Vikan


Vikan - 18.04.1963, Qupperneq 51

Vikan - 18.04.1963, Qupperneq 51
í þá átt við það, sem þú færð, ef þú heldur áfram að vera með mér. ★ Má bjóða yður gull? Framhald af hls. 21. mönnum var illa við að fara þannig á sig komnir út á götu til slíkra verka. Leikarar þekkjast flestir, þeir sem oft eru á leiksviði, svo að við vildum heldur ekki hætta á það. Loks fundum við rétta manninn, einmitt á okkar eigin ritstjórnar- skrifstofum, — Jón Gunnlaugsson, auglýsingastjóra Úrvals, en hann hefur verið á leikskóla sjálfum sér til gamans og skemmtunar, og bregður oft fyrir sig annarlegum gervum í kunningjahóp. Jón er einnig þekkt hermikráka og hefur oft undanfarið komið fram á skemmtunum og í útvarpi með eftir- hermur. Það verður að segjast eins og er, að Jóni var aldeilis ekki sama, þeg- ar við vorum komnir niður í bæ, og hann átti að fara að ganga þannig til fara meðal almennings, enda þekkti hann annanhvern mann, sem hann sá. Loks tók hann í sig kjark, er við stöðvuðum bílinn niðri í Hafnar- stræti, og snaraðist út á götuna. Hann var of fljótur á sér að taka konu tali, sem kom í sömu svifum út úr verzlun þarna hjá. Hún hefur líklega séð að maðurinn kom út úr glansandi lúxusbíl, og fundizt það grunsamlegt. Þess vegna brosti hún við Jóni og spurði hvort þetta ætti að vera eitthvert grín, þegar hann bauð henni gullplötuna. En svo kom þarna ungur og hressilegur maður, sem virtist sjá aumur á Jóni greyinu, því hann var ósköp aumingjalegur þarna á götunni. Hann gekk til Jóns og spurði hvað hann væri að gera. Jón bauð honum gullplötuna fyrir hundrað krónur, en hann ætlaði einna helzt að henda henni. „Uss! Þessi bölvuð blikkplata! Hentu þessu maður, og komdu held- ur með mér vestur á Naust. Ég skal gefa mat og nóg af brennivíni! Láttu blikkfjandann eiga sig!“ En Jón vildi ekki fallast á það. Hann þrábað manninn um að kaupa af sér plötuna, en við það var ekki komandi. Jón var eiginlega í hálf- gerðum vandræðum með að losna við að fara með honum á Naustið, en loks gat hann sannfært manninn um að hann væri hreint ekki til við- tals nema viðvíkjandi gullverzlun, og með það fór hinn. Fyrir utan Björnsbakarí hitti Jón einhver útlending, sem hann bauð plötuna, en hann snéri sér laglega út úr því og benti Jóni á að fara með hana inn til næsta gullsmiðs til að fá hana verðlagða, eða jafn- vel að selja hana þar. Jón þakkaði honum góð ráð, og fór ekki eftir þeim. Nokkru síðar skoðaði kona gull- plötuna, og virtist alveg hissa á því að þetta væri raunverulega gull. Hún trúði því varla og lýsti undrun sinni á því hvað þetta væri ómerki- legt að sjá, en svo sagði hún „Nei takk“ og gekk á braut. Önnur var fljót að afgreiða Jón með orðunum: „Ég hefi hreint engin ráð á því ...“ og strunzaði burt. „Kaupa þetta af þér ...?“ sagði virðulegur borgari með fyrirlitn- ingarsvip og horfði hæðnislega á Jón. „Já, þetta er ekta gull ... sagði Jón af sannfæringu. „Ég hefi ekkert með það að gera!“ svaraði hinn. „En þetta er mikið meira virði en hundrað krónur,“ sagði Jón. „Góði maður ...!“ hreytti hinn út úr sér og hálf hljóp í burtu. Nú gekk Jón að verkamanni, og ætlaði að reyna að gera honum greiða með því að selja honum tíu þúsund krónur fyrir hundrað kall, en hann fékk skorinorð svör hjá honum. „Ég ætti nú bara ekki ann- að eftir!“ sagði hann og fór. Vildi ekki meira við Jón tala. Við vorum nú staddir í Pósthús- stræti, rétt fyrir framan Hótel Borg, og vorum að vonast til að ná í ein- hvern þingmann eða aðra stórlaxa, þegar þeir kæmu þaðan út eftir mat- inn, en í hvert sinn, sem við sáum einhvern líklegan, þá var það ann- aðhvort að Jón þekkti hann, eða einhvern sem var með honum, og treysti sér ekki til að ráðast á þá. En starfsmenn borgarskrifstof- unnar voru að koma aftur til vinnu eftir matartímann, og þegar Jón B. Jónsson gekk framhjá, bentum við Jóni að bjóða honum gull til fals, því sagt er að Jón B. sé glöggur á slíka hluti. „Heyrðu, vinur,“ sagði Jón við Jón. „Viltu ekki kaupa þetta af mér? Þetta er skíra gull og ábyggilega mörg þúsund króna virði. Þú skalt fá það fyrir aðeins hundrað krónur." „Kaupa . .. ! Til hvers ... ?“ spurði Jón B. „Það stendur svoleiðis á að mig vantar peninga núna í snarheitum. Þetta er ekta gull!“ „Nei, nei. Þetta er einskis virði,“ sagði Jón B. og flýtti sér til vinn- unnar. ísleifur Högnason framkv.stjóri var næsta fórnardýrið, en Jón gat varla stöðvað hann. Hann hristi bara höfuðið og sagðist engan áhuga hafa á slíkum hlutum, og hélt sína leið. Jóhann Hafstein Jóhannsson for- stöðumaður Manntalsskrifstofunnar, vildi sýnilega reyna að gera mann- garminum greiða, og benti honum vinsamlega á að fara með plötuna til gullsmiðs, og reyna að selja hana þar. Sjálfur sagðist hann engan á- huga hafa. Það ætlaði sýnilega að verða erf- itt að seljá gullið. Nú fórum við nið- ur að höfn og þar gekk Jón til nokk- urra verkamanna, sem voru að vinna við uppskipun. Þeir hópuðust nokkr- ir saman og leituðu ráða hver hjá öðrum, en það var greinilegt að enginn þeirra hafði trú á því að þessi plata væri úr gulli, og eng- inn vildi kaupa, hvað sem Jón sór og sárt við lagði að þetta væru hreinustu reyfarakaup. Við vorum alveg orðnir mát. Nú vildum við fyrir alla muni reyna er betra hf hreinn VIKAN 16. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.