Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 12
Þorgeir bóndi í Gufunesi er einn hinna hamingjusömu Land-Rover eigenda. Hann keypti sér einn slíkan í fyrravor og sér síður en svo eftir kaupunum. Hann notar Róverinn í allt, yrkir með honum jörðina og notar hann við heyskapinn, fer á honum milli bæja og flytur á honum mjólkina, ekkert stendur í vegi fyrir Róvernum, hvorki gljúpt flag né lausasnjór. Enda er ekkert of gott fyrir bílinn, svo Þorgeir stend- ur á höndum honum til skemmtunar og lætur sig jafnvel ekki muna um að stökkva yfir hann, því hann er íþróttamaður góður. Þeim félögum eru sannarlega allir vegir færir. Ivll I I ÞÚ? :s vegna skyldir þú ekki geta vinna bíl í getraun Vikunnar? Allt jafn einfalt 1. Þér náiS auðveldlega til þurrkurofans, en þó er hann lengst í burtu af öllum stjórn- tækjunum. Og ef það skyldu vera óhrcinindi á framrúðunni, þrýstið þér létt með þumalfingri á sprautuhnappinn í miðjum rofanum, um leið og þér setjið þurrkurnar af stað. 2. — cf þér hafið ekki glcymt að setja vatn á rúðusprautu- brúsann. En það er svo auðvelt verk, að þér getið gert það í sparifötunum án þcss að ó- hreinka ýður. 3. Bak aftursætisins er fest með tveimur auðlcystum fest- ingum. Þér losið þær með sínu handtakinu hvort, og hallið sætisbakinu fram, þegar þér þurfið að koma farangri yðar fyrir eða ná í hann. 4. Það er ekki eðlileg ökustell- ing, nema þér haldið háðum höndum á stýrinu, og eigið auðvelt með það. Manni dettur ekki önnur ökustelling í hug, þegar maður situr undir stýri á Volkswagen. hafa allir jafna vinningsmöguleika — ef þeir ráða aunina rétt. Þegar aka tveir bílar um göturnar, Vikan hefur veitt í verðlaun, og þegar þessari lun lýkur, verða þeir þrír. Aður voru komnir á na Volkswagen og NSU Prinz 4 — þú getur ráðið tum um það, hvort þriðji bíllinn verður Volks- en eða Land-Rover. Valið er frjálst þeim sem ur í getrauninni — og hver segir að það verði einmitt þu? 5. Inniljósið kviknar sjálf- krafa, þegar þér opnið hurðina, og slokknar, þegar þér lokið henni. Þar að auki cr bíllinn húinn handhægum ljósarofa. 6. öskuhakkinn er alveg við höndina, hvort sem þér eruð hílstjóri eða farþegi. Hann tek- ur mikið, og það þarf ekki annað en ýta fjöðrinni niður, til þess að ná honum úr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.