Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 51
ekki farið!“
Jean flýði dauðhrædd að sækja
Lady Cameron. Judy stóð grafkyrr
og hlustaði spennt. Nú heyrði hún
ekkert nema regnið fyrir utan, en
hún fann, að flóðbylgjan var að rísa
og tjaldið mikla að byrja að lyft-
ast ...
Hún leit á miðgluggann. Tjöldin
voru dregin fyrir, en þegar hún
horfði á þau, bærðust þau svolítið.
Skelfing greip hana ... Var ein-
hver fyrir utan að reyna að komast
inn? En enginn gat komizt inn, það
var múrað upp í miðgluggann . . .
Samt hreyfðust tjöldin ... Ó, Guð,
hvað myndi hún sjá koma gegnum
þennan skelfilega glugga?
Von bráðar vissi hún það. Tjöld-
unum var svipt til hliðar, og þarna
stóð hann og hallaði sér upp að
gluggakarminum. Hann andaði ótt
og títt, og eldingarnar blossuðu fyr-
ir aftan hann. Fötin hans voru rifin
og forug, hárið svitastorkið og klesst
við ennið. Hann þrýsti annarri
hendinni að síðu sér, og milli fingr-
anna vall fram rautt blóðið. Andlit
hans var náhvítt. Hún horfði á lífið
fjara úr augunum, unz hann starði
á hana ósjáandi líkt og svipirnir
gráu fyrstu nóttina, sem hún svaf
í húsinu.
Flóðbylgjan skall yfir hana, og
allt hvarf í myrkur. Hún sá ekkert
lengur.
Þegar Jean kom inn með Lady
Cameron, fundu þær Judy liggjandi
meðvitundarlausa á gólfinu fyrir
framan miðgluggann .. .
Framhald í næsta blaði.
Minn fyrirrennari...
Framhald af bls. 28.
Það er svo inspírerandi. Til þess að
vera kúnstner þarf maður svo mikla
erótík. Kúnstnerar ættu helzt að
hafa heilt harem.
— Og ketti?
— Ég hef enga ketti hér, en einu
sinni átti ég átta ketti úti í Kaup-
mannahöfn. Ég varð að flýja her-
bergið út af kattapissulykt. Svo gaf
ég þá óriginal, sem átti fjártán ketti
fyrir. Kettir eru guðdómleg dýr.
Það er ekkert eins intressant og að
sjá ketti para sig. Maður verður nýr
og betri maður af því að sjá ketti
para sig.
•—• Er íslenzk mvndlist nokkuð að
breytast? Ber hún nokkurn keim
katta og erótíkur?
— Þegar ég tala um íslenzka
myndlist, tala ég um sjálfan mig
Önnur myndlist er ekki til á íslandi.
Og ég er enginn einn ismi. Stíll
minn er varíerandi frá mynd til
myndar. Þess vegna er ég alltaf nýr,
alltaf ferskur. Það getur enginn
sagt: Svona eru myndir Alfreðs
Flóka. Þær eru alltaf nýjar. Þær
koma alltaf á óvart.
•— Lætur þér betur að vinna á
einum tíma sólarhringsins en öðr-
um?
— Ég vinn afskaplega mikið á
nóttunni. Þá stend ég í sambandi
við gömlu snillingana. Þá loka ég
mig inni, og eftir að hafa talað lengi
við sjálfan mig er herbergið orðið
fullt af renessíanskúnstnerum og
barokkdjöflum. Ég er sannfærður
spíritisti og kemst oft í kontakt við
þessa meistara. Ég skynja þá, og
einstaka sinnum sé ég þá. Ég hef
séð Rafhael og einu sinni sá ég
Rembrandt rétt bregða fyrir. Þá fór
ég út að pissa út á tröppur eftir erf-
iða vinnunótt, og þá sá ég Rem-
brandt í skugganum af tröppunum,
en mjög ógreinilega.
—- Hvernig lítur Rafhael út?
-— Hann er meðalmaður á hæð,
með rauða kollhúfu og í níðþröng-
um buxum, með teinótt, hnésítt
axlaskjól.
— Tala þeir við þig?
— Ekki enn. En ég hef þá trú,
að þeir fari bráðum að tala til mín.
— Hugsarðu um stjórnmál?
—• Ég hef ekki intressu af þeim?
— Þú hefur aðeins intressu af
köttum, konum, kóngulóm — og
sjálfum þér.
— Og litteratúr. Ég elska littera-
túr.
— Er ekki erfitt fyrir þig að hafa
ofan af fyrir þér, ef þú selur ekki
myndirnar þínar?
■— Ég þarfnast ekki mikils fjár.
Mér er nóg, ef ég hef konur, sófa
og pappír.
— Finnst þér ekki slæmt að vera
í kjallara? Myndirðu ekki heldur
vilja vera í risi?
— Mig skiptir engu máli, hvar ég
er. Andinn er í hæðum, þótt hinn
jarðneski líkami sé í kjallara.
— Verður þú skammlífur?
— Nei, ég verð allra kalla elztur.
Að minnsta kosti þrjú hundruð ára.
Og ég mun að sjálfsögðu lifa, þótt
ég deyi.
— Er það ekki venja messíasa?
— Minn fyrirrennari var kross-
festur, ef ég man rétt. Það verð ég
ekki. Hins vegar getur verið, að ég
verði rifinn út á nærbuxunum af óð-
um Reykjavíkurlýð og grýttur í hel
með tómum brennivínsflöskum.
— Heldurðu, að þú munir halda
fullum starfskröftum, þótt þú verð-
ir þriggja alda?
— Ég mun halda andlegri heilsu
fram í andlátið.
Hvernig heldur þú, að myndir
þínar verði, eftir svo sem tvöhundr-
uð ár héðan í frá?
— Það get ég ekki sagt um, en
þær verða áreiðanlega mikilfeng-
legar. ★
sh.
R AFM AONSEl J) AVÉLAR
MARGAR GERÐIR
25 ira iti:v\si.A
Eldavélasett til innbygging-
ar í ný eða gömul eldhús, 2
gerðir, einnig með glóðarrist
Ódýrasta eldavélin á
markaðnum
Gerð 4403-4 fáanlegar með
3 eða 4 hellum, glópípu
eða steyptum (heilum),
klukku og Ijósi, glóðarrist
og hitaskúffu.
Gerð 2650 - 3 W
steyptar hellur,
auðveldar í hreins-^
un, með bökunarofni
H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐl
VIKAN 21. tbl. —