Vikan


Vikan - 18.04.1963, Page 36

Vikan - 18.04.1963, Page 36
GlO'Coat FRA JOHNSON S^WAX verd adeins kr34,50 Meiri gljái - minni vinna Meira slitþol - minna verd Hið nýja Super Glo-Coat fljótandi gólfbón frá Dohnson's Wax fœst nú í íslenzkum verzlunum og kostar aðeins 34.50 HEILDSÖLUBIRGÐIR: MALARINN HF EGGERT KRISTJANSSON&CO HF II 4 'hUPnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ðHrútsinerkið (21. marz—21. apríl): Ef þér finnst þú vera eitthvað þreyttur og niðurdreg- inn skaltu taka þér œrlega hvíld og finna þér út einhverja tiltareytingu frá þessu hversdagslega og venjulega. Störf í þágu heimilisins og fjölskyldunnar eru undir góðum áhrifum. Nautsmerkið (22. apríl—21. maí): Skemmtileg atvik og tilviljanir í einkalífinu eru frem- ur öðru einkennandi fyrir þessa viku. Þér er því ráð- legast að dveljast sem mest með fjölskyldunni svo að þú farir ekki á mis við neitt. Fyrir þá sem eru fædd- ir frá 15.—21. maí á þetta síður við. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Líkur eru á að þú sért í einhverri óvissu og sért dá- lítið spenntur og órólegur. En þetta stendur ekki lengi því lausnin er á næstu grösum. í reikninginn verða tekin öll smáatriði og útlitið er fremur gott á þína hlið. Tölurnar 3 og 4 eru þér innanhandar. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): í félagsskap kvenna, eða í sambandi karla við konur eru líkur á einhverri misklíð eða misskilningi, særðum tilfinningum eða afbrýðisemi. Því reynir mikið á lip- urð þína og kurteisi þessa dagana og umgakkstu sem mest fólk úr Hrútsmerkinu og Geitarmerkinu. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Þú hefur náð talsverðum árangri í máli sem þú hefur * unnið að síðustu vikurnar, og máttu vel við una. f Vertu ekki óþolinmóður vegna svarsins sem þú bíður, það hefur allt sínar skýringar þegar þar að kemur og sennilega þarftu ekki að bíða lengi úr þessu. ©Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Ef þú ert að hugsa um einhverjar framtíðaráætlanir, ættirðu að geyma það ögn lengur, því ekki virðist blása byrlega fyrir þér. Breytinga á þessu er þó ekki mjög langt að bíða. Þér er ráðlagt að nota tímann vel, vertu heima við og lestu góðar bækur. Vogarmerkið (24. september—23. október): Nú er tækifærið ti lað ráðast í framkvæmdir á verk- lega sviðinu. Þú ert í góðu jafnvægi og vel hvíldur eftir rólega viku. Þessi vika verður sérlega skemmti- leg þeim sem fæddir eru fyrri hluta októbermánaðar, bæði í einka- og félagslífinu. Drckamerkið (24. okt.—23. nóv.): Eitthvað sérlega skemmtilegt mun koma fyrir um helgina og þú mátt eiga von á skemmtilegum fréttum. Dveldu sem mest með vinum þínum og félögum. Yfirleitt virðist þetta vera hin mesta happavika og flest ganga í haginn. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. des.): Þú ert hálft um hálft að hugsa um að breyta um vinnu. Þú ættir ekki að hika við að leita fyrir þér því miklar líkur eru á að þér berist gott tilboð, sem getur átt eftir að gera þér mikið gott. Fyrir náms- menn blæs byrlega, heppni mun líklega fleyta þeim yfir erfiðan áfanga. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): í ástamálum ber einhvern skugga á. Ef þú hefur ekki mir) valið þér maka, skaltu ekki hafa þig mikið í frammi y ~ Lf á því sviði. Þó mun rætast vel úr fyrir þér upp úr helginni. Þú ert í einhverju braski með manni sem þú ættir að hafa gott auga með. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Tveir fyrstu dagar næstu viku eru sérlega heppilegir til þess að ræða mál við yfirboðara þína, sem þér hefur lengi fundizt aflaga fara. Líkur eru til þess að þú eignist nýja kunningja í sambandi við skemmt- un, sem verður haldin á heimili vina þinna. Fiskarnerkið (20. febrúar—20. marz): ©Á vinnustað eða í nánu sambýli við þig er kven- persóna, sem gerir þér lífið leitt, en nú er komið að þér að leysa úr þessum leiðindum. Þér mun reynast það létt ef þú gætir ýtrustu kurteisi og lipurðar. Þetta mun borga sig fyrir þig upp á síðari tímann. m

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.