Vikan


Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 23
VENJULEGA hló Jim og geröi gys að blómsturpottunum, sem Fred Elkins hafði í glugganum hjá sér. Þetta blómaskraut var i svo kátbroslegu ósamræmi við jafn stórskorinn og harðfengan náunga og Fred lög- regluþjónn var. En þennan morg- un hafði Jim Hunter ekki minnstu löngun til að hlæja. í fyrsta lagi var hann skelfdur, og það út af fyr- ir sig var nógu afleitt — en hitt var þó enn lakara, að enginn vildi leggja trúnað á að liann hefði neina ástæðu til að vera skelfdur, hvorki fjölskylda hans, né Fred lögreglu- þjónn, vinur hans. —■ Heldurðu eiginlega að ég sé orðinn svo utan við mig, að ég sjái drauga um hábjartan dag, spurði hann. Fred kveikti sér í vindli og horfði nthugandi á hann yfir stórt skrifborðið á ineðan. — Það hef ég aldrei sagt, Jim. — Hvers vegna trúirðu mér þá ekki? Hvers vegna viltu ekki einu sinni ljá því eyra, sem ég er að segja þér um strákinn Ketterman? Fred sneri stólnum og horfði út gegnum glugann. Það mátti kalla að hann hefði þarm útsýn yfir ,alla borgina; hús, máluð í pastel- lituin, í löngum röðum alla leið niður að flæðarmáli. — Það getur átt sér stað að þú hafir rétt fyrir þér, sagði hann að lokum. Aftur á móti segi ég ekki að þú hafir rétt fyrir þér. Og það eru nokkrar spurningar, sem mig langar til að leggja fyrir þig. — Til dæmis? — Það er fyrst og fremst skil- greining þín á orsökinni. Að sjálf- sögðu hefur þú öðlast staðgóðá þekkingu á mannlcgu eðli eins og þú hefur lengi verið kennari. En lögregluþjónarnir kypnast þvi tals- vert lika. ■— Hvað áttu við? — Þú segir aö pilturinn sé flug- gáfaður? —- Já, hann er óvenjulega vel gefinn. Hann hefur alltaf fengið hæstu einkunnir. En ég hef van- metið hann. Lea dóttir min var nærri búinn að klóra úr mér aug- un fyrir það. En hann átti það skil- ið. —- Dóttir þin. já. Þær eru jafn- aldra, dóttir mín og hún. Jú, ég veit hvernig okkur, feðrunum, líð- ur þegar dæturnar bvria að vern á þessu göltri með strákum. Það er ekki hægt rð kalla það góða líðan — sizt jiegar þær fara nú lika rð hafa við orð að gifta sig. — Það hef ég komið í veg fyrir. Hvorugt þeirra hefur enn lokið menntaskólanámi. En ég skil hvað þú ert að farn. Þú átt við að það sé ómeðvituð andúð mín á Ketter- man, sem veldur þvi að ég held því fram að hsnn sé glæpaþrjótur. -—■ Ekki munt þú geta neitað þvi að orsakirnar fyrir breytni manna séu ekki elltaf rökréttar. Ég á við hinar raunverulegu or- sakir. -—- Auðvitað. Og auðvitað geri ég mér grein fyrir ábyrgð minni gagnvart dóttur minni. Það má lika vera að ég sé ekki laus við af- brýðisemi gagnvart stráknum. En það veit ég fyrir víst, að hann er eitt af þessum sígildu dæmum um glæpsjúka. Aðlaðandi, glæsilegur og gáfaður. Og honum er mjög vel Ijóst hvað fólk almennt telur rétt og rangt. Hann hallaði sér fram á borðið. —- Hann veit það, Fred, en hann lætur sig það einu gilda. Það eitt, sem hann vill, er rétt. Og allt, sem cr gagnstætt því, sem hann vill, er rangt. Og nú er hann staðráð- inn í að myrða inig. — Lögin krefjast sannana fyrir slílcri fullyrðingu, svaraði Fred. Jim hafði sannanirnar á reiðum höndum. Hann hafði rætt málið við Shirley, konu sína, svo að af- staða Freds kom honum ekki á óvart. Og hann hafði geymt kúluna þangað til siðast, þar sem hún var óvefengjanlegasta sönnun hans. Hann lagði hana á skrifborðið. — Hér hefurðu sönnunina, sagði hann. Fred tók kúluna upp af borðinu og sneri henni með forvitni í svip milli þumals- og vísifingurs. — Ég náði lienni út iir þilborð- unum, rétt fyrir ofan höfuð á mér, þar sem ég sat. — Áttu við að pilturinn hafi skotið á þig? —■ Já, það er nú flisin, sem við ris, sagði Jim. — Hann liefur sína skýringu handbæra, pilturinn. Hann vissi að ég sat við vinnu í skrifstofu minni. Hann sá inn til mín neðan af götuslóðanum ofan að sjónum, þar sem hann og Lea voru að æfa sig á að skjóta í mark. — En ekki hafa þau skotið í átt- ina heim að liúsinu? —■ Nei, þau sluitu í áttina frá húsinu. Jú, liann er slægvitur, strákurinn, það vantar ekki. Ég sat þarna við skrifborðið, niður- sokkinn í vinnu mína — og svo.. . Ég vissi ekkert um um kúluholuna í vegginn fyrir aftan mig, ekki fyrst i stað; tók bara eftir gatinu, sem kom á rúðuna. Mér lirá ónota- lega og leit út. Sá hvar Lea stóð með hendurnar fyrir andlitinu, en strákurinn Ketterman lá flatur á jörðinni með byssuna í höndunum. -— Og hvað sagði hann? —■ Kvaðst liafa hrasað um stein; það vildi svo til að Lea liafði horft í aðra átt, niður að ströndinni, þar sem skotmarkið var. — Eru jictta allar sannanirnar? — Allar? Hvað viltu liafa þær ljósari? — Heldur þú að Lea sé reiðubú- in að bera það fyrir rétti, að hann ha,fi reynt að myrða þig með vilja? — Hún gerir sér i hugarlund að hún elski hann. Kannski gerir hún það lika. Ég veit minnst um það. Ilann reis úr sæti. — Það var nú ekki annnð, sagði Iiann. En muna máttu það, að ég hef reynt að leiða þig í allan sann- lcika. Fred lögregluþjónn beit á vör- ina. -—• Hvað vittu að ég geri? Fái Framhald á bls. 32. DÝRIÐ Pilturinn var vel gefinn og kom vel fjTÍr, og hann lét ekki skína í klærn- ar. En Jim vissi, að kúlan, sem flaug við höfuð honum var ekki voðaskot. Og fyrr eða síðar myndi glytta á klærnar að nýju . . . . • " 23 VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.