Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 41
Örugg ferðaþjónusta fyrir hópa og einstaklinga. Kaupið farseðlana hjá Útsýn
og þér fáið hvers kyns þjónustu og skipulagningu á ferð yðar án nokkurs auka-
kostnaðar.
Farseðlar með flugvélum, bifreiðum og skipum
Hópferðir Útsýnar njóta einróma vinsælda og álits allra, sem til
þekkja, enda byggjast þær á áratugs reynslu og þekkingu á ferðalögum.
Hópferðir sumarið 1963:
Bretlandsferð með m. s. Gullfossi 15.—27. júní
HQTEL-
pantamír
Mið-Evrópuferð — Kaupmannahöfn, Rínarlönd, Sviss, París —
10- -27 ágúst.
Spánarferð — London — 10.—27. september.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
Austurlandaferð í október.
Hafnarstræti 7. — Sími 23510.
SMJÖRÞJÓFARNIR.
Framhald af bls. 24.
þetta innkaupasamband, því þeir
myndu verða tilleiðanlegir að selja
fyrir dollar á pundið ef þeir keyptu
allt saman. Snipe hugsaði sig um
nokkra stund og sagðist svo ekki
hafa leyfi til þess. Earl spurði leyfi
til hvers, og Snipe sagði leyfi til
þess að hringja í innkaupastofnun-
ina.
Earl snaraðist aftur að bílnum.
Cowboy var umkringdur af tveggja
punda kaupendum, hundum, kött-
um, krökkum og flugum. Hatturinn
hans var ennþá uppi á bílnum og
hann hafði lagt um það bil hálfan
smjörklump á húddið á bílnum. Það
bráðnaði hraðar en það seldist.
Smjörið streymdi fram af húddinu
og niður efir grillinu, og flugurnar
og mýflugurnar gæddu sér á því í
þúsundatali. Hann benti á smjörið
á húddinu, en Cowboy flissaði og
sagði: — Ég kemst betur að því
þarna.
Earl byrjaði að bölva honum, en
sá þá að smjörið í aftursætinu bráðn-
aði með sama hraða, svo hann hætti.
f staðinn sagði hann Earl að útvega
þvottafat og í það settu þeir af-
ganginn af húddsmjörinu. Svo sagði
hann Cowboy að selja úr fatinu,
meðan þeir færu upp til Doc Lan-
caster, því nú var Esco kominn aft-
ur með stóra pöntun: Tuttugu og
fimm pund fyrir apótek Doc Lan-
casters. Þeir settust inn í bílinn. Nú
var orðinn stöðugur, gulur straum-
ur niður úr bílnum, og hundarnir
voi'u í einni iðandi kös undir honum.
Esco krossbölvaði á leiðinni upp
eftir.
— Andskotinn, fjandinn, helvíti.
Allur þessi fíni ís í mjólkurbúinu,
og okkur datt ekki í hug að taka
svolítið með okkur af honum.
Hann hætti að bölva, þegar þeir
komu að Main Street. Það birti yfir
honum. — Næst þegar við — hann
hló. — Veiztu, hvað kokkskrattinn
á Landsstjórasetrinu sagði?
— Nei, hvað? spurði Earl.
— Hann sagði að landsstjórinn
æti ekki smjör og ekki kjöt og ekk-
ert steikt.
— Hvað étur hann þá?
— Hann étur grænmeti og ein-
hvers konar þaramjöl.
— Drekkur hann?
— Hvorki drekkur né reykir. Að-
eins mjólk og svona náttúruvökva.
— Sá er skrýtinn.
Inni í apótekinu skáru þeir einn
klump í tvennt.
— Hvernig get ég vitað, hvort
þetta eru tuttugu og fimm pund?
spurði Doc.
— Þetta er næstum hálfur klump-
ur, og klumpurinn vegur nærri sex-
tíu kíló. Reyndu að lyfta þessu.
Doc laut niður og lyfti smjörinu
frá gólfi og sleptpi því svo. — Allt
í lagi ,svaraði hann. — Þetta eru ná-
kvæmlega tuttugu og fimm pund.
Segið mér ekki hvar þið fenguð það.
Setjið það þarna inn í frystiklefann
og hypjið ykkur burt.
Það var þrjátíu og sex stiga hiti
í skugga úti, og þeir gátu hvergi
fundið svalari stað til þess að leggja
Húdsoninum á. Smjörstaflinn í aft-
ursætinu lækkaði stöðugt, og smjör-
straumurinn rann undan bilnum of-
an í rennusteininn. Þeir urðu að
hafa snör handtök. Næst þurftu þeir
að koma til Brown Derby. Esco
setti í gang, ók aftur á bak frá hús-
inu og setti í fyrsta. f sama bili var
kallað:
— Esco! Earl! Það er ég! Bíðið
eftir mér.
Það var Cowboy, sem kom á fullri
ferð á hjólinu sínu og veifaði kúr-
ekahattinum yfir höfði sér. Trigger
tölti við hlið hans og rakti smjör-
slóðina. Cowboy snarhemlaði við
hliðina á Húdsoninum og keyrði
hattinn aftur á hnakka.
— Þeir eru á eftir þér, Esco. Þér
líka, Earl. Eftir ykkur báðum.
— Hverjir?
— Löggurnar. Þessi ræfill í mat-
vöruverzluninni, Snipe, hann sagði
löggunni. Hann hringdi í þá. Sagði
þeim nöfn ykkar og lýsti bílnum og
benti á mig og sagði að ég vissi,
hvert þið hefðuð farið.
— Hvert sagðirðu honum, að við
hefðum farið?
Cowboy hló og setti á sig hanzk-
ann. —■ Olympiu, ég sagði honum,
að þið hefðuð farið til Olympiu. Og
löggan gaf í á þessum Ford sínum.
— Við verðum að losna við smjör-
ið, sagði Esco. Hann leit aftur fyrir
sig og svo aftur heim til Brown
Derby í næsta húsi. Það var ekki
tími.
— Við skulum fara niður að ánni,
sagði Earl. — Þar sér okkur eng-
inn. Við getum lagt sætið í bleyti
og losnað við lyktina.
Cowboy sló hanzkaklæddri hægri
hönd sinni á hanzkaklæddan vinstri
lófann. Hann gaf horn'auga og ygldi
sig og sagði milli samanbitinna
tannanna án þess að bæra varirnar.
— Hafið ekki áhyggjur af þess-
um Snipe náunga.
— Af hverju ekki?
— Ég talaði við hann. Mál, sem
hann skilur. Ég gaf honum tvö
vinstri handar og lauk svo við hann
með John Wayne spesíal. Um leið
lék hann fyrir þá atburðinn. Hann
gaf John Wayne spesíal út í loftið
svo kröftuglega, að hann var nærri
dottinn sjálfur, og Earl sá fyrir sér
hvar Snipe þaut í fögrum boga níu
fet upp í loftið.
Cowboy sló hnefanum aftur í lóf-
ann. — Hann var eitthvað að þvaðra
um það, að við værum með óheiðar-
lega samkeppni við hann. Svo ég lét
hann hafa það. Hann dundi í götuna
eins og fræpoki. Ég breiddi svunt-
una hans yfir andlitið á honum þeg-
ar ég fór, ég vil ekki, að hann fái
sólstungu.
— Góður strákur, Cowboy, sagði
Esco. — Mér þykir vænt um þig.
Það er alveg satt.
Cowboy tók af sér annan hanzk-
ann og stakk honum undir byssu-
beltið. — Hérna, sagði hann. — Hér
eru peningarnir ykkar. Sautján doll-
arar og fimmtíu sent.
Esco klappaði honum á handlegg-
inn. — Nei, Cowboy, þú átt þetta.
VIKAN 21. tbl. —