Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 17
Wallis tók að brjóta heilann um það, hvar og hvernig sprengju- flugvél gæti gert Þjóðverjum mest tjón. Fyrst ekki var unnt að sprengja allar vopnasmiðjur þeirra í loft upp, var þá ekki snjallræði, að snúa sér að einhverjum vissum lykilstöðvum? Og hví þá ekki að sjálfum orkulindum iðnaðarins? Því dýpra sem Wallis sökkti sér niður í þetta viðfangsefni, gerðist' hugar- flugi hans tíðfarnara inn á nýjar leiðir. í styrjöld jafnt sem friði voru höfuð orkulindir hins þýzka iðnaðar kolanámur, olíubirgðastöðvar og vatnsorkuver. Án kola, olíu eða rafmagns gat enginn iðnaður, ekkert flutningakerfi þrifizt. Engar vopnasmíðar, ekkert stríð. En með þeim sprengjum sem nú voru fyrir hendi, var ein- { ungis hægt að veita þessum voldugu orkulindum smávægilegar skrámur. Állyktunin lá ljós fyrir — að minnsta kosti fræðilega: Stærri sprengjur. Miklu stærri. 1 Þannig var það, sem þetta byrjaði. Það virðist undur einfalt nú, en þá var það þveröfugt við það, sem fræðimenn flughern- aðar um heim allan töldu hið eina rétta. Nokkrum vikum eftir að styrjöldin hófst, fluttu Wickers- smiðjurnar teiknistofur sínar í gamait hús fyrir utan Weybridge, og þar hóf Wallis að kynna sér allt viðkomandi sprengjum, í matmálstímum sínum. Með nokkrar brauðsneiðar á borðinu hjá sér sökkti hann sér niður í sprengjuefnafræði, sprengjutækni og loftaflfræðilega sprengjubyggingu, lúning, steypu og yfir- borðssmíð sprengjuhylkja, ýmsar kenningar um létt og þung hylki, kveikjupípur og miðunarfræði. Eftir að hann kom.heim á kvöldin, hélt hann áfram tímum saman og gleymdi öllu sem í kringum hann var. Fjölskyldan gat ekki einu sinni náð tali af honum í síma. Þótt sprengja hefði sprungið í nágrenninu, hefði hann fráleitt veitt því athygli, ellegar þá að hann hefði hraðað sér á vettvang til að athuga, hvaða sprengiefni og hylkistegund hefði verið notuð. Þegar veturinn 1939 gekk í garð með hörkum sínum, var hann svo ’angt kominn, að hann gat tekið að kynna sér hinar þýzku orkuhndir. Kolanámurnar? Nei, það var óhugsandi. Hvernig var hægt að sprengja upp námugöng, sem voru 50 til 100 nv :a uiidir yfirborði jarðar? Vera kynni að hægt væri að hitta i>ftinöngin cg eyðileggja lyfturnar með þungum sprengjum. En þrð var fljótlegt að endur- bæta. Olían? Rúmensku olíulindirnar voru of iangt í burtu, fyrir sprengju- flugvélar þær er þá þekktust. Þýzku hreinsunarstöðvarnar sem framleiddu gerviolíu, voru sterklega byggðar og vel varðar. Ef til vill áttu þungar sprengjur hér hlutverki að gegna? Vatnsvirkjanirnar? Á Þýzkalandi var einkanlega um að ræða þrjár geysimiklar stíflur — Möhne, Eder og Sorpe. Þær voru allar í Ruhrhéraðinu og sáu beinlínis öllum hinum tröllauknu vopna- smiðjum landsins fvrir nægu vatnsmagni. Þjóðverjar þurftu átta lestir af vatni til að framleiða eina lest af stáli. Hér biðu freist- andi möguleikar. Möhnestíflan girti fyrir Möhnevatnið, þar sem áin Heve rennur út í Ruhrfljótið og sá um vatnsmiðlunina, svo að prammar með kolum, stáli og brynvögnum kæmust að og frá hinum miklu járn- og stálsmiðium. Það voru 134 milljónir lesta af vatni í Möhncvatn- inu. Ederstíf1 an rirti fvrir Ederfljótið og stöðvaði það í Edervatninu, sem tók 212 milljónir lesta vatns og annaðist vatnsmiðlunina í Mittelland skurðinum, sem er næststærsti skipaskurður Þýzkalands. Jafnvel stórborgin Kassel, sem stendur 60 kilómetra frá Ederstöð- inni, fékk vatnsafl sitt frá henni. Sorpestífian stöðvaði annað fljót í Sorpevatni. Möhnestíflan var fjörutíu metra há. Við jörð var hún þrjátíu metra þykk, en efst um átta metra. Eder var enn stærri. 250 kílóa sprengja myndi ekki geta skemmt hana minnstu vitund. Og Sorpe- stíflan var jafn tröllaukin. Hún var gerð af tveim sniðhöllum torf- görðum, með steypuvegg innan í. í tæknibókasafni einu gróf Wallis upp nákvæma lýsingu á gerð stíflanna, os hann gat varla ráðið við sirr, er honum varð ljóst hvað það myndi hafa í för með sér, ef þær yrðu sprengdar í loft upp. Stálsmiðjurnar og aðrar hergagnaverksmiðjur yrðu sviptar vatni því, sem þær gátu ekki án verið ef framleiðsla þeirra átti ekki að stöðv- ast. Og það myndi aftur leiða til óteliandi „umferðarhnúta“, er seinkað gætu fyrir eða algiörle^a stöðvað afgreiðslu á skriðdrekum, eimreiðum, vopnum, flugvélum — bókstaflega öllum hergögnum. Að ekki væri minnzt á þau ósköp er gerðust, þegar hinn ofboðslegi vatnsflaumur ryddist öskrandi niður dalina. Allt lét þetta vel i eyrum, hugsaði Wallis. Rökréttar ályktanir. En — þarna var bara eitt athugavert. Stíflurnar voru svo tröllaukn- ar, að sprengjur gátu ekki skemmt þær hið minnsta, þótt þær væru tuttugu sinnum stærri en þá þekktust. Útreikningar Walliss sýndu, að þegar 500 kílóa sprengja springur, verður sprengihleðsla hennar að gasbólu, sem að vísu er ekki stærri en þrír til fjórir metrar í þvermál. Hún veldur þó eyðileggingu utan þess þvermáls, og henni mikilli — bæði af sprengjubrotum I og þrýstingi þeim, sem nefndur er höggbylgja. f lofti er þessi „höggbylgja“ fljót að missa afl sitt. Fyrir áhrif hennar myndi bygging nötra, en ekki hrynja. Eigi hún að valda eyðileggingu, verður hún að mæta einhverju fastara efni en lofti. I Einhversstaðar í heila Walliss örlaði á óljósri minningu um eitt- hvað, sem hann hafði vitað um höggbylgiur, og sem hann hefði nú | átt að geta munað. Hann gat ekki sleppt þessu úr huga sér, en hvert sinn sem hann var að því kominn að rifja það upp, hvarf það honum á ný. Þegar hann loks var ákveðinn í að hætta öllum heilabrotum í þessa átt, kom það honum að óvörum, ljóslifandi. Waterló-brúin! Af einhverjum dularfullum orsökum höfðu komið sprungur í stein- stólpa þá, sem reknir voru niður í botn Temsárinnar, þar sem byggja átti Waterló-brúna. Rannsóknir höfðu verið gerðar, og það voru þær, sem hann hafði lesið einhversstaðar um. Hann tók að leita í bókahillum sínum og fann loksins greinina í tækniriti frá 1935. Rannsóknin hafði leitt í ljós, að sprungurnar í steypuna höfðu orsakazt af höggbylgjum. Þegar steypustólparnir voru reknir niður í árbotninn, mynduðu hin þungu og snöggu högg fallhamranna bylgjur, er þutu gegnum nötrandi steypuna. Er þær náðu botni, ráku þær sig á þétt leirlag, svo þær endurköstuðust upp stólpann aftur með 500 metra hraða á sekúndu. Þegar þær náðu enda stólp- ans aftur, var búið að lyfta hamrinum af honum. Þar mættu þær því engu viðnámi, er gæti rekið þær til baka á ný, svo þær héldu áfram óhindraðar út í loftið. í kjölfar þeirra kom gífurleg sam- þjöppun á steypunni fyrst, en síðan engu minni útvíkkun. Hvort- tveggja gerðist svo að segja samtímis og olli því, að stólpinn sprakk. Framhald á bls. 42 VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.