Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 43
Esco sleppti benzíngjöfinni, en hún
fór ekki til baka. Hudsoninn flaug
áfram inn í víðikjarrið á bakkanum.
Áin var 20 metra framundan, og
leirbakkinn niður að ánni snarhall-
aði. Esco trampaði á bremsuna, en
bíllinn rann áfram. — Bakk! Settu
í bakk! öskraði Earl og beygði sig
niður til þess að rífa benzíngjöfina
upp aftur. Hluti úr ryðguðu gólfinu
fylgdi með.
Esco rak Húdsoninn í aftur á bak
gír og seildist í handbremsuna. Vél-
in drap á sér, en bíllinn rann áfram.
Hann rann ekki hratt, en sígandi,
og það var ekkert framundan til
þess að stöðva hann á.
Esco hrópaði: — Út, við verðum
að fara út og ýta!
Þeir hoppuðu út og gripu sinn í
hvorn dyrapóstinn, en bíllinn seig
áfram og þeir með. — Spyrntu í,
Esco, hrópaði Earl. — Við hljótum
að geta haldið honum. Esco stundi
og svaraði svo: — Ég reyni hvað ég
get. Þeir litu hvor á annan yfir
framsætið. Earl hafði aldrei áður
tekið eftir því, hve mjór og vesæld-
arlegur Esco var.
Húdsoninn hægði á sér, þangað
til hann hreyfðist varla. — Við gát-
um það, sagði Earl. Hann var með
tárin í augunum og hann verkjaði
í allan kroppinn. Hann vissi, að
hann gat ekki haldið öllu lengur,
en hann beit á jaxlinn, hélt niðri
í sér andanum og gróf hælana niður
í leirinn. Enn mjakaðist Húdsoninn
nær ánni. — Næstum því, ekki al-
veg, svaraði Esco.
Þeir horfðust í augu gegn um bíl-
inn. Þeir tóku á ýtrustu kröftum
og Húdsoninn nam loks alveg stað-
ar, þegar framstuðarinn var kominn
út af árbakkanum. — Þar kom það,
sagði Esco. — Haltu fast.
Earl velti fyrir sér möguleikan-
um. Þeir yrðu að ná í aftursætið
og setja það við hjólin, meðan þeir
færu að ná í hjálp. Hann teygði sig
eftir húninum á afturhurðinni. Hann
þurfti að teygja sig langt og þorði
ekki að sleppa takinu á dyrapóst-
inum.
Esco tók til máls og talaði lágt.
Það var eins og rödd hans kæmi úr
fjarska.
-— Earl.
_ Huhu?
— Bakkinn er að springa.
Earl trúði honum ekki. — Hvar?
— Hérna undir mér.
Earl greip dauðahaldi um húninn
á afturhurðinni. Leirbakkinn var
að springa fram í ána. Húdsoninn
fór aftur að hreyfast. Þeir tóku á
síðustu kröftunum og reyndu að
halda bílnum, en árangurslaust. Þeir
höfðu enga viðspyrnu. Þeir runnu
með bílnum og horfðust tómlátir
í augu. Þeir horfðust enn í augu,
þegar bíllinn skall í vatnið.
Húdsoninn flaut stutta stund með
Earl í öðrum dyrapóstinum en Esco
í hinum, svo sökk hann að aftan og
vatnskassahlífin sneri stutta stund
til himins í kveðjuskyni, áður en
hann hvarf allur í djúpið. Áin var
sex metra djúp á þessum stað, og
þeir félagarnir fylgdu honum eftir
þessa sex metra.
Esco skaut fyrr upp aftur. Svo
AULMANN
1300
!4i^ÍitíÍÍm^ÍÍ^ÍÍÍÍÍií!>iÍ!ÍÍiÍ!ÍiiÍ^íÍÍÍÍ-.
-------- 580
AULMANN
BAÐKER
E1300
NÝ GERÐ SÉR-
STAKLEGA FRAMLEIDD FYRIR LÍTIL BAÐHERBERGI.
AULMANN BAÐKER OG STURTUBOTNAR, HYÍT OG
LITUÐ, FÁST í MIKLU ÚRVALI.
AULMANN BAÐKERIN ERU VIÐURKENND ÚRVALS-
FRAMLEIÐSLA ÚR STEYPUJÁRNI MEÐ SÝRUVARINNI
POSTULÍNSHÚÐ
$Í0hvAtur Einursson & Co.
Slcipholti 15. — Sími 2Í133.
o
o
co
Earl. Þeir svömluðu upp á bakkann
og lögðust á magann meðan þeir
voru að ná andanum. Earl verkjaði
í hendurnar og axlirnar, en tárin
í augum hans voru vegna Húdson-
bílsins frá 1940, sem nú var að
sökkva í botnleðju árinnar.
Esco velti sér á bakið og aðgætti
hvort hann hefði týnt nokkru af
peningunum. Hann sneri sér að
Earl: — Ertu með peningana?
Earl stakk hendinni í vasann og
kinkaði kolli. Hann grét enn. Allt
í einu fór Esco að hlæja. Hann hló
svo, að það heyrðist ekkert í
honum. Earl horfði á hann, svo
fór hann að hlæja líka. Fyrst lágt,
síðan hærra, svo hætti hann og leit
aftur á Esco. Svo hélt hann áfram.
Esco náði sér svo mikið, að það fór
að heyrast í honum, og þeir hlógu
báðir hástöfum. Það var engu lík-
ara en þeir hefðu orðið vitni að
hlægilegasta og fáránlegasta at-
burði veraldarinnar. Hláturinn barst
upp leirbakkann, gegn um viðinn,
yfir sandinn og alla leið upp í
Wayne Street, og bergmálaði til
baka. Það bergmálaði frá negrahús-
unum og tómu niðursuðudósunum
og bjórflöskunum í kring um þau
og bílflökunum og brotajárninu á
svæðinu niðri við árbakkann.
Þeir hlógu sig máttlausa. Loks
stóðu þeir upp; tárin streymdu nið-
ur eftir andlitum þeirra og smjör-
brýlugum, rennvotum fötunum. Þeir
lögðu handleggina hvor um annars
axlir, og saman gengu þeir af stað
upp yfir leikbakkana, víðikjarrið og
sandinn.
Hláturinn sauð ennþá niðri í
þeim. ★
E n d i r .
DÆGUR ÓTTANS.
Framhald af bls. 29.
hans þennan dag — hann var eins
og ostra, og hann, Tony Korff, ætl-
aði að finna hina dýrmætu perlu,
þegar honum hentaði.
í ALLMIKILLI fjarlægð en þó
undir sama þaki lá Bert Rilling í
móki sársauka og deyfilyfja og
barðist við að komast til rænu.
Sjáöldrin, sem dregizt höfðu saman^
vegna deyfingarinnar, reyndu að að-
laga sig rökkrinu bak við vindu-
tjöldin, sem dregin höfðu verið nið-
ur. Hann var of þreyttur til að láta
hugann reika víða. Eins og ástatt
var, sætti hann sig við að hugsa
einungis um sjúkraherbergið, sem
hann lá í.
Það hafði að vissu leyti verkað
VIKAN 21. tbl. —