Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 20
„SVALA“ SNIÐAÞJÖNUSTA VIKUNNAR — Þessi kjóll er mjög hentugur við öll möguleg tækifæri og hann er alveg samkvæmt nýjustu tízku, pilsið útsniðið og hann er aðeins laus frá mitti og svo má auðvitað hafa við hann belti, ef vill. Framstykkið er eitt en klofið upp í pilsið til að fá skemmtilegri vídd og á blússunni í hálsmál er skásniðinn listi með tungu. Afturstykkin eru 2 og svo eru litlar ermar. Sniðaþjónusta Vikunnar sníður hann fyrir þig og merkir fyrir saumum og föllum, sendir til þín í póstkröfu ásamt saumatilsögn. Efnið er krumpu- frítt rifs. Litir 1. dökkgrænt, 2.mosagrænt, svart, hvítt. 2. milliblátt, brúnt, svart, hvítt. No. 40, 42, 44 og kostar kr. 294,50. Kr. 29,00 fyrir rennilás og tvinna auka. Útfylltu pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og lit og sendu til Sniðaþjónustu Vikunnar, Skipholti 33, Reykjavík, ásamt kr. 100,00. Efnissýnishorn færðu send gegn frímerktu umslagi með nafninu þínu á. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 37503 á þriðjudögum og föstudögum frá 2-5. Pöntunarseðillinn er á bls. 51. Andlitssnyrting að morgni, á miðjum degi og um kvöld Sama snyrting á ekki við á öllum tím- um dags. Flestar snyrta andlit sitt í byrj- un hvers vinnudags og svo aftur, ef farið er út á kvöldin. Litir verða að fara nokkuð eftir því, hvort sumar er eða vetur og hvort húðin er sólbrún eða föl. I rafmagns- ljósi þarf aðra snyrtingu og aðra liti en í sólarbirtu. Það, sem hér fer á eftir, er ætlað konum, sem komnar eru yfir tvítugt og rúmlega það, því að kornungar stúlkur eiga helzt ekki að nota annað en augn- málningu o. e. t. v. fölan varalit. Það er nógur tíminn fyrir þær, þegar þær þurfa að fara að hylja hrukkótta og skorpna húð, að nota „make up“ og púður. Morgunn: Þá á að byrja á því að bera á sig vökvakrem og púðra létt fyrir. Sjálf- sagt er að byrja strax á því að lita augn- hárin og ef augabrúnirnar eru mjög ljósar og þunnar, verður líka að lita þær svolítið. En augnskugga á ekki að nota á morgnana, en gott er að bera í þess stað svolítið vaselín á augnlokin. Varalitur verður að fara dálítið eftir fötunum og naglalakki, ef það er notað, en á morgn- anna verður varaliturinn að vera mjög ljós, hvaða litur sem notaður er, jafnvel þótt naglalakkið sé dekkra. Það er ekki í tízku að nota rauðan kinnalit, nema til þess að reyna með því að breyta andlits- laginu, en það er hættuspil í miskunnar- lausri morgunbirtunni. Þá er betra að nota dökkt fljótandi „make up“, ef á þarf að halda. Síðdeg-is: Vökvakrem er ekki síður nauðsynlegt þótt notað sé fljótandi púð- urundirlag, ekki sízt fyrir þurra húð. Þá á að nota laust púður og ef til vill má nota svolítinn rauðan kinnalit, þar sem það þykir æskilegt að breyta andlitslagi. Augnskugginn á að vera ljós, og augna- háralit og brúnalit er sjálfsagt að nota á þessum tíma dags, en þær, sem venju- lega nota svartan lit, ættu að athuga hvort t. d. dökkgrátt er ekki jafnfallegt eða fal- legra í dagsljósi. Brúnn augnháralitur er venjulega ekki fallegur, nema hann sé mjög dökkur, næstum svartur. Ljós vara- litur er heppilegur á þessum tíma dags, og má hann gjarnan vera gulleitur, en Framhald á bls. 49. 20 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.