Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 49
r Fermingoríöt j miklu úrvoli Margir litir, ný efni, ný snið Einnig: Herraföt Drengjaföt Stakir jakkar Stakar buxur og hverskonar sportfatnaður Verksmiðjan Borgartúni 8 og Borgartúni 25. Pósthólf 1051. — Símar 16554 og 20087. skammt frá. Litlu tjörninni við hús- ið hans Feltons aðmíráls. — Iivað gerir þessi Felton? spurði Eric. — Hann lifir á eignum sínum, svaraði gamli maðurinn. — Og skemmtir sér. — Við hvað skemmtir hann sér? spurði Eric kæruleysislega. — Ég er hræddur um, sagði gamli maðurinn og drap glettnislega tittl- inga framan í Eric, — að Felton sé heldur upp á kvenhöndina. — Einmitt, sagði Eric. — Og maður heyrir svo sem sög- ur, sagði gamli maðurinn. — Höf- uðsmaðurinn er mjög hlédrægur og lætur lítið á sér bera, en þér vitið hvernig þetta er. Þessi stóri krystall þarna fannst í grjótnámu, sem er um það bil hálfa mflu héðan, niður með veginum. Það eru mörg ár síð- an, að hætt var að nota þessa grjót- námu. Það er hægt að aka inn í hana, án þess að bíllinn sjáist af veginum, og mér er sagt, að höfuðsmanninum finnist hún heppilegur staður fyrir stefnumót. Ja, hérna, er ég nu far- inn að segja slúðursögur! En smal- arnir hafa stundum haft gaman af þvi að gægjast niður i námuna, og svo komast sögurnar á kreik. Fólki þykir svo varið í svona sögur. Ég er bara hræddur um, að sá dagur komi, að einhver sómakær heiðurs- maður, sem höfuðsmaðurinn hefur spillt fjölskyldulífinu fyrir, gægist ofan í námuna og — ja — það liggja nokkrir stórir steinar þarna á brún- inni ... — Hér er köttur, sem ég hef stoppað upp. Það er mjög óvenjuleg saga tengd þessum ketti. — Segið mér, greip Eric fram í. — Er Felton hér nú eða er hann að heiman? — Hann er heima, svaraði gamli maðurinn. — Ég sá bílinn hans fara niður veginn fyrir svo sem stundu siðan. Það er rauður bill. Maður sér ekki oft rauða bíla hér um slóðir — en eftir á að hyggja — ég man ekki betur, en það færi annar rauð- ur bíll á eftir. — Já, jæja, nú verð ég að fara, sagði Eric. — Megið þér til? spurði gamli maðurinn. — Ég ætlaði að fara að segja yður söguna af þessum vesa- lings ketti. —- Seinna. — Jæja, seinna, sagði gamli mað- urinn. — Verið þér ævinlega vel- kominn. Lofið mér að fylgja yður út að hliðinu. Eric flýtti sér út um hliðið. — Farið þér ekki sömu leið og þér komuð? spurði gamli maðurinn. — Það er styttra. — Nei, ég þarf að fara hina leið- ina. — Þá farið þér fram hjá grjót- námu höfuðsmannsins, sagði gamli maðurinn. — Jæja, verið þér nú sælir. Og komið fljótlega aftur. Hann liorfði á eftir Eric, þar sem hann gekk liröðum skrefum niður eftir veginum og klifraði jafnvel upp á bekk til þess að sjá lengur til lians. Þegar liann sá hann beygja út af veginum og stefna á brún grjótnámunnar, flýtti hann sér aft- ur inn í húsið . . . Hann setti risasveppinn aftur á sinn stað. Svo tók hann pipu Erics og tóbakspung og handfjallaði með aðdáun og umhyggju. Það leið löng stund, þangað til hann kom sér að því að leggja reykáhöldin gætilega upp á hillu svo fór hann aftur út í garðinn til þess að sýsla við blómin sín. S. H. Andlitssnyrting. Framhald af bls. 20. það er mjög fallegt í sterku sól- skini. Bleikur, ef hann fer ekkert út í bláa litinn, er líka fallegur. Að kvölidi: Aftur er vökvakrem notað sem innsta lag, en þar á er borið fljótandi „make up“ í frek- ar dökkum lit — dekkri en púðr- ið. Rosa-rachel litur er miklu fallegri í rafmagnsljósi en beige- litirnir, sem fara bezt í dags- ljósi. Oft er fallegt að nota augn- skugga með silfur- eða skelplötu- áferð að kvöldi til og svartur eða grár augnblýantur til þess að gera strik eftir augnaloksbrúninni, er nauðsynlegur. Augnháralit á að nota í enn ríkara mæli en að degi. Vara- litur má vera þykkari á vörunum á kvöldin og fallegt er að teikna með bursta dekkra strik eftir út- línum varanna en varaliturinn er. Það gefur vörunum hreinlegri og skýrari svip og fer vel við frekar ýkta kvöldmálninguna. Litirnir eiga nú að vera rauðari og bláleitari, því að gulleitir og bleikir litir verða alltof daufir og móskulegir í raf- magnsljósi. Það er ekki síður heppi- legt fyrir fullorðnar konur að nota bursta til þess að gera útlínur var- anna skýrari — það yngir þær upp um mörg ár. Örvita þrenning. Framhald af bls. 23. er úti um mig, Rauðka mín, og svo lagði hann höfuðið í keltu mér og grét eins og lítið barn ... Og nú opnaði þvottakonan augun, tárin streymdu niður kinnar henni og hún þerraði þau af sér með handarbak- inu. „Þarna lá hann með höfuðið í keltu mér eins og smábarn og sagði mér upp alla söguna, hvernig hann hafði blandað eitrinu í súpuna, og móðir hans sagði að sér þætti hún einkennileg á bragðið, og hann svar- aði að hún skyldi bara borða hana, það væru meðöl í henni. Ég hafði ekki einu sinni verið heima, þegar þetta gerðist, herra dómari; og þeg- ar gamla konan dó, það var um miðja nótt, þá sat ég hjá henni á meðan maðurinn fór að ná í lækni, og læknirinn kom svo ekki fyrr en undir morgun, og hann sagði: Gamla konan er dáin, og við megum verða guði þakklát fyrir það, því að það hefði verið ólíkt verra ef hún hefði lifað lengur með allt þetta krabbamein. Þegar hann trúði mér svo fyrir þessu öllu saman þarna um nóttina, var ég sjálf að því komin að deyja úr hræðslu, og - 49 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.