Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 10
I GÍSLASON. BJARNI M. FORSPJALL FYRIR NEMENDUR Það er að verða heimsfrægt, hve mikil velmegun ríkir á Norð- urlöndum, og hve allt er vel skipulagt með velmegun fyrir augum. En sú spurning breiðir meira og meira um sig, sérstak- lega í Svíþjóð, hvort norrænu þjóðirnar séu að kikna undir vel- meguninni andlega séð. í barátt- unni við efnis- og stundarhyggj- una, sem hefur aukið velmegun manna, en gert þá á margan hátt minna hamingjusama en fyrr, standa lýðskólarnir upp úr sem ósigraðar borgir siðfræði- legra hugmynda, og margir líta vonaraugum til þeirra sem varn- arvirkja gegn andlegri auðn. Hér á landi hafa komið fram hug- myndir um að byggja lýðskóla, kannski af því við erum líka farnir að hugsa meira um þægi- legan stofuhita og stundaránægju en andlegar lífsskoðanir. Af þess- um ástæðum birtir VIKAN hér nokkrar myndir af dönskum lýð- skólum. Margir þeirra hafa kenn- ara frá öllum Norðurlöndum, enda eru skólarnir formæl- endur norrænnar samvinnu. fs- lenzka kennara hefur þá þó vant- að hingað til, en um margra ára skeið hefur Bjarni M. Gíslason rithöfundur ferðazt milli skól- anna og haldið fyrirlestra um ís- land og íslenzka menningu. VIK- UNNI fannst því sjálfsagt að ræða við hann um skólana, og birtist samtalið við Bjarna hér á síðunni. Fæðing okkar úr bændaþjóð gengur ekki liljóðlaiist, frekar en aðrar fæðingar. En þegar menn uppgötva að margt í þeim skiptum liefur verið eftirsókn eftir vindi, hefst tilraun til að vaxa upp úr þýðingarleysinu á ný. Þannig hefur það verið hjá öðrum þjóðum, og ein merkasta tilraunin til að vekja persónulegan manndóm og myndugleik og fá æskuna til að átta sig á umbrotatímunum, er að margra dómi lýðskólarnir. Að minnsta kosti liika ekki Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar við að benda á þá sem sérstakt aðalsmerki í menningu þeirra, þjóðlegt og alþjóðlegt í senn. Einhvern veginn sóttu sarntöl sem blaðamaður Vikunnar hafði um þetta efni í Danmörku jiannig að honum, að hann skrapp til nokkurra lýðskóla og tók myndir af þeim. Allt eru þetta myndarlegar byggingar með mörgum nemendum, og sumir skólarnir eru alveg splunkunýir, og það virðist stöðugt þörf á að byggja fleiri. En það gefur auðvitað litla bugmynd um starfssvið skólanna þó maður taki myndir af þeim, og rökvísi i því efni er ekki liægt að afla sér á nokkrum dögum. Þegar myndatökunni var lokið sneri Vilcan sér þess vegna til Bjarna M. Gíslason- ar rithöfundar og beindi að honum nokkrum spurningum um starf þeirra. Bjarni hefur í meira en aldarfjórðung starfað í nánu samhandi við lýðskólana, og er, eins og öllum er kunnugt, sá maður, sem sameinaði átök lýðskólamanna á Norð- urlöndum um lausn handritamálsins og gaf þeim margvísleg rök í hendur gegn steinrunnu afturhahli ýmissa svokallaðra sérfræðinga. Bjarni sat í stofu sinni undir íslenzka fánanum, þegar við heimsóttum hann, og þaðan flutti liann sig ekki með an samtalið fór fram. —- Geturðu sagt okkur, Bjarni, hvers konar kennsla fer fram á lýðskólunum? Það er hægt að kynna sér þetta með því að fá lánaða skólaskrána hjá einhverj- um lýðskóla. I almennum kennslugreinum eins og t. d. reikningi og tungnmála- kennslu er námið ekki frábrugðið frá prófskólum að öðru leyti en því, að það er engin prófskylda. Höfuðnámsgreinin getur verið breytileg frá skóla til skóla. Það er t. d. lýðháskóli á Fjóni sem kallar sig Lýðskóla garðyrkjumanna, og þar er garð- yrkja höfuðnámsgreinin. Og það er til lýðskóli fyrir f jölskijldur í Árósum, og þar er fjölskyldufræði i fremstu röð námsgreinanna. Svona mætti lengi telja. En þó höfuðnámsgreinin fari j^annig eftir heiti skólans, og hver geti valið sér lýðskóla- námskeið eftir sinni þörf eða starfi, er grundvallaratriði skólanna að miklu leyti alls staðar hið sama: Að maðurinn sem siðmenntuð vera sé undirslaða framtíðar- innar, en óborinni framtíð sé ekki hægt að rétta hönd án þess að byggja á hugsjón- um sem eru sldrðar í eldri reynslu mannkynsins. Þess vegna fylgir hugsjónafræðsla öllum lýðskólum, og það er í sambandi við þá lifsskoðun, að kristindómurinn, sem segir að sannleikurinn geri okkur frjálsa, er álitinn háleitasti mælikvarðinn til að láta hið sérstæðasta í eðli hvers manns vaxa og dafna. — Þú sagðir að kennslan væri að ýmsu leyti ekki frábrugðin prófskólum, en Iivers vegna eru þessir skólar þá óháðir almennri skólalöggjöf ríkisins og óháðir kirkjunni líka? — Þegar aðaláherzla andlegs uppalanda er lögð á frelsi, er það ekki gert til að komast hjá jijóðfélagslegum skyldum, heldur til að taka sér þá skyldu á herðar, að beina manndómi og drengskaparanda inn á svið heilbrigðrar skynsemi og frá gjörn- ingaþoku alls konar áróðurs. Stjórnmál skipta slöðugt um svið, en það gerir ekki mælikvarði sannra hugsjóna og trúarlifs. Það er alveg sama, hvaða stjórnmálaflokk- ar sitja á fremstu bekkjunum, barátta þeirra um atkvæðamagn er aldrei líkleg til að hefja æskuna til jiroska. Að minnsta kosti er reyndum dönskum stjórnmálamönn- um það ljóst, að jafnvel þótt dægurmál stjórnmálabaráttunnar snúist um ýmisleg mikilvæg atriði, komi þar oft meira fram peningaatriði, en það ennþá mikilvægara, sem að hugsjón lýtur. Þess vegna styrkja þeir lýðskólana sem frjálsa skóla, af því þeir viðurkenna að menningarlegur andi þeirra snýst elcki um hentistefnur eða flokksræði heldur hjálpar æskunni til skilnings á sönnu lýðræði. — En hvernig með kirkjuna? Hvers vegna eru þeir óháðir henni úr því þeir að- hyllast kristindóm? Framhald á bls. 46. JQ — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.