Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 16
ÍSKAMMDEGIS- FJGTRUM eftir RI(K RUBIN Norman Cross kenndi fyrst höfuðverkjarins regnrökkvað laugardagskvöld í byrjun nóvember, skömmu eftir að hann kom til baka frá eiginkonu sinnij eða nánar tiltekið fyrrverandi eiginkonu sinni. Hann liefði ekki í'arið að heimsækja hana, ef allt hefði verið með felldu; þau liöfðu nú verið skilin að borði og sæng hátt á fjórða mánuð, en Connie liafði hringt til hans og sagt að hún lægi í inflúensu eða einhverri slíkri umgangs- veiki, og hún átti engan matarbita heima, og bað hann að færa sér einhverja súpu og eina mjólkurhyrnu og tylft af eggjum. Norman bjó þarna i grenndinni, svo það var ekki neitt óinak fyrir hann að skreppa í verzlunina á næsta götu- horni og ná i þetta sem Connie bað um og skreppa með það upp til hennar. Þegar hann kom upp í íbúðina til hennar, lá liún í rúminu, rjóð i andliti af sótthita, tekin til augnanna og vesældarleg, svo að það var ekki nema eðli- legt að hann hitaði súpuna handa henni og smyrði handa henni brauðsneið. Hann bar henni matinn inn í svefnherbergið, sem verið hafði svefnherbergi þeirra beggja fyrir tæpum fjórum mánuðum, og það vottaði fyrir brosi á andliti liennar, þegar hún byrjaði að borða. „Þú ert heppin, að það skuli vera laugardagur“, varð Norman að orði. „Ef ég hefði ekki verið laus úr vinnunni mundir þú liafa soltið heilu hungri. Það er ekki nokkur ætur biti í isskápnum.“ „Ég veit það,“ svaraði Connie. „Ég hef ekki borðað svo mikið að undanförnu." „Þú verður að bera meiri umhyggju fyrir sjálfri þér,“ sagði hann. „Þú liálfsveltir þig, og svo verðurðu veik og neyðist til að kalla mig þér til hjálpar.“ „Það er satt,“ svaraði Connie. „Mér þykir fyrir því, að ég skyldi fara að liringja til þín, væni minn.“ „Það var ekki þannig meint,“ sagði hann. „Hvers vegna berðu mér alltaf á brýn að ég hugsi eingöngu um sjálfan mig? Ég var alls ekki að kvarta yfir því, að þú skyldir hringja til min. Þér er velkomið að liringja til min, hvenær sem þú þarft einhvers með.“ Hún hálfsat uppi, studd af svæflum, hélt á diskinum i annari hendi og hámaði í sig súpuna með hinni, og ábreiðan hafði færst niður, og það skein í annað brjóst hennar bert. Hún flýtti sér að breiða yfir það, en um leið og Norman sá það minnti það hann á allar þær ótal stundir.sem þau höfðu átt saman áður en þau skildu. Það var ekki að sjá að hún gerði sér grein fyrir þeim áhrifum, sem þessi sjón hafði á hann, en honum fannst sem liún hlyti að hafa gert það af ásettu ráði að láta ábreiðuna færast niður, og jafnvel, að það væri líka af ásetningi að hún lá allsnakin undir henni. Hún vildi ekki viðurkenna hina raunverulegu og djúpu örðugleika, sem verið höfðu á sam- búð þeirra, hún vildi eingöngu ná valdi yfir honum með því að koma róti á tilfinningar hans. „Jæja, ég verð að fara,“ sagði hann. „Þú lætur mig vita, ef þig vanhagar um eitthvað.“ „Ég geri ráð fyrir að það verði allt í lagi með mig, vinur minn,“ sagði hún. „Jæja, en þú skalt ekki hika við að hringja til mín, ef þú skyldir þurfa ein- hvers við.“ Hann hélt á brott og heim í sína eigin íbúð. Það rigndi stöðugt, ekki sérlega mikið, loftið var grámózkulegt, það virtist lengra liðið á kvöldið en klukkan sýndi. Jafnvel þótt liiminninn hefði ekki verið skýjum hulinn, var sól svo lágt á lofti að hún hefði ekki náð að skína yfir hæðirnar, suður og vestur af borg- inni. Norman gekk álútur til þess að regndroparnir rynnu ekki niður með háls- líninu. Honum þótti sem nú væru framundan langir mánuðir með sífelldri rigningu og leiðindaveðri, og sú tilhugsun gerði hann dapran og leiðan. Og þegar hann var kominn heim, einmitt þegar hann var að fara úr yfir- höfninni, kenndi hann fyrst höfuðverkjarins og um leið varð hann eitthvað undarlegur í augunum. Hann gat séð skýrt það, sem hann beindi þeim að, en umhverfis það varð allt í móðu og á iði, og hann gat ekki beint þeim að neinu sérstöku til lengdar; þau hvikuðu til án þess að hann fengi nokkuð við ráðið, rétt eins og þau vildu flýja þessa annarlegu móðu og allt þetta óskiljanlega ið og kvik. Og höfuðverkurinn sjálfur lýsti sér sem sár og sterkur þrýstingur fram- an í höfðinu. Þessi skyndilegi höfuðverkur olli Norman áhyggjum. Hann fór inn í baðher- bergið og tók inn tvær arpirintöflur, kom siðan aftur fram í setustofuna og Framhald á bls. 40. 20 — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.