Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 50
SOLUBORN NÚ FER AÐ YERÐA SPENNANDI AÐ SELJA YIKUNA - ALLTAF EYKST SAL- AN OG ÞIÐ SEM DUGLEG ERUÐ, FÁIÐ VERÐLAUN. NÆSTll VERDIAUN: GÖNGUFÖR AESJUNA ÞETTA VERÐUR SKEMMTILEG HÓP- FERÐ í SUMAR. ÞAÐ VERÐUR FARIÐ UPP Á AUÐVELDUM STAÐ OG ÞIÐ FÁIÐ AÐ GEFA YKKUR GÓÐAN TÍMA. ÖLL SÖLUBÖRN, SEM SELJA 20 BLÖÐ AF ÞESSARI VIKU OG FJÓRUM ÞEIM NÆSTU, FÁ RÉTT TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSARI SKEMMTIFERÐ. er sögð hefðu verið endur fyrir löngu. „Hún var sólin og tunglið og stjörnurnar yfir dalnum, kertið og hlýr loginn.“ Aftur blossaði elding fyrir utan og hellti hvítu Ijósflóði yfir garð- inn. Þrumurnar færðust nær. Skelf- ingin gerði Judy viti sínu fjær. Hún rauk upp. „Þessar eldingar!“ æpti hún. „Ég hata þær, hata þær! Þær minna mig á það, sem ég gerði þér. Þær rifja þetta allt upp. Þetta hryllilega sár, sem ég veitti þér!“ Ian róaðist, þegar hann sá geðs- hræringu hennar. „Hvaða sár?“ sagði hann. „Judy, um hvað ertu að tala?“ Hún hljóp yfir gólfið og sleit sig lausa, þegar hann ætlaði að hindra hana. Hún féll á kné fyrir framan miðgluggann og lagði höfuðið á eikarkistuna. Hún fór að gráta með þungum ekka, og hann gat varla greint orð hennar. „Ó, Guð minn góður, ó, Guð, láttu mig deyja á hæðunum, þar sem engir menn koma og allt er hljótt nema spóarnir, sem kveina, og læk- irnir, sem gráta ... Vatnið er hreinna en blóð og regnið hreinna en tár .. . Ég get ekki þvegið það burt! Allt heimsins vatn getur ekki þvegið burt glæpinn, sem ég framdi gagnvart þér! Ég get látið múra upp í gluggann á veggnum, en ég get aldrei byrgt opið í hjarta mínu, sem hleypir dauðanum inn.“ Ian varð svo hverft við, að hann náði fullu valdi yfir sjálfum sér. Hann var aftur orðinn Ian Mac- donald. „Judy! Judy!“ Hann reisti hana varlega á fætur og hélt fast utan um hana. Enn leiftruðu eldingarnar, og hún huldi andlit sitt við brjóst hans. „Ég þoli þetta ekki!“ kveinaði hún. „Ég þoli ekki meira! Getur enginn stöðvað þetta!“ „Eldingarnar, Judy?“ sagði hann. Svo hristi hann hana skelkaður. „Judy, Judy!“ „Nei.“ Hún leit upp. Augnaráð henar skýrðist, og angistarsvipurinn hvarf hægt. Hún var aftur orðin Judy. Þau hölluðu sér hvort að öðru, úttauguð og ringluð, en nú komin til sjálfra sín. „Hvað var ég að segja?“ hvíslaði hún. „Ég veit ekki, hvað ég var að segja ... Var það ég, sem talaði?“ „Þig var að dreyma," svaraði Ian róandi. „Annað var það ekki.“ Hann huggaði hana, eins og hún væri barn, sem hefði vaknað upp úr martröð, strauk hár hennar og kyssti hana laust. „Hvað gengur að okkur?“ hvíslaði hún. „Við vitum það ekki enn,“ sagði hann. „Við verðum að bíða átekta.“ Allt í einu ýtti hún honum harka- lega frá sér og gekk að harpsíkord- inu. Hann hrökk við, líkt og hann myndi loksins, hvar hann var staddur. „Judy, fyrirgefðu mér,“ sagði hann vandræðalega. „Ég gerði þig dauðhrædda. Og ég hafði engan rétt til að segja þér, að ég elskaði þig. Það var ófyrirgefanlegt. Ég ætlaði mér það alls ekki. Það var eins og einhver annar talaði fyrir mig.“ Þau heyrðu hurðarskell og raddir, sem færðust nær. Hitt fólkið var að koma, og Judy fór að gráta í máttlausri örvilnun, því að henni fannst þau enn standa í sömu spor- um og engu nær lausninni. Hún mundi ekki einu sinni, hvað hún hafði sagt í þessu hálfgerða óráði. Tjaldið mikla hafði lyfzt, en síðan fallið aftur. Hún var enn í óvissu. „Þau eru að koma,“ kjökraði hún, „og ég finn ekki vasaklútinn minn.“ Ian kraup á kné við hlið hennar og reyndi að sefa hana. „Hérna er vasaklúturinn þinn ... Judy, við verðum að fara gætilega. Við erum komin út í einhverjar ógöngur, sem við botnum ekkert í. Við skulum reyna að bíða róleg og sjá, hvort við finnum ekki lausn á málinu ... Eigum við það ekki?“ „Jú,“ hvíslaði Judy. „Ó, ég er svo óskaplega þreytt! .. . Ert þú ekki þreyttur?“ „Jú.“ Hann lagði höfuðið í kjöltu hennar andartak, en stóð síðan á fætur. „Þau eru að koma. Ég verð að fara.“ Hann fór út um gluggann. Judy bældi niður ekkann, þegar fólkið kom inn, og þakkaði sínum sæla, að dimmt var í stofunni. „Við heyrðum þig syngja, Judy,“ sagði Lady Cameron. „Skelfing var þetta dapurlegt lag. Jæja, nú ætla ég í háttinn. Góða nótt, elskan. — Heyrðu, Judy, þú hefur verið að gráta!“ Hún leit undrandi á náfölt og tek- ið andlit dóttur sinnar. „Það var þrumuveðrið,“ sagði Judy lágt. Lady Cameron hristi höfuðið. „Hún hefur alltaf verið bandvitlaus af hræðslu við eldingar, alveg frá því að hún var smákrakki. Jæja, Jean, góða nótt, elskan.“ Karlmennirnir fóru út, og ungu stúlkurnar sátu tvær einar eftir. Jean gekk að glugganum og dró tjöldin frá. „Ó, sjáðu, Judy! Fjallið er dásamlegt núna með eldingunum á himninum fyrir ofan.“ „Nei,“ sagði Judy. „Ég hata það, ég .. .“ Hún þagnaði skyndilega. Jean hafði tekið eftir kjólnum og hélt nú á honum. „Judy, hvað er þetta? Hvar fannstu þennan kjól? Hann er guð- dómlega fallegur." Judy tók andköf ... Aftur ... Fyrst bókin og nú kjóllinn. „Þetta er bara gamall kjóll, sem ég fann í eikarkistunni,“ sagði hún. Jean hélt áfram að skoða hann og þukla á litlu, gulu rósunum og krínólínunni. Judy langaði að garga. Það var eins og einhver væri að meiða hennar eigið barn. „Farðu í hann, Judy,“ sagði Jean loksins. „Mig langar svo að sjá, hvernig hann lítur út.“ Judy hörfaði aftur á bak. „Nei!“ „Hvers vegna ekki? Við gleymum þá þrumuveðrinu á meðan ... Æ, vertu nú ekki þessi kjáni, Judy!“ Já, hvers vegna ekki? hugsaði Judy með sér. Hvers vegna ekki að herða upp hugann og steypa sér út í það strax? Ef til vill myndi það leysa vand- ann. Ef hún færi í kjólinn, sem eitt sinn hafði sveipað lifandi líkama Judith Macdonald . .. Kannski myndu líf þeirra beggja sameinast og flóðbylgjan bera það yfir úfið hafið að ströndinni handan tíma og rúms, þar sem hún myndi vakna til skilnings . .. Hún stóð upp, teinrétt og grann- vaxin, og Jean færði hana varlega úr kjólnum. Síðan steypti hún krínólínunni yfir höfuð sér, litlu, gulu rósirnar dönsuðu, Jean festi króka og sléttaði hrukkur. Þarna stóð hún, tíguleg og undrafögur ... Judith Macdonald. „Hann er alveg mátulegur,“ sagði Jean hrifin. „Hann gæti hafa verið saumaður á þig .. . Þú ert yndisleg, Judy.“ Regndroparnir byrjuðu að falla. Þeir uxu að magni og styrk, og nú heyrði Judy fótatakið fyrir utan ... Það var lan ... Ian að koma aftur ... Hún vissi, að það var Ian. „Hafðu ekki hátt! “ hvíslaði hún að Jean. „Ég verð að hlusta.“ „Hlusta á hvað?“ spurði Jean undrandi. „Æ, geturðu ekki þagað!“ hrópaði Judy óþolinmóð. „Heyrirðu ekki til hans?“ „Hvers?“ sagði Jean skelfd. „Ég heyrði bara í rigningunni." Hún greip um handlegginn á Judy. „Hvað er að þér, Judy? Judy!“ Judy sleit sig lausa ... Hún heyrði fótatakið aftur ... Það var einhver, sem dróst áfram með erf- iðismunum ... „Slepptu mér!“ æpti hún, „Láttu mig vera! Farðu! Af hverju geturðu £Q — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.