Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 37
var næstum búinn að sigra þau. Tíminn stóð kyrr ... ekkert var til, til að eyða tómleikanum. Þau reyndu að taka sér alls kyns störf fyrir hendur. Það var heppilbgt að það var sunnudagur, en ennþá heppi- legra að móðir Kents skyldi vera veik. Hún hringdi og sagði að hún og faðir hans myndu ekki koma í þessa venjulegu heimsókn sína. Þau voru saman ... öll þrjú. Síð- degis hafði Kent lokið við allt ... alls konar störf síðasta árs ... og enn voru margar stundir til stefnu. Þau fóru í leiki við Bruce, að lokum kom kvöldmaturinn og þau létu hann í rúmið. Þau voru enn komin í svefnherbergið sitt ... rétt hjá barnaherberginu ... hvort með sína bókina. Einhvern tíma, þegar þessu yrði lokið, myndi hann hugsa um marga hluti. En það varð allt að bíða, þar til þetta tæki endi um miðnættið. Til þess tíma gæti engin hugsun komizt að. Klukkan ellefu stóð hann á fæt- ur. — Ég fer núna, sagði hann og beygði sig til að kyssa hana. Hún þrýsti sér að honum, og eitt and- artak stóðu þau kyrr. Þau vissu að strangt tiltekið var ekki kominn tími til að slaka á. Hann ók bílnum eins hljóðlega og hann gat og skildi hann eftir við enda götunnar, sex húsaraðir í burtu. Hann gekk fram hjá nokkr- um ósélegum húsum, fram hjá tveim auðum lóðum og kom að hrör- lega hliðinu hjá Peter. Húsið var ljóslaust. Hann gekk að dyrunum og barði lágt. Hann heyrði Peter tauta: —- Hver er það? — Hleyptu mér inn, Peter, kall- aði hann lágt. Dyrnar opnuðust. — Það er ég, Peter ... Kent Crothers. Lofaðu mér að koma inn, Peter, þeir eru að koma með barnið mitt hingað. — Til mín? Ég kveikja ljós. — Nei, Peter, ekkert ljós. Ég ætla að setjast hérna niður í myrkr- inu, svona. Bara ekki læsa dyrun- um, skilurðu? Ég ætla að sitja við dyrnar. Hvar er stóll? Hérna. Hann titraði, svo að hann lét sig falla á stólinn, sem Peter ýtti til hans. — Herra Crothers, þér vilja fá að drekka? Ég eiga líkjör. —■ Þakka þér fyrir, Peter. Hann heyrði fótatak Peters fjarlægjast, og eftir andartak var tinkrús þrýst í hendur hans. Hann drakk vökvann í botn. Það var eins og eldur brenndi hann, en honum leið betur á eftir. — Geta ég ekki hjálpað eitthvað, herra Crothers? Hvískur Peters kom draugalega út úr myrkrinu. — Alls ekkert. Bara bíða. — Ég bíða hérna. Gamla konan min sofa. Ég bara hafa hátt, ef ég fara í rúmið. — Já, en við megum bara ekki tala saman, hvíslaði Kent. — Nei, herra. Þetta var hámark þeirrar ang- istar, sem greip hann við að bíða ... sem hann hafði orðið að þola allan daginn. Að sitja alveg kyrr ... að leggja við hlustirnar ... að vita ekkert ... að velta fyrir sér, hvort ... Ef eitthvað kæmi nú fyrir manninn í gráu fötunum eða ef þeir gerðu nú einhverja skyssu og hræddu manninn, sem ætlaði að koma með Betsy. Ef hann sæti nú hérna og biði og biði kannski alla nóttina. Og heima var Allin að bíða. Allur dagurinn var ekkert saman- borið við þetta. Hann sat og endur- gat sig ekki hreyft. Einhver kom syngjandi niður götuna. — Þetta vera drukkinn maður, hvíslaði Peter. Kent svaraði ekki. Og úti á göt- unni varð allt hljótt aftur. Og þá ... löngu eftir miðnætti að því er honum fannst ... heyrði hann í gegnum myrkrið að bíl var ................................................................. ! Hagstæðir afborgunarskilmálar 5 ára ábyrgð SNORRABRAUT 44 - SÍMl 1R242 skoðaði líf sitt, hugur hans stað- næmdist við þá skelfingu, sem þessi voðaatburður hafði komið honum og Allan í. Var þetta frjálst land? Eng- inn var frjáls, ef hann varð að þegja yfir glæp, vegna þess að annars yrði barnið hans kannski myrt. Ef Betsy var dáin, ef þeir kæmu ekki með hana, myndi hann aldrei segja Allin frá því að hann hefði hringt til grá- klædda mannsins. Enn sem komið var var hann feginn að hafa gert það. Hvað sem öðru leið, áttu heið- virðir menn og konur að vera á valdi .. . ? En ef Betsy væri nú dáin ... þá myndi hann óska þess að hann hefði heldur stytt sjálfum sér aldur heldur en að tala við þenn- an náunga. Hann sat og kreppti hnefana svo fast saman að þeir voru orðnir hvít- ir og blóðlausir og dofnir, en hann ekið að hliðinu og hann stöðvaður þar. Það marraði í hliðinu, þegar það var opnað og því lokað á eftir. Bílnum var ekið í burtu. — Vísaðu mér niður þrepin, sagði hann við Peter. Þetta var sú svart- asta nótt, sem hann hafði séð. En þegar hann kom út, skinu stjörnur á himninum. Peter dró hann niður stíginn. Við hliðið beygði Peter sig niður. — Hún vera hér, sagði hann. Kent hikaði og hann svimaði, en þá fann hann hana í örmum sín- um ... mjúkan líkama hennar og þungan ... — Hún er heit, sagði hann. — Það hefur sitt að segja. Hann bar hana inn í húsið, og Peter kveikti á kerti og hélt því á lofti. Það var hún ... hún litla Betsy hans .. . hvíti kjóllinn hennar var óhreinn, og hún var klædd í karlmannspeysu. Hún andaði djúpt. — Eins og hún hafa fengið eitt- hvað, tautaði Peter. —• Ég verð að fara með hana heim, hvíslaði Kent æðislega. — Hjálpaðu mér út í bílinn, Peter. — Já, herra, sagði Peter og slökkti á kertinu. Þeir gengu hljóðir niður götuna, og Peter studdi hönd sinni á hand- legg Kents. Þegar hann kæmi heim með Betsy, þá ... þá ... — Þér vilja ég aka með ykkur heim? spurði Peter. — Ég . .. kannski það væri betra, svaraði hann. Hann settist inn í bílinn með hana. Hún var svo hræðilega mátt- laus. Hann þakkaði Guði fyrir að heyra hjarta hennar slá. Innan fárra mínútna myndi hann leggja hana í fang móður hennar. — Þú skalt ekki bíða, Peter, sagði hann. — Nei, herra, svaraði Peter. Allin beið við dyrnar. Hún opn- aði þær, án þess að mæla orð frá vörum og teygði sig eftir barninu. Hann lokaði á eftir þeim. Honum fannst hann vera orðinn veikur. — Ég ætlaði að segja þér, stundi hann. — Ég vissi ekki, hvort ég átti að segja þér ... Hann missti jafnvægíð og fann að hann datt á gólfið. Allin var óviðjafnanleg; Allin var dásamleg, óbilgjörn kona. Og þessi einstæða vera, sem hafði þolað alla þessa kvöl þessa dagana, sat á rúm- stokknum hans, þegar hann vaknaði næsta morgun. Hún var brosandi, en örlítið föl. — Læknirinn segir, að þú eigir ekki að fara í vinnuna í dag, elsk- an mín, sagði hún. — Læknirinn? endurtók hann. — Ég bað hann að koma í gær- kvöldi ... til þín og Betsy. Hann segir engum frá þessu. — Ég hef verið heimskur, sagði hann ruglaður. — Hvar er hún? Hvernig . .. — Hún jafnar sig alveg aftur, sagði Allin. — Nei, en .. . þú ert ekki að segja mér ... — Komdu hingað inn og sjáðu, svaraði hún. Hann stóð upp og haltraði lítið eitt. Það var skrýtið, hvernig fætur hans höfðu svikið hann í gærkvöldi. Og hann var enn máttlaus í herð- unum. Þau fóru inn í barnaherberg- ið. Og þarna lá hún, í rúminu sínu, ástkæra barnið hans. Svefn hennar var nú eðlilegri, hún var föl í and- liti, en bar annars engin merki um liðinn atburð. — Hún mun sennilega ekki einu sinni muna eftir því, sagði Allin. — Ég er fegin að það var ekki Bruce. Hann svaraði ekki. Hann gat ekki hugsað ... hann þurfti ekki að hugsa um neitt núna. — Farðu aftur í rúmið, Kent, sagði Allin. — Ég ætla að færa þér morgunverðinn upp. Bruce er að borða sinn niðri. Hann fór aftur upp í rúmið, skömmustulegur yfir þrekleysi sínu. Framhald á bls. 40. VIKAN 13. tw. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.