Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 52
K Á P U R eru framleiddar í eftirtöldum gerðum:
ULLARKÁPUR m. Ioðskinni
TERELYNEKÁPUR
RÚ SKINN SKÁPUR
NAPPASKINN SKÁPUR
FATASKINNSKÁPUR
og
DELTA-FERMIN G ARKÁPUR
án eða með loðskinni.
DELTA ER ÞAÐ BEZTA
ma
HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU?
Númer á sniðunum 38 IfO 4% 44 46 48 50
Baklengd í cm .. 40 41 42 42 42 43 43
Brjóstvidd ....... 86 88 92 98 104 110 116
Mittisvídd ....... 64 66 70 78 84 90 98
Mjaðmavídd........ 92 96 100 108 114 120 126
Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f 5 cmí fald.
„ T Ó T A
ss
I Sendið mér í pósti fermingarkjól, samkv.
I mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem trygg-
I ingu fyrir skilvísri ^reiðslu sendi ég; hérmeð
>5 kr. 100.00.
S Stærð........ Litur ..........................
04
g Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá
I .....................
j Nafn .........................................
| Heimilisfang .................................
! Saumatillegg. Já □ Nei □
að selja plötuna, því við vorum
búnir að tala við svo marga, að við
vorum farnir að örvænta. Við ókum
upp að Hlemmtorgi og þar settist
Jón á bekk við strætisvagnabið-
stöð. Um leið og Jón settist, kom
strætisvagn og hirti alla sem þar
voru, nema Jón. Hann beið og beið
á bekknum, en enginn settist hjá
honum, hver sem ástæðan hefur
verið. Loks þoldi hann ekki mátið
lengur, en gekk að ungum pilti,
sem átti leið þar um.
En það fór allt á sama veg. Hann
átti ekki einu sinni hundrað krón-
ur til, sagði hann, en þar að auki
var hann sýnilega ekkert spenntur.
Þetta var slæmt. En við því var
ekkert að gera. Við vorum búnir
að reyna allt, sem við gátum til að
koma af okkur gulli fyrir 10 þús-
und, en enginn vildi þiggja.
Svona er það, þegar maður ætlar
að gera náunganum greiða, að það
trúir manni enginn.
Ég er alls ekki viss um að þetta
hefði farið neitt öðruvísi, þótt Jón
hefði verið klæddur sínum venju-
legu fötum, eða þótt einhver annar
hefði boðið gullið til sölu. Það verð-
ur að segjast eins og er, að gullplat-
an var vissulega ekki girnileg að
sjá, og aðeins eðlilegt að fólki fynd-
ist hún ekki hundrað króna virði.
Sjálfur hefði ég ekki keypt hana
fyrir fimmkall.
:C/=<Q=«3:=‘'!<l=»:<5=-;<i=<ö=“;Q=«3=i;<l=^C:=<Q=<3=<Q=«J=«i=<(7=«i=í<J=^Q=*<3:=<(i=«J=>;C!=«J=«l=<c
Blóm á heimilinu:
QRÆÐLINCAR
eftir Paul V. Michelsen.
Mjög mörgum plöntum er fjölg-
að með græðlingum (afleggjurum).
Frá náttúrunnar hendi eru margar
plöntur þannig gerðar, að þær festa
rætur, ef greinar þeirra liggja á
moldinni, er því mjög auðvelt fyrir
konur að taka greinar af plöntum
sínum og fjölga þeim eftir vild.
Þannig eru t. d. Monstera, Philo-
dendron, Scindapsus og Syngonium.
Þær eru klipptar við lið, þannig að
2—3 blaðaxlir séu á hverjum græðl-
ingi.
Þessar plöntur sem auðveldlega
koma með rætur er hægt að setja
beint í pottinn, í létta mold og sand-
blendna, vökva varlega fyrst og
skyggja fyrstu dagana. Sumum, t. d.
rósum er ágætt að planta beint í
pottinn og hvolfa glasi yfir, útguf-
unin er þá minni og græðlingurinn
festir fyrr rætur. Plöntum eins og
Hawairósum, Bergfléttum, Gyðingi
og fl. er ágætt að fjölga í vatns-
glasi, en þá er bezt að hafa glasið
litað, því birtan getur haft skaðleg
áhrif á ræturnar.
Pelargoniugræðlingar lifa betur,
séu þeir látnir liggja þurrir í sólar-
hring, áður en þeim er stungið í
moldina eða sand. Þegar græðling-
arnir hafa fengið sæmilegar rætur,
eru þeir smámsaman vandir við
stofuhita og plantað í næringarrík-
ari gróðurmold. Græðlingar eru
skornir með vel beittum hníf undir
blaðöxl, neðsta blað skorið burt og
minnkaður yfirblaðvöxtur.