Vikan


Vikan - 23.05.1963, Síða 21

Vikan - 23.05.1963, Síða 21
Hún heyrði fótatak í forstofunni og flýtti sér að leggja kjólinn á stól í dimmasta horninu. Hún þorði ekki að koma nærri miðglugganum. Það var þunglamalegt yfir borð- um. Jean, systir Ians, og majórinn, frændi þeirra, voru viðstödd, en það var of heitt til að halda uppi fjör- ugum samræðum. Ian sagði fátt og virtist annars hugar. Eftir matinn gekk Jean að harpsíkordinu. „Æ, spilaðu eitthvað fyrir okkur, Judy,“ sagði hún. „Aum- ingja gamla skrapatólið er aldrei snert.“ Aður en Judy gat hindrað hana, var hún búin að opna það. „Hvað er þetta?“ sagði hún og hélt á loft sönglagaheftinu. Judy fannst allt í einu eins og verið væri að rífa utan af henni fötin. Þau voru að tæta fötin utan af Judith ... Forvitnast um hluti, sem komu engum við nema Ian, Angusi og henni sjálfri. Hún tók bókina varlega af Jean. Hvað sem það kostaði, mátti hún ekki sjá það, sem skrifað var á saur- blaðið. „Þetta er gömul sönglaga- bók, sem ég fann í svefnherberginu mínu,“ sagði hún í léttum tón. Hún settist við hljóðfærið. „Ég kann þessi lög ekki nógu vel til að syngja þau,“ skrökvaði hún, „en ég skal spila eitthvað annað í staðinn.“ Hún spilaði nokkur sálmalög eftir Bach, sem hún kunni utan að. Þau hlustuðu þegjandi en áhugalaus. „Eigum við ekki að spila Bridge?“ spurði Charles, þegar leiknum var lokið. Hann hataði Bach. Majórinn stóð strax upp. „Endi- lega.“ „Hver getur verið fjórði maður?“ spurði Sir James. „Judy og Jean eru hvorug gefnar fyrir spil ... Macdonald?“ „Ég er álíka slyngur Bridgespil- ari og veiðimaður," varaði Ian þá við. „Jæja, þá verður þú að koma, mamma,“ sagði Charles og leit á Lady Cameron. Lady Cameron stóð upp með erf- iðismunum og dæsti þunglega. Jean leit á bróður sinn og Judy, brosti íbygginn og fór á eftir hinum fram í reyksalinn. Þegar dyrnar lokuðust, fannst Judy eins og ljósin í leikhúsinu dvínuðu og tjaldið mikla byrjaði að hreyfast ... Ævintýrið var að byrja ... Ian stóð við harpsíkordið og horfði á bókina. „Á ég að syngja fyrir þig eitt af lögunum?” spurði Judy. „Já, gerðu það.“ Hann gekk að glugganum og horfði út, meðan hún söng. Það var þunglyndislegt, lítið lag, en hún sá ekki, hvernig honum var innan- brjósts', því að hann sneri bakinu að henni. Framhald á bls. 49. Það sem áður er komið: Júdý Cameron er trúlofuð Charles. Málverk af þreföldum glugga verður þess valdandi, að hún ákveður að dvelja sumarlangt á afskekktum stað í Skotlandi með unnusta sínum og foreldrum.Hún hefur aldrei komið þar áður en þekkir þó hverja þúfu þar og ráðsmanninn Angus og eigandann Ian. Judy og Ian Iaðast hvort að öðru og er sem þau séu gamlir kunningjar. Nótt eina þykir Judy hún sjá svipi liðinna alda og þeirra á meðal hina horfnu húsfreyju þessa staðar: Judith. — Ian leggur stund á að liðsinna leiguliðunum, m. a. með læknisstörfum, og það verður úr, að Judy tekur að hjálpa honum. Eitt kvöldið segir Ian henni frá öllum áformum sínum og hún svarar: Ég er hrædd um, að þetta taki þig alla ævina. Henni til undrunar fannst henni, að hún hefði sagt þessi sömu orð einhvem tíma áður. VIKAN 21. tbl. 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.