Vikan


Vikan - 18.04.1963, Qupperneq 16

Vikan - 18.04.1963, Qupperneq 16
íteífeSllíliÖSI'lííSíS u • f,< tofííí . DÖGUM SAMAN HÖFÐU ÞÆR BEÐIÐ ÁRANGURS- LAUST, EN LOKS VIRT- UST STRÁKARNIR ÆTLA AÐ SPYRJA HINNAR LANG- ÞRÁÐU SPURNINGAR Þetta hafði verið ágætt kvöld. — Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið gaman, sagði Pam og lokaði augunum meðan hún þurrkaði af sér fjólubláan augnskuggann og miðnætur- hláan ausnháralitinn. Hún sagði þetta dálítið þrjózkulega, eins og hún væri að reyna að fullvissa sjálfa sig um það. Joyce og Carol svör- uðu ekki strax, eins og þær væru ekki alveg sannærðar um það. Þetta hafði verið ágætt ball, en þær höfðu búizt við einhverju meiru, þegar þær fóru í þessa ferð. Pam hafði verið heppnust — henni hafði þó verið boðið upp, þó að ekki væri hægt að segja að Arthur væri sérlega glæsilegur. — Það var ekki sem verst, sagði Joyce hikandi og þurrkaði sægræn augn- lok sín með bómullarhnoðra. Ágæt hljómsveit, tók Carol undir og vafði hárið upp á rúllur. Svo lituðust þær um í svefnherberg- inu með ómáluðum augum — þrjár seytján ára telpur. Nú voru andlit þeirra nakin og varnarlaus, og óþroskaður svipur þeirra varð skyndilega hrein- skilnislegur. Sorgbitin bros þeirra þurftu engrar skýringar við. — Mér þætti garnan að vita, hvert strákarnir fóru? sagði Pam, og hvorug hinna þurfti að spyrja, hvaða stráka hún ætti við. Það var líka óþarfi fyrir Pam, að segja þeim að Arthur væri ekkert nálægt því, sem hún hugsaði sér draumaprinsinn sinn og liti ekki á það sm neinn stórsigur, þótt hann hefði orð- ið aðdáandi hennar. Hann var alltaf með hálfopinn munninn og þar að auki var hann bólugrafinn. — Þeim þykir kannski ekkert gaman HVAÐ að dansa, sasði Joyce. — Það getur líka verið, að þeir hafi farið á hinn staðinn til þess að dansa, stakk Pam upp á. En Joyce os Carol vissu, að svo var ekki. Þær höfðu nefnilega skroppið og gáð að því, meðan Pam var að dansa við Arthur. — Þetta lagast allt, verið þið vissar, sagði Pam og hoppaði upp í rúmið í fjólubláum baby-doll náttfötum. — Það kemur dagur eftir þennan dag. Sáuð þið hringinn, sem Les var með? Fannst ykkur hann ekki smart? — Davíð hefur svo fallegt hár. Það er alveg kastaníubrúnt, sagði Joyce. — Mér finnst Tony vera svolítið lík- ur Tab Hunter. Pam horfði dreymandi út í bláinn, bæði vegna þess að tilhugs- unin um eftirlætis kvikmyndaleikar- ann hennar gerði hana alltaf dreym- andi á svipinn, og líka vegna þess að hún var dauðsyfjuð. Þær sofnuðu allar um leið og þær lögðust út af og gátu ekki hugsað hin- ax sætu hugsanir um Les, Dave og Tony til enda. Þær voru alveg búnar að gera það upp við sig, hver átti að eiga hvern. Pam vonaði, að hana dreymdi Tony, Joyce Dave og Carol hugsaði um Les. Kunningsskapur þeirra við piltana var alveg nýr af nálinni. Síðdegis í dag höfðu þeir komið að borði stúlknanna í matsalnum. Þetta var sex manna borð og það hafði frá byrjun gert þær von- góðar. Og svo höfðu vonir þeirra rætzt með því að þessir þrír strákar höfðu komið á staðinn, án vinkvenna eða nokkurrar fjölskyldu. Það var næstum of gott til að geta verið satt. Framhald á bls. 41. Á AÐ GERA I KVÖLD?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.