Vikan - 18.04.1963, Side 55
í leit að framandi réttum.
Framhald af hls. 10.
stór, 200 gr flesk, 3 tómatar eða
tómatsósa, 3 dl hrísgrjón, 6% dl
vatn, salt, saffran, humar, 2—300
gr rækjur og ýmis önnur skel- og
krabbadýr, sem völ er á, olívuolía,
persilja, soðin paprika.
Saxið púrruna, laukinn og persilj-
una, skerið fleskið og kjúklingana
í smábita. Steikið það saman í 10—
15 mín. í heitri olíu. Bætið tómöt-
unum í eftir að þeir hafa verið
skornir í bita og þegar þeir eru
léttsteiktir er vatninu bætt í. Þegar
suðan er komin upp eru hrísgrjónin
sett í. Allt saltað og látið sjóða í 20
mín. Svo eru öll hin efnin sett í
(saffran til þess að hrísgrjónin verði
gul), og suðan látin koma upp. Salti
og papriku bætt í eftir smekk. Sett
í skál og skreytt með persilju og
soðinni papriku.
HAWAII.
Svínakótelettur.
8 kótelettur brúnaðar á pönnu,
settar í eldfast fat og búin til sósa
úr: 2 bollar púðursykur, % bolli
ósætur ananassafi, Va bolli hunang,
2 tesk. þurrt sinnep, 6 negulnaglar,
12 heil corianderfræ, ca. 3 matsk.
settar á hverja kótelettu og bakað
loklaust í meðalheitum ofni í 114
klukkustund, og því sem eftir er
af sósunni hellt yfir öðru hverju.
Með þessu eru bornir sykraðir ban-
anar: 6 banönum velt upp úr sítrónu-
safa úr flösku. 2 matsk. smjör brætt
á pönnu og Vi bolla af hunangi
bætt í og bananarnir steiktir þar
til þeir eru heitir og með eins og
glassúr að utan. Það tekur nokkrar
mínútur.
BRASILIA. Cousccous.
2 matsk. feiti (svínafeiti eða
smjör), 2 matsk. saxaður laukur, 1
hvítlaukslauf, 2 matsk. söxuð pers-
ilja, 4 tómatar, 1 bolli rækjur, 5 boll-
ar maismjöl, 1 tsk. salt, 2 matsk.
söxuð pétursselja, 1 bolli grænar
baunir, Vi pund soðin fiskflök, 3
harðsoðin egg skorin í hálft, 1 lítil
dós sardínur og síað af þeim vatnið,
1 tómat skorinn í báta.
Bræðið feitina á pönnu og sjóðið
laukinn þar í, þar til hann er meyr.
Bætið hvítlauknum, pétursseljunni
og tómötunum í og látið malla þar
til allt er meyrt, þætið rækjunum
í og takið síðan hvítlaukinn úr pönn-
unni. Blandið saman maismjölinu og
saltinu og hrærið út með vatninu
og sósunni af pönnunni, eftir að
allt hefur verið síað úr henni og
geymt. Deigið verður stíft og þykkt.
Bætið persiljunni í. Smyrjið form,
en ekki mjög mikið, raðið rækjun-
um, hálfu eggjunum, tómatbátun-
um og sardínunum fallega á botn-
inn og hliðarnar. Fyllið síðan mótið
með því að leggja til skiptis deig
og blöndu af rækjunum og öðru af
pönnunni og soðnum fiskflökunum
og baununum. Lokið forminu með
málmpappír og gufusjóðið í potti
þar sem vatnið nær upp á hálft
formið í 1—IV2 tíma. Losað úr form-
inu á fat þegar það er borið fram.
TTKKLAND. Dcmatsdolma.
10 stórir tómatar, 3 matsk. feiti
til að steikja úr, 1 fínsaxaður lauk-
ur, 2 matsk. hrísgrjón, 2 hg hakkað
nautakjöt, salt, pipar, 1 hg sveppir.
Skerið ofan af tómötunum, en
látið lokið vera fast á einum stað.
Takið innan úr tómötunum með
skeið. Hitið pönnu og brúnið smjörið
svolítið og bætið lauknum, hrís-
grjónunum, skornum sveppunum og
innihaldinu úr tómötunum á pönn-
una og látið það malla þar til hrís-
grjónin eru meyr. Bætið kjötsoði
í ef hrísgrjónin verða of þurr. Setjið
hakkað nautakjöt saman við og
kryddið með salti og pipar. Fyllið
tómatana með þessu og setjið þá í
pott eða pönnu með þéttu loki og
látið standa á mjög litlum hita í u.
þ. b. hálftíma.
ENGLAND.
Lancashire Hot-Pot.
4 lambakótelettur, 2 lambsnýru,
2 hg buffsneiðar, 2 stórir laukar,
smjör, % kg kartöflur, salt, pipar,
kjötsoð.
Flysjið laukana og skerið í sneið-
ar. Setjið þá fyrst á pönnu til að
brúnast, síðan kóteletturnar, nýrun
og buffið, en nýrun og buffkjötið
á að vera skorið í smástykki. Setj-
ið allt í eldfast mót og kryddið inn
á milli laganna, en neðst á að leggja
kartöflur. Sjóðið kjötsoð á pönnunni
og hellið í formið og bætið meiru
soði á, þannig að formið sé fullt að
þremur fjórðu af soði. Setjið þétt
lok á og sjóðið í 1V-2 tíma í meðal-
heitum ofni, en síðasta hálftímann
formið að vera loklaust, svo að
kartöflurnar verði ljósbrúnar.
FRAKKLAND.
Petits Fours Martiniquas.
Þetta er ábætir úr: 2 egg, 30 gr
hakkaðar möndlur, 1 dl sykur, 2
s’éttfullar matsk. hveiti, ljóst romm,
svolítill vanillusykur, 75 gr blokk-
súkkulaði, 50 gr sykraður appelsínu-
börkur, sem lagður hefur verið í
ljóst romm, 2 matsk. rjómi.
Hrærið eggjarauður og sykur þar
til það er hvítt og freyðandi, bætið
25 gr bráðnu blokksúkkulaði í.
Þeytið hvíturnar þar til þær eru vel
stífar og setjið þær varlega saman
við, síðan möndlurnar og hveitið
og gerið það einnig varlega, svo að
loftið fari ekki úr hvítunum. Oft er
eggjahvítunum bætt síðast í deig,
en hér verður það of þykkt, ef það
er gert. Setjið deigið í smápappírs-
form eða vel smurð venjuleg lítil
forwi. Bakið í meðalheitum ofni í
ca. 10 mín. ef pappírsform eru not-
uð en 15 mín annars. Þegar kakan
er bökuð er hún ekki alveg þurr,
heldur svolítið rök. Fylling: Bræðið
það sem eftir er af súkkulaðinu í
vatnsbaði, bætið í rjómanum, van-
illusykrinum, 1 matsk. ljósu rommi
og appelsínuberkinum, sem hefur
legið í rommi. Skerið lok af kökunni
og smyrjið fyllingunni á neðra lagið,
setjið lokið á og skreytið með sult-
uðum appelsínuberki. -k
Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup-
félög, ýmsar gerðir og stœrðir. —
Leitið upplýsinga um uerð og
greiðsluskilmála.
H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN
HAFNARFIRÐI
Simar: 50022 - 50023 - 50322
Frystikistur, 2 stœrðir
150 l og 300 l.— fyrir
heimili, uerzlanir og
ueitingahús.
VIKAN 16. tbl.
55