Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 19
„Ég hefi engu frá að skýra ennþá,“ svaraði Cochrane. Þeir ræddust við í lágum hljóðum. Annað veifið gekk Wallis að landabréfi miklu, sem hékk á vegg og leiðirnar voru markaðar á með blýantsstrikum. Hann reyndi að reikna út hve langt flugflotinn væri kominn. Þegar Cochrane leit á úrið sitt, var klukkan 22,35. „Nú hljóta þeir að nálgast strönd Hollands,“ mælti hann. HOLLANDSSTRÖND var að sjá sem dökk, óskýr rönd í dimmunni fyrir neðan þá. Þeir Martin og Hopgood juku hraðann svo þeir komust á hlið við Gibson, en viku svo lítið eitt út til hliða, svo Þjóðverjar fengju ekki óþarflega stórt skotmark á að miða. Nokkrum kílómetrum á bakborða þaut röð af smá- um, lýsandi kúlum uppí loftið. „Varðskip," tautaði Martin í styttingi. Kúl- urnar sprungu langt frá þeim, og hann lét sem ekkert væri. Hin glampandi geislarönd tunglsins á vatninu, er fylgt hafði þeim yfir Norðursjóinn, hvarf nú skyndilega. Þeir þutu inn yfir brimgarðana úti fyrir ströndinni og voru nú yfir landssvæði óvinanna. Beygðu síðan til vinstri, og nú hófst hið hættu- lega krókflug aftur og fram milli loftvarnarstöðva Þjóðverja. Annar flokkur renndi inn yfir ströndina svo til samtímis. Þegar þeir sáu til Vlielands, beygðu þeir til suðausturs yfir mjótt eiði vestan við Suðursjó. Munro var í fararbroddi er þeir flugu yfir eiðið. Það var svo mjótt, að þeir sáu aftur á sjó eftir hálft mínútu. Höfðu þeir þá fram undan sér 100 kílómetra En áður þá varði tóku að birtast bloss- ar fyrir neðan þá, og morðkúlur ljós- tundursins þutu hvæsandi um þá. flugleið, sem var tiltölulega hættulítil. En áður þá varði tóku að birtast blossar fyrir neðan þá, og morð- kúlur ljóstundursins þutu hvæsandi um þá. Munro fann hristinginn, er þær skullu á vélinni. Hann kall- aði til áhafnarinnar í tal kerfið, en það var stein- hljóð í heyrnartólunum. Rétt á eftir kom loft- skeytamaðurinn og öskraði í eyrað á honum: „Útvarp og talsími er í méli. Sundr- að af tundurkúlu. Enginn særður — svo ég viti til.“ Munro flaug fáeinum kílómetrum lengra og reyndi að telja sér trú um, að hann gæti haldið áfram, þrátt fyrir þetta óhapp. En útvarpslaus gat hann ekki stjórnað árásinni á Sorpe, og talkerfislaus gat hann ekki einu sinni skipað sín- um eigin mönnum fyrir verkum. Hann varð að snúa bölvandi við og stefna heim til Englands aftur. Suðursjórinn lá undir fótum þeirra eins og kol- svart flæmi, og sléttur vatnsflöturinn var hættu- legur og svikull öllu hæð- arskyni. Jeff Rice reyndi að fara niður í tuttugu metra hæð með aðstoð ljós- verplanna neðan á vélinni, en þeir voru ekki í nógu góðu lagi og slepptu hon- um of langt niður. Skyndi- lega heyrðu þeir eins og slegið væri tröllahamri neðan undir flugvélina, og dynjandi brestir kváðu við, sem yfirgnæfðu hreyfil- dunurnar. Rice heppnaðist þó að ná vélinni á loft að nýju, en búkurinn hafði flettzt upp og sprengjan var horfin. Margar lestir af sjó höfðu flætt inn um sprunguna, og lá við að afturskyttan drukknaði í klefa sínum, er vatnið streymdi út á ný. Það gekk kraftaverki næst, að vélin skyldi haldast á lofti, en hún dróst aftur úr, og tókst Rice með naumind- um að fljúga henni aftur til Englands. Tvær þeirra flugvéla sem komust framhjá loftvarna- virkjunum í Stavorentanga, stefndu nú aftur inn yfir óvinaland hjá Hardervijk. Engar sögur fara nokkru sinni af því, hvenær sprengikúlur loftvarna- byssanna hvæstu um þær á ný. Það hefur aldrei spurzt til þeirra síðan. Nú var McCarthy einn eftir af flokki þeim, sem ráðast skyldi á Sorpe. Honura hafði gengið illa að ná sér á loft og flogið aleinn hundr- að kílómetrum á eftir hinum, alla leið. Ef til vill hefur það orðið hon- um til lífs. Þeir Gibson,' Martin og Hopgood æfðu sig í hindrunarhlaupi niðri undir jörðu yfir Hollandi. Þegar þeir komu háskalega nærri húsum og trjám, vöruðu sprengjuvarpararnir þá við. Þegar þeir voru komnir framhjá flugvellinum í Eindhoven beygði Gibson lítið eitt til norðausturs og fór nýja leið, sem lá framhjá Ruhr- héraðinu með öllum þess fjölmörgu loftvarnarstöðvum. Martin og Hop- good héldu sig sinn til hvorrar hlið- ar honum, til þess að geta varið hvorir aðra, ef á þyrfti að halda. Nokkrum kílómetrum aftar komu síðari riðlar fyrsta flokks og fóru nákvæmlega sömu leið. Dinghy Young flaug inn yfir land á réttum stað, við Roosendaal, en Bill Astell var ekki handviss um, hvar hann átti að beygja. Hann flaug ofurlítið suður á bóginn, áður en hann sveigði til norðurs, en við það varð hann kílómetra á eftir hinum. Þeir sáu hann aldrei framar. Annað hvort hlýtur kúla úr orrustuflugu eða loft- varnabyssu að hafa hæft hann skömmu eftir þetta. Fjórtán eftir. Forustuvélarnar þrjár flugu nú inn yfir landamæri Þýzkalands, Nálguðust þeir Rín og loftvarna- hreiðrin í Hiils og Ruhr. Skömmu síðar var hafin skothríð á þá úr léttum loftvarnabyssum. Skyttur flugvélanna svöruðu með kúlnahríð á staði þá, er þeir sáu ljóssprengj- urnar koma frá, og í næstu andrá voru þeir komnir úr skotfæri. Engin vélin varð fyrir alvarlegum skemmdum Rétt á eftir flugu þeir út yfir Rín, og um leið gaus upp til þeirra runa af ljóssprengjum, frá ferju á ánni. En þeir sluppu óskadd- aðir. Tveim mínútum síðar var enn haf- in skothríð að þeim, og að þessu sinni náðu þrír ljósverplar miði á flugvél Gibsons. Fremstu skytturn- ar skutu sem óðar væru og fengu eyðilagt einn ljóskastarann. En hin- ir tveir héldu áfram að lýsa á vél- ina og loftið nötraði af ljóssprengj- um. Nú tóku afturskytturnar til að skjóta og geislastafirnir misstu af þeim. En þeir fundu Martin og blinduðu hann gersamlega. Ofbirtan var svo ofsaleg, að Gibson gat lesið P-ið á hlið flugvélar hans. Allar vél- byssur þeirra ólmuðust nú svo, að vélarnar nötruðu við þrýstinginn. -Gibson beygði til norðurs framhjá Framliald á bls. 45 VIKAN 13. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.