
fyrir Shirley að skrapa þar gljáann
af bílnum. Þrengst var þar sem
litla furuhríslan stóð út úr kletta-
skorunni í rúmlega seilingarhæð
út yfir veginn. Þar hafði Shirley
livað eftir annað . . . jæja, sleppum
því, liugsaði hann.
Nci, þetla gat ekki verið sjávar-
gnýrinn; það var of liátt og sam-
fellt hljóð til þess. Hann nam stað-
ar sem snöggvast. Þetta var ekki
heldur liafgnýrinn, það var hreyf-
ilgnýrinn í „bláu þotunni". Hann
beið eftir honum þarna uppi á
brúninni. Ætlar að aka á mig og
drepa mig, þegar hann sér mig
koma upp þrengslin og veit að
mér er ekki undankomu auðið,
Framhald á næstu síðu.
- VXKAN 10. tbL