Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 24
Opel Kadett. Framhald af bls. 31. vindi, það er þægilegra að sitja undir stýri i honum, framsætin eru betri og — og — nei, ég ætlaði ekki að bera þá saman. Það er í einu orði sagt þægi- legt að aka Kadett. Stýrið liggur vel við manni, öll stjórntæki eru handhæg og vinna vel. Það þarf ekki að aka honum eins út i girun- um eins og -— ja, sumum bílum af sama stærðarflokki, og það kemur vel til greina að nota fjórða gir- inn i innanbæjarakstri. 46 hesta vélin er seig og malar notalega, þótt ekki sé hún handa þeim, sem vilja láta bilana lyfta framhjólun- um, þegar stigið er á benzínið. Benzíngjöfin er ekki fjöl, heldur gaffaltýpa, og heldur hátt, að mér finnst. Maður þreytist á þvi að stjórna henni. Kannske er auðvelt að breyta því við hæfi hvers og eins. Gírstönginn er í gólfinu og skiftingar eru liprar og notalegar; gírarnir eru allir samstilltir. Brems- urnar eru léttar og vinna vel. Mælaborðið er einfalt og látlaust, en mælarnir af skornum skammti, aðeins vatnshitamælir, benzínmæl- ir og hraðamælir. Smurmæli og rafmagnsmæli vantar alveg, maður verður að treysta því, að perurnar í smurljósinu og amperljósinu springi ekki. Smellutakkar eru fyr- ir þurrkur og ijós, og einn auka, sem ekki liefur verið tengdur, ef mann langar til dæmis að fá sér þokuljós á bílinn. Það er mikil hugulsemi. Rúðusprauta er stand- ard á Kadett, stjórnað með vinstri fæti. Innsogið er sjálfstætt, og er stillt þar sem lítið ber á undir mælaborðinu vinstra megin. Þar fyrir ofan er miðstöð stillt — hún virðist vera ágæt. Ofan á mæla- borðinu, nánast í gluggakistunni, er gert ráð fyrir sígarettukveikj- ara og ég leyfi mér að efast um, að það sé hentugur staður. Stefnu- Ijósarofinn er á sínum stað, vinstra megin á stýrisleggnum. Flautan er á miðju stýri og ég fann ekkert að því að flautuliringinn vantaði, en honum hefur verið bætt á um þess- ar mundir. Hægt er að læsa stýrinu. Þrátt fyrir litlu hjólin er bíllinn mjög þýður og stöðugur, þótt greitt sé ekið á vonum vegi. Það gerir svokallaður veltiöxull, sem „den Herrn Kadett" er útbúinn með og eykur mjög á stöðugleika hans. Ég fór með hann á Mosfells- sveitarveginn i rigningu, —t- og það eitt, að ekki einu sinni púströrið skyldi losna undan lionum við það, eru talsverð meðmæli ■—■ og ók honum þar allgreitt, nánar tiltekið upp í ólöglegan hraða, og hann rann skeiðið án þess að verða nokkurn tíma fótaskortur. Aðeins einu sinni, þegar ég bremsaði í holuklasa, varð ég var við til- hneygingu til þess að sletta til skottinu, en það var svo lítið, að varla er orð á gerandi. Hins vegar fannst mér hann lítið eitt undir- stýrður á beygjum — hafi tilhneig- ingu til þess að halda áfram út úr beygjunni. Rúmið inni i bílnum er ágætt, 24 — VIKAN 13. tbl. líka fótarúmið aftur í, en bekkur- inn í aftursætinu gefur fulllítinn stuðning við læri háfættra manna, og ég hefði ekki viljað hafa þar hatt á höfðinu. Þó er mér sagt, að þar hafi mestu risar setið með hattana sína og ekki skemmt þá. Það getur verið, ef þeir eru þung- ir i hlutfalli við hæðina, þvi bekk- urinn er mjög mjúkur. Framstól- arnir eru stillanlegir eftir fóta- lengd, og bakið gefur ágætan stuðn- ing við mjóhrygginn. Þar hefur Kaddett vinning yfir — siuna keppinautana. Stólunum er lyft til þess að hleypa farþegum aftur í, eftir að losuð hefur verið festing, sem á að tryggja það, að farþegar aftur i fari ekki viðstöðulaust fram í rúðu, ef ferðin stöðvast af slcynd- ingu. Galli: Stýrismegin tollir sæt- ið ekki uppi af sjálfsdáðum, nema bíllinn halli fram á við. Gólfið er næstum slétt, þvi drifskaftið fylgir ekki lireyfingum afturhásingarinn- ar; kúpan á gólfinu þarf því ekki að vera eins há. Um gólfið: Það er nú ineiri ósköpin, sem dynja upp undir það, þegar sprett er úr spori á malarvegi! Farþegarúmið er mjög rúmgott og vel lagað, með vara- dekki uppistandandi vinstra megin og benzíntank hægra megin. Ef Opel Kadett endist vel, gerðu kaupendur bíla af þessari stærð enga vitleysu i að gefa honum tals- verðan gaum. Og það væri þá helzt boddýið, sem ekki stæði sig — held ég. sh. ☆ Það er kannske rétt að segja frá þv.í í Ieiðinni, úr þvi við erum að tala um Opel Kadett, að liann hefur nú fengið sína eldskirn. Hann tók þátt í Monte Garlo kapp- akstrinum og stóð sig bara vel. Hann var númer 58 af 102 bílum, sem komust alla leið, og númer þrjú af þeim, sem hafa minni mótor en 1000 cc. Þessi kappakstur fei fram á alls konar vegum við alls konar skilyrði, og er það mál manna, að aldrei liafi aksturinn verið erfiðari en einmitt í vetur, en Kadettinn litli lét það ekki á sig fá. Á hverju ári undanfarin 31 ár, nema náttúrlega styrjaldaárin, hef- ur þessi kappakstur verið liáður. Á hverju ári hafa 300 bílar af mis- munandi gcrðum tekið þátt í hon- um. Það er lagt af stað frá átta stöðum viðs vegar i Evrópu, en skilyrðið er að aka 4000 kílómetra frá upphafsstað til Chambéry í Frönsku Ölpunum, en þaðan er svo lagt upp í erfiðasta áfangann: Til Monte Carlo. Til þess að fá að taka þátt i þessum kappakstri verður bíllinn að vera standard gerð, það er að ekki hafi færri en 1000 nákvæmlega eins bílar verið framleiddir á einu ári. Þegar Opel sótti um þátttöku- heimild fyrir Kadett, höfðu aðeins 6—700 Kadettar verið framleiddir, en þegar umsóknin var tekin til meðferðar, var búið að framleiða 8—10.000 bíla af þessari gerð. Kadett var heimilað þátttaka, en með þeim fyrirvara, að ef honum yrði mótmælt af öðrum þátttakend- um, yrði árangur sá, sem hann kynni að ná, ekki skráður. Tveir Danir voru ráðnir til þess að aka bilnum. En þegar átti að leggja af stað frá Stokkhólmi, kom skeyti frá stjórn kappakstursins þess efn- is, að Kadettinn yrði ekki ræstur í kappið eins og hinir, þar sem frammistaða hans yrði ekki skráð. Þetta kostaði nokkrar skeytasend- ingar milli ráðamanna fram á brott- fararstund, og þótt þær bæru ekki tilætlaðan árangur fyrir Iíadett, var endirinn samt góður, því árang- ur Kadettsins var skráður svo sem að framan má sjá. En þótt skilyrði sé, að bíllinn sé standard, er þó ekki öll sagán sögð. Það rná setja á hann aukaút- búnað, allt að 30 kílóum. í krafti þess var settur á hann blöndungur af Kapitan, þrýstihlutfallið aukið úr 7,8:1 í 818,1, svo orkan varð 57 ha við 5200 snúninga í stað 46 lia venjulcga. Fleira var bætt og styrkt i bílnum, m. a. bætt í hann alls konar mælabúnaði. Er nú ekki að orðlengja það, að allt gekk vel, ineira að segja síðasta spölin i Alpafjöllunum, þegar urn 20 bílar féllu út úr keppninni. Þar lentu bílarnir í alls konar ófærð og illviðri, urðu að böðlast gegn um skafla og læðast yfir ísa, fengu ísþoku sem byrgði útsýn og annað eftir jiví. Þarna verða bílarnir að halda ákveðnum hámarkstima milli ákveðinna staða, og það reyndist mörgum ofviða, þótt þeir væru svo heppnir að haldast á veginum. Þetta allt komst Kadettinn litli klakklaust. Sven Ericson á SAAB hafði lang- beztan timann. Ilann var svo lang- fyrstur, að hann hafði tíma til að lireinsa bílinn sinn og bóna, áður en liann kæmi á áfangastað! + Svaladrykkir. Framhald af bls. 2. inum, sem alltaf vildi fá romm út í vatnið sitt. •— Það er ekki vegna þess, að mig langi til að drekka romm, sagði hann, ■— heldur til þess að taka burt þetta vonda vatns- bragð. Þá er komið að hinum vinsælu kóladrykkjum, Kók, pepsí, spuri og hvað þeir nú heita allir. Af þess- um drykkjum er kókið vafalítið vinsælast. Það er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, að Vífilfell, sem fram- leiðir kókið, gæti selt ennþá meira af því, ef það tæki að selja dósa- kók. Margir fslendingar hafa kynnzt dóskakókinu, og flestum finnst það betra en flöskukók, ef einhverju munar. Margir veigra sér líka við það að kaupa glerið með, því það kostar aukasnúning að fara með það aftur út í búð til þess að fá andvirði þess til baka. Þannig verður Vífilfell af mörgum krónum, sem það myndi fá, ef fólk gæti tekið með sér nokkrar dósir, þegar það fer í vinnuna. Þegar almenningur verzlar eins mikið við eitt fyrir- tæki og Vífilfell, verður að krefjast þess, að fyrirtækið gefi þá þjónustu, sem fólkið vill, og fólkið vill fá dósakók. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.