Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 23
Smásaga eftir Willard Temple Þýð. Kolbrún Friðjónsdóttir FJALLASTÚ LKAN „Ef ungur maður getur ekki gengið þrjá kílómetra til að heimsækja stúlkuna sína, er ekki mikið við hann,“ sagði faðir hennar — En myndi Stefán gera það? UNGI MAÐURINN, sem ég hafði veitt eftirtekt allan matartím- ann, kom til mín eftir kaffið. „Mig hefur allan tímann langað til að heilsa yður,“ sagði hann. „Getum við ekki hitzt einhvern daginn?" „Hvers konar bíl eigið þér,“ spurði ég. Hann leit á mig. „Hefur það svo mikið að segja. — Það er lítill sportbíll, árgangur 1960.“ „Þá þýðir það ekkert. En það var fallegt af yður að spyrja.“ Hann leit undrandi á mig áður en hann spurðúmeð hæðnislegu brosi: „Ef ég hefði átt nýrra model, hefði ég þá fengið leyfi til að bjóða yður út?“ „Nei. Aðeins ef þér hefðuð átt gamlan Ford. Eða þá kannski Packard frá 1929. Hann horfði lengi á mig. „Mynduð þér hafa nokkuð á móti því að byrja á byrjuninni," spurði hann svo. „Það er ekki neitt leyndardómsfullt við það,“ sagði ég. „Ég á heima uppi í fjöllunum. Þar eigum við pabbi og ég dálitla jörð og húsið okkar er þrjá kílómetra frá þjóðveginum.“ „Ég skil ekki enn,“ sagði hann. „Þér skiljið, þegar ég er búin að útskýra það,“ sagði ég þolinmóð. „Skiljið þér, afleggjarinn til okkar bugðast, ekki gegn um fjöllin, held- ur meðfram fjallsbrúninni. Hann er mjór og holóttur og eftir rigningu er hann eitt svað. 1960-sportbillinn yðar kæmist hann ekki. Ég ætlaði að- eins að spara yður ómakið við að reyna. Og nú verð ég að fara. Ég verð að finna einhvern sem getur ekið með mig heim. Pabbi bíður eftir mér þar sem okkar vegur og þjóðvegurinn mætast." „Má ég fá að aka yður þangað,“ spurði hann og rétt á eftir vorum við á leiðinni. Hann spurði mig, hvers vegna ég byggi svona afskekkt. „Faðir minn vill það,“ sagði ég. „Hann er mjög gamaldags. Hann álítur að heimurinn sé á leið til glötunar og hann hatar að vera umkringdur af fólki.“ „Ég hef aldrei hitt stúlku eins og yður áður,“ sagði ungi maðurinn. „Ég er meira að segja byrjaður að hugsa um að kaupa gamlan Ford, ef ég gæti haft upp á einhverjum." Meðan við ókum, sagði hann mér frá sjálfum sér. Hann hafði lært eðlis- fræði í háskóla og vann nú við fyrirtæki, sem framleiddi rafmagnsvörur. „Þér getið stanzað hér,“ sagði ég. Ég greindi föður minn í myrkrinu, þar sem hann stóð við hliðina á jeppanum okkar. Faðir minn er tveggja metra hár og hann skelfir unga menn næstum jafn mikið og vegurinn okkar. Þeir heilsuðust og þegar ég settist inn í jeppann, ók Stefán heimleiðis. NÆSTA MORGUN og allan fyrri hluta dagsins, gerði ég mér ljóst að ég gekk um og hugsaði um Stefán um leið og ég gerði hreint og eldaði matinn. Þegar síminn hringdi um kaffileytið var það hann. „Ég á ekki ennþá gamlan Ford,“ sagði hann, „en ég hef tvo ágætis fætur, og mér datt í hug, að ég gæti lagt bílnum niðurfrá við þjóðveginn og gengið síðustu kílómetrana. Má ég koma í kvöld?“ „Komið þér og borðið kvöldverð með okkur,“ sagði ég. „Það er það minnsta sem ég get gert, ef þér ætlið að ganga þessa löngu leið. Gætið yðar, að detta ekki í einhverja gjána.“ Framhald á bls. 31. VIKAN 21. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.