Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 49
Smám saman fengu blaðamenn- irnir nóg. Þeir flýttu sér burt, nú var eftir að skrifa fréttirnar. Á Morgunblaðinu var talið víst að Matthías væri óþreyjufullur og eirð- arlaus. Indriði hefur sjálfsagt fyllt öskubakkana á Tímanum, ívar á Þjóðviljanum hefur beðið með stak- asta jafnaðargeði, en ég treysti mér ekki til að spá í forsvarsmannamál- in á Alþýðublaðinu. Inni í messanum hittum við þrjá yngstu skipsmennina á Óðni; messadrengina þrjá, Hreiðar Gísla- son úr Hafnarfirði, 14 ára, Ólaf Sigurðsson 16 ára og Guðlaug Sig- urðsson 15 ára úr Reykjavík Sá fyrsttaldi hafði of mikið að gera til þess að geta talað við okkur, en hann er sá eini „vani“ af þessum þremur, hefur verið messi síðan í febrúar. Hjá hinum báðum var þetta fyrsti túrinn. Gaman? Jú, en ekki mjög. Ætla þeir aftur? Óvíst. Þeir voru yfirleitt heldur svarafáir, drengirnir. „f mínu ungdaémi“ hefði þetta ekki þótt afslagur. Upp bryggjuna urðum við sam- ferða einum þeirra, sem fór á móti Milwood. — Þeir voru illir, Skot- arnir, sagði hann. — Illir út í Þór- arin. Þeim finnst hann ekki „fair“. Þeir segja, að hann sé alltaf uppi með frekju og hótanir, og það vekur mótvilja. Þeir segja, að honum sé aðeins eitt í hug: Að taka fleiri tog- ara í landhelgi en Eiríkur Kristó- fersson. Þetta stakk að vísu dálítið í stúf við þá hugmynd, sem ég fékk um manninn uppi í brúnni stundu fyrr, en tvær hliðar eru óneitanlega á hverju máli, eins og áþreifanlega hefur sannazt oftar en einu sinni. Og einhvers staðar austur af Vestmannaeyjum var Palliser með skozka skipstjórann John Smith. Honum var haldið utan seilingar réttra yfirvalda, í þakklætisskyni fyrir það, að þessi sömu yfirvöld vildu ekki fara að með illu og sökkva undan honum togaranum. Líklega hefðu þó fáir íslendingar harmað þá afgreiðslu. sh. MIÐGLUGGINN. Framhald a£ bls. 21. Þegar hún hafði lokið söngnum, sat hún kyrr og horfði á titrandi hendur sínar ... Nú myndi engrar undankomu auðið lengur. Ian kom og tók bókina, gekk aft- ur að glugganum og las það, sem á saurblaðið var ritað. Hann leit við. „Þetta er merkilegt!" sagði hann ákaftur. „Veiztu, hver þessi tvö eru?“ Judy neyddi sig til að líta upp og horfast í augu við hann. „Já. Þú sagðir mér frá þeim, daginn sem við komurn hingað fyrst ... Það var hún, sem lét múra upp í miðglugg- ann ... Hann hlýtur að hafa gefið henni þessa bók, áður en hann fór í uppreisnina.“ „Hann féll í henni.“ „Já. Hún skrifaði niður lögin, eins og hann bað hana um, en hún söng þau aldrei fyrir hann.“ Ian leit aftur á saurblaðið. „Þegar ég kem aftur, setzt þú við harpsí- kordið og syngur þau fyrir mig“. Hann kastaði bókinni frá sér og sneri sér snöggt að Judy. „Þegar ég kem aftur ...“ „En hann kom aldrei aftur,“ hvisl- aði hún. „Ertu viss um það? Kannski er hann kominn aftur.“ Judy leit skelkuð á hann. Ein- hvern veginn var hann gjörbreytt- ur, fullur af eldmóði og hita. Hún þekkti hann naumast fyrir sama mann og áður. Nú var hann líkari höfðingjanum á málverkinu en nokkru sinni fyrr. „Hvað áttu við?“ sagði hún ó- styrk. Rödd hans var klingjandi af sann- færingu. „Hvernig koma hinir fram- liðnu aftur?“ „Þeir koma ekki aftur,“ sagði hún lágt. „Hinir framliðnu eru horfnir okkur.“ Ian starði á hana brennandi augnaráði. Hún gat ekki mætt því. „Nei, þeir eru ekki horfnir," sagði hann. „Þeir eru lifandi. Þeir ná tök- um á þeim, sem hér lifa.“ Ásókn hinna framliðnu! Óttinn, sem hafði nagað hana hið innra all- an þennan tíma, náði valdi yfir henni. Hún greip um andlitið. „Storm- urinn er að koma!“ hrópaði hún. Fyrsta eldingin leiftraði á himn- inum. Ian veitti því enga athygli. „Judy, skilurðu ekki, hvað er að gerast?" sagði hann æstur. „Fortíð- in er vöknuð aftur til lífsins í okk- ur báðum ... Þegar ég kom fyrst hingað, fannst mér eitthvað ásækja mig, það var eins og annar maður hefði náð tökum á mér. Hugsjónir og minningar, sem ekki tilheyrðu mér sjálfum, rifjuðust upp. Fram- liðinn maður náði tökum á mér. Framliðinn maður, sem hafði áform- að að byggja hér Útópíu, en dó, áð- ur en hann gat hrundið hugsjón sinni í framkvæmd, er nú að halda starfi sínu áfram gegnum mig.“ „Þú átt við Ranald Macdonald, sem skrifaði á saurblað bókar- innar?“ „Já. Þannig koma hinir framliðnu aftur til jarðarinnar. Þeir lifa í af- komendum sínum.“ „En ég? Hvað um mig?“ „Judith Macdonald, eiginkona hans, náði valdi yfir þér, þegar þú komst til Kinmohr fyrir nokkrum vikum ... Er það kannski ekki satt? “ „Nei, nei!“ stundi Judy. „Það er ómögulegt ■— hinir framliðnu snúa ekki aftur — það er hræðilegt, ó- hugsandi!“ Orð hans skullu yfir hana eins og flóðbylgja. „Hvers vegna er það hræðilegt? Þá er enginn dauði leng- ur til. Ranald Macdonald ætlaði sér að byggja Útópíu hér í dalnum ... Allir héldu, að hann væri brjálaður, alveg eins og allir halda, að ég sé brjálaður .. . Og þeir drápu hann, eins og þeir drepa yitfirringa. En dauðinn gat ekki þurrkað hann út. Hann lifir og starfar í mér.“ „Og Judith?“ hvíslaði Judy. „Hann elskaði hana, eins og ég elska þig.“ Hann lækkaði róminn, eins og hann væri að hafa yfir orð, KÁPUR eru framleiddar í eftirtöldum gerffum: ULLARKÁPUR m. loffskinni TERELYNEKÁPUR RÚSKINNSKÁPUR NAPPASKINNSKÁPUR FATASKINNSKÁPUR og DELT A-FERMIN GARKÁPUR án effa meff loffskinni. DELTA ER ÞAÐ BEZTA ma VIKAN 21. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 21. Tölublað (23.05.1963)
https://timarit.is/issue/298538

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. Tölublað (23.05.1963)

Aðgerðir: