Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 7
Það þarf meira hugrekki til
þess að sækja kirkju en láta það vera,
vegna þess að það er tízka, venja,
að trúa ekki opinberlega og fara ekki í
kirkju. Hvers vegna eru þá þessir
sömu menn að láta skíra börn sín
og ferma þau?
Börnin taka sjálf þátt í söngnum og
syngja af hjartans lyst.
Ljósmynd; KBISTJÁN MAGNÚSSON.
Séra Emil meö bömin sin.
Það var kyrrt og hlýtt rigningar-
kvöld i febrúar. Ég stóð í dyrum
Hilmis h. f. og beið eftir séra Emil
Björnssyni. Hann ætlaði að koma og
spjalla við mig um ýmis mál
kirkjunnar — þessi mál, sem tizkan
og tíðarandinn vilja helzt ekki
vita af, nema til að niðra og tala
lítillækkandi um. Ég hafði valið
séra Emil til að ræða við um þessi
mál, — kannski af þvi að ég
kannaðist svolítið við hann gegnum
okkar sameiginlega starf, en
auk prestskaparins stundar hann
fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu,
eins og margir vita.
Svo kom hann, virðulegur og al-
þýðlegur i senn, og við komum
okkur fyrir í beztu stólunum á
skrifstofunum. Séra Emil fékk sér
í nefið, en ég fékk mér sígarettu.
Svo hófst samtalið:
— Segðu mér fyrst, séra Emil, er
kirkjusókn hér á landi í rauninni
jafn slæm og talað er um?
— Ég myndi segja, að það væri al-
mennt talað orðum aukið. Hún
er ekki eins léleg, og menn hafa
hverjir eftir öðrum.
Ýmsar samkomur kirkjunnar eru
vel sóttar hér á landi, svo sem
hátíðamessur, fermingar, barna-
samkomur og þess háttar, þá eru
kirkjurnar jafnvel of litlar. Ég get
til dæmis borið þetta saman við
kirkjusókn í Bretlandi, af því ég
var þar I fyrra. Ég myndi vilja
segja, að kirkjusókn hér væri al-
mennari en þar. Þar skiftist fólk
meira í kirkjufólk og ekki kirkju-
fólk. Kirkjufólkið sækir kirkjurnar
að staðaldri, en ekki Ikirkjufólk
kemur ekki i þær. Hér eru flestir
kirkjumenn og ckki kirkjumenn i
senn, þvi þótt menn komi almennt
ekki til kirkju á sunnudögum, koma
flestir einhvern tíma til kirkju
eða njóta kirkjulegrar þjónustu. Ég:
álít, að hér komi hlutfallslega fleiri
til kirkju einhvern tima en víðast
erlendis. Og miðað við öll þau
ósköp, sem eru af samkomum i
okkar litla þjóðfélagi, finnst mérf
að kirkjan megi vel við una,
þótt ekki séu allar kirkjur fullar
á hverjum sunnudegi. Á hljómleika
kemur oftast nær sama fólkið.
Fyrirlestra i háskólanum sækir
tiltölulega þröngur hópur, en það
er almenningur, sem sækir kirkjurn-
ar, þótt ekki sé á hverjum sunnu-
degi.
— Þegar talað er um lélega kirkju-
sókn, er þá ekki einkum miðað
við hina gömlu góðu daga, þegar
ekki var um aðrar samkomur að
ræða en messur?
■— Jú, ég er hræddur um það. Það
Framhald á næstu síðu.
VIKAN 13. tbl. — rj