Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 51
reysti, þegar áheyrendurnir risu úr sætum sínum og ræddu hver í kapp við annan á meðan þeir höfðu sig á brott úr salnum. Frú Ohnhausen reis róleg úr sæti sínu og gekk fram í vitnastúkuna. „Nú þarf mín víst ekki lengur við?“ spurði hún. „Nei, þakka yður fyrir frú,“ sagði meðdómarinn. „Þér megið fara.“ Réttarþjónarnir önnuðust frú Rupp. Þvert á móti öllum réttar- venjum gekk Droste dómari til hennar, þegar hann hafði tekið sam- an skjöl sín og yfirgaf dómarasætið. Hann langaði til að segja einhver huggunarorð við hana, eftir allar þær þjáningar, sem hann hafði neyðzt til að valda henni, en hún heyrði ekki einu sinni til hans. Hún titraði af ekka og hrópaði án afláts, að manni hennar hennar hefði farizt svívirðilega við hana, og hana hefði ekki grunað neitt. „Gefið henni eitthvað róandi, svo að hún sofni,“ mælti Droste, sveip- aði að sér skikkjunni og gekk úr salnum. Frammi á ganginum var enn margt um manninn og mikið talað. Droste fann til nokkurs ó- styrks í hnjánum, það var eins og sigurinn ætlaði að verða honum ofviða í bili. Því að það var ekki neinum vafa bundið, að hann hafði unnið sigur. Réttarstarfsmennirnir óskuðu hon- um til hamingju og þeir eldri í hópn- um slógu á öxl honum, þegar hann hélt til skrifstofukytru sinnar. Perleman hafði verið svo hugul- HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU ? Númer á sniðunum 38 J+0 1^2 44 4G 48 50 Baklengd í cm . . 40 41 42 42 42 43 43 Brjóstvídd ...... 86 88 92 98 104 110 116 Mittisvídd ...... 64 66 70 78 84 90 98 Mjaðmavídd ...... 92 96 100 108 114 120 126 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -j- 5 cm í fald. „ S V A L A I Sendið mér í pósti kjól, samkvæmt I mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem trygg- I ing-u fyrir skilvísri g:reiðslu sendi ég hérmeð ■S kr. 100.00. sz S Stærð......... Litur .............................. g Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá Nafn .......................... Heimilisfang .................. Saumatilleg'g-. Já □ Nei □ samur að hafa heita mjólk og sóda- vatn til reiðu, þegar hann kom og Droste hafði svo sannarlega þörf fyrir að mýkja kverkarnar. Hann þvoði sér um hendurnar, en fannst einhvern veginn að þær yrðu ekkert hreinni að heldur. í sömu svifum var drepið á dyrnar og þingforset- inn gekk inn í skrifstofuna. Droste var enn í skikkju sinni, en hafði tekið af sér hálslínið, og nú þurrk- aði hann sér um hendurnar í skyndi til þess að geta tekið í hönd þing- forsetanum og þakkað hamingjuósk- ir hans. Forsetinn var nokkuð við aldur og með litað yfirskegg, bar alltaf stórt þverbindi og gekk í skraddarasaumuðum diplomat- frakka. „Stórkostlegt, kæri starfsbróðir," sagði hann. „Öldungis stórkostlegt. Þér unnuð þarna sannarlega fræg- an sigur fyrir þessa nýju, sálfræði- legu aðferð. Við, þessir gömlu skarf- ar getum hreint ekki fylgzt með ykkur lengur, ungu mönnunum. Hvaðan kemur yður eiginlega þessi ótrúlega þolinmæði? Stórkostlegt. Og nú byrja yfirheyrslurnar aftur á nýjan leik? Vitið þér það, að þetta einstæða afrek minnir mig að vissu leyti á mál, sem ég hafði með hönd- um sem ungur dómari í Múhlhausen í Elsass, sem var býzkt í þann tíð ...“ Droste setti á sig hálslínið aftur, og hlýddi á langa frásögn af máli, sem minnti ekki að neinu leyti á þetta umrædda mál. Loks hvarf þingforsetinn aftur á brott, eftir að hafa endurtekið viðurkenningarorð sín. Perleman kom inn með máls- skjölin. „Biðjið dr. Eckhardt að koma hingað sem snöggvast," sagði Droste dómari. Perleman hló. „Nú hefur landsyfirréttardómar- inn gleymt því enn einu sinni, að doktorinn er í brúðkaupsferð,“ sagði hann. Hann og kona hans höfðu ekki meira gaman af öðru, en þegar hann sagði henni sögurnar af því hve Droste dómari gat verið utan við sig og gleyminn á smámuni. Dr. Eckhardt hafði nú verið fjarverandi í meir en þrjár vikur, en Droste gleymdi því yfirleitt á hverjum degi. Farmhald í næsta blaði. ýtéS> Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Frystikistur, 2 stœrðir 150 l og 300 l — fyrir heimili, uerzlanir og ueitingahús. VIKAN 13. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.