Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 19
Hér kemur óvenju skemmtileg kattafjölskylda Sniðið er á bls. 40. Efni: Nokkuð þykkt bómullarefni, blá- og hvítröndótt, í katta- mömmu, kettlingana og háls kattapabba. Dökkblátt, sterkt lérefts- efni í haus, rófu og neðri bol kattapabba og í svuntu kattamömmu. Dálítið af fílti, skinni eða öðrp efni, sem ekki raknar, í augu og nef. Vatt eða bómull til þess að stoppa með. Tréstilk til styrktar háls- inum, um 22 sm langan, eða sterkan samanbrotin vír. Pappa í botn og efni í veiðihár, en í þau er ágætt að nota hár úr gömlum pensli eða bursta, einnig má draga hár úr millifóðurstriga. Dragið á smjörpappír sniðin af köttunum. A = bolur kattarins. — B = botn. — C = rófa. •— 1. = bolur kettlingsins. — 2. = botn. — 3. = rófa. — 4. = tunga kattapabba. Leggið sniðin á röngu efnisins, og sníðið eftir þeim með 1 sm breiðu saumfari. Sníðið 1 stk. af 2 - B — og 4, en 2 stk. eftir hinum sniðunum. Sníðið hálsinn á kattapabba úr röndótta efninu, sviptið sniðinu í tvennt þar sem æskilegt er, því engin punktalína sýnir skiptin. Strikið nákvæmlega í kring um öll sniðin, áður en þau eru tekin af. Sé V’ sm, snúið stykkjunum við og stoppið þau upp, byrjið efst og stoppið eins þétt og hægt er, stingið tréstilknum í hálsinn um leið. Klippið út pappaspjald í stærð við botninn, og saumið botnsstykk- ið fast í höndum þannig að stinga nálinni hér og þar í saumfarið (á röngu) og láta tvinnann liggja „zig-zag“ yfir rönguna, þar til stykkið er vel fast. Saumið nú bolinn fastan, í höndum, við botn- inn með þéttum, sterkum sporum. Saumið rófuna á bolinn á sama hátt. Saumið og fyllið kettlingana á sama hátt, en látið ekki tréstilk í hálsinn. Framhald á bls. 37. 1 5 VIKAN 21. tbl. — 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.