Vikan


Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 43
læst, hratt hún henni frá stöfum, þó ekki meir en svo að nægði'til þess að hún gæti stungið höfðinu inn i gættina og kallað nafn hans. „Ég er inni i svefnherberginu,“ svaraði hann. „í rúminu.“ Connie hraðaði sér inn ganginn; veitti því athygli um leið og hún stikaði yfir gólfið i dagstofunni, að íbúð hans var sízt smekklegri en íbúð þeirra hafði verið meðan þau voru saman, og umgengnin sízt betri. Þetta hafði verið eitt af þeirra sundurþykkismálum. Norman hafði stðugt verið að minna hana á að hengja fötin inn i slcáp, þvo upp, kasta dagblöðunum í ruslatunnuna um leið og þau höfðu verið lesin. Hins vegar hafði hann aldrei virzt taka eftir því hve hún hélt íbúð- inni alltaf vel hreinni, en það var aðalatriðið i hennar augum, hitt smáatriði, sem litlu máli skiptu. Og þegar hún hafði tekið sérlega herberginu, gat ég fundið fyrir veggnum. Það er að segja, ég skynj- aði nálægð hans.“ Connie teygði út höndina yfir andlit hans. „Geturðu skynjað hvar ég hef höndina?“ spurði hún. „Ég er ekki frá því. Þú heldur henni rétt fyrir ofan andlitið á mér, er það ekki?“ „Jú.“ Hún lagði höndina á enni hon- um. Svo tók hún að strjúka enni hans og gagnaugu. Hann hafði allt- af haft eins konar nautn af þvi að hún gældi þannig við hann, stryki hár hans eða bak eða arma hans. Á kvöldin struku þau hvort öðru bakið til skiptis, þegar þau voru háttuð. Það var fastur og reglu- bundinn forleikur að öðrum nán- ari atlotum þeirra, unz þau sofn- uðu. „Ég skal sjá um kvöldmatinn handa þér,“ sagði Connie. „Þér hann hafði opin augun. Honum stóð ótti af óloknu verk- efnunum í skjalatöskunni. Ef liann drægist aftur úr, var eins líklegt að hann heltist úr lestinni. Þeir Halvorsen og Jacobs mundu báðir verða hækkaðir i stöðu á undan honum. En þá kom honum það i liug, að alla sína ævi hafði hann tekið verkefni með sér heim. Skjala- taskan hans var alltaf troðfull af óleyslum verkefnum, öldungis eins og töskurnar skólastrákanna, og þegar hann leit á skjölin og reikn- ingana frá þvi sjónarmiði, varð þetta ekki eins mikilvægt. Þeim er það mest kappsmál, þessum yfir- boðurum, hugsaði hann, að þú sjáir aldrei út úr því, sem þú þarft að koma af, svo að þú hafir aldrei næði til að hugsa, vega og meta hlutina frá þinu eigin sjónarmiði, hugleiða hvað þig langi mest sjálf- an til að gera. hún þarfnaðist hans og löngun hans varð ekki vakin. Og þessi heimsku- lega afbrýðissemi hennar gagnvart vinnu hans. Hún hafði beinlínis verið óþolandi, og loks varð hann að taka ákvörðun. Hann hafði því flutt að heiman, að visu ekki nema í næstu götu, en það jafngilti í sjálfu sér þvi að hann hefði flutt yfir þvert landið. Þau hittust yfir- leitt ekki. Hann leit varla upp i gluggann hennar, þótt hann sæi þar ljós á kvöldin og það kom varla fyrir að hann hlustaði eftir fóta- taki hennar, þegar hann var kom- inn heim og setztur að inni i íbúð- inni að lokinni vinnu. Loks sofnaði liann aftur, og þegar hann vaknaði næst, var Connie hjá honum og farin að undirbúa morgunverðinn. Allan sunnudaginn var hún önn- um kafin við að taka til i ibúðinni, ræsta og flytja til húsgögnin; fyrir Dagstofusett Stakir stólar Svefnsófar Svefnbekkír Svefnstólar vel til i ibúðinni, virtist hann aldrei taka eftir því. Henni fannst það í senn undar- legt og ekki með öllu ógaman, að sjá hann liggjandi i rúminu. Hún hafði alltaf verið honum óhraust- ari, oft legið rúmföst og verið þurf- andi fyrir umönnun hans, en nú gafst henni ef til vill tækifæri til að annast hann. „Ertu veikur?“ spurði hún. „Það er ekkert alvarlegt. Dálitið slæmur höfuðverkur, svo ég ætla að liggja fyrir á meðan hann er að líða hjá,“ svaraði Norman. „En þú hefur byrgt augun?“ „Já, það er eins og verkurinn liggi mest í augunum.“ Hún settist á rúmstokkinn og lagði lófann á enni honum. Það var ekki að finna að hann hefði sótt- hita. „Segðu mér hvernig þetta lýsir sér,“ mælti hún. „Eins og ég sagði, þrautir i aug- unum. Ekki ákaflega sárar. Og ein- hver þrýstingur innan við gagn- augun.“ „Kannski er það taugabólga ...?“ „Nei, það er einfaldlega höfuð- verkur. Hann liður frá aftur von bráðar.“ Hún sat á rekkjustokknum og virti hann fyrir sér. Andlitið varð einkennilega sviplaust þegar aug- un voru byrgð. „Ég var að hugleiða þetta með þá blindu,“ sagði hann. „Skynjan- ir þeirra verða margfalt næmari en hinna sjáandi.“ „Já, svo kvað vera.“ „Á leiðinni hingað innan úr bað- batnar fyr höfuðverkurinn, ef þú þarft ekki að fara framúr.“ Connie dvaldist hjá honum þang- að til á mánudagsmorgun. Hún sá um kvöldmatinn lianda honum þetta laugardagskvöld, bar honum hann og hjálpaði honum að mat- ast. Svo sat hún á rúmstokknum og þau töluðu saman, það er að segja ■— hún talaði, en liann var venju fremur fámáll. Hún ræddi við hann um starfið, sem hún hafði fengið, fólkið, sem liún liafði kynnzt á vinnustaðnum, fór svo smátt og smátt að víkja að skilnaði þeirra og lijónabandinu og þvi, sem hún teldi orsök þess að svo væri komið; bað hann síðan um að lofa sér að vera um nóttina. Hann neitaði henni um þá bón, kvað það mundu eingöngu leiða til þýðingarlausrar upprifjunar, and- legrar og holdlegrar, sem gerði þeim erfiðari skilnaðinn. Þegar hann lá þarna með byrgð augun og hlustaði á rödd Connie, sá hann enn á ný brjóst hennar fyrir liugskotssjónum sinum. Hann bjóst við því að höfuðverkurinn mundi verða sárari fyrir bragðið, væri hahn ómeðvituð sjálfsrefsing, en veitti þvi þá athygli að honum var horfinn allur höfuðverkur. Iíannski hafði Connie rétt fyrir sér; þetta var kannski snertur af tauga- bólgu. En honum féll vel að hafa augun þannig byrgð. Það var eins og liann ætti mun auðveldara með að átta sig á hlutunum og skilning- ur hans væri skarpari, en þegar Connie ítrekaði beiðni sina um að fá að vera hjá honum um nótt- ina, bað hann hvað eftir annað, bauðst jafnvel til að liggja á legu- bekknum i dagstofunni, en hann sat fastur við sinn keip. Svo voru þau að tala saman um eitthvað annað, og hann sofnaði, og þegar hann vaknaði aftur, undir mið- nættið, var hún farin. Miðnætti, hugsaði hann, en raun- ar gat hann einungis getið sér þess til að það væri miðnætti, það hlýtur að veri hinn ákjósanlegasti timi til hugleiðinga. Þá er allt kyrrt og hljótt, gnýrinn frá um- ferðinn úti fyrir var þagnaður, allir í nálægum íbúðum gengnir til náða. Hann lá vakandi nokkrar klukkustundir og braut lieilann um höfuðverkinn og í hvaða tengslum hann gæti staðið við Connie og vinnuna. Þcssi fjögur ár, sem lijóna- band þeirra hafði staðið, var eins og þau vildu alltaf sitt hvað, stefndu sitt í hvora áttina. Hún virtist aldrei skilja orð af því, sem hann var að tala um, sízt þegar hann var að tala um eitthvað mik- ilvægt, og þegar hún talaði við hann, ræddi hún eingöngu um sjálfa sig og aldrei neitt af viti. Þau höfðu aldrei gert tilraun til að breyta hvort öðru, en samt höfðu þau breytzt með hverju ári sem leið, og alltaf til hins lakara. Og peningar. Þeim hafði aldrei tekizt að leggja eyri fyrir, og þó gat hann aldrei gert sér grein fyrir í hvað peningarnir fóru. Og kynlíf- ið. Yanmáttarkennd lians, þegar bragðið ralt hann sig fyrst á stól og siðan á kaffiborðið þegar hann skrapp inn i baðherbergið. Hann skipaði henni að koma þeim aftur fyrir eins og áður og hún gerði það og baðst afsökunar. Sunnudags- kvöldið þegar hún kom til að sjá um kvöldmatinn handa honum, kvaðst hún ekki geta haldið áfram að annast hann þannig og hafa náttstað annars staðar, svo að hann var tilneyddur að leyfa henni að vera um kyrrt um nóttina. Og þeg- ar lnin kom í rúmið tillians oghann fann ylinn af henni, lét hann undan skyndilegri ástríðu sinni. Þar sem augu lians voru byrgð, varð unaður hans fyllri en nokkru sinni fyrr. Á mánudagsmorguninn hringdi hann til þeirra í skrifstofunni, lcvaðst ekki vel frískur, vissi ekki hvenær hann gæti mætt aftur til starfa en mundi hafa samband við þá. Allt þangað til simtal þetta fór fram, liafði hann gert ráð fyrir að hann mundi segja sem svo, að hann kæmi aftur til starfa eftir nokkra daga, en þegar hann ræddi við yfirboðara sinn, fann hann að hann var alls ekki viss um hvenær hann hyrfi aftur til starfans og hann hafði alls ekki i hyggju að gera það í náinni framtíð. Og á meðan hann talaði bar hann saman i huganum töfrandi áhyggjuleysi og frjálsræði rekkjulífsins og þving- andi hraða og álag starfsins, hina síauknu íþyngingu, óttann við að manni kynni að mistakast, stöð- uga viðleitni og klækjabrögð til að VIKAN 13. tbl. — 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.