Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 29
Stuna heyrðist frá þrútnum vör- tim marinsins. Stuna Og áðeins eitt orð. Toriy hafði lagt eyrað alveg niður vanganum með umbúðúnUm' og heyrði það greinilega. „Silver ...“ „Ög hváð Svo meira, Dummkopf!“ Tony greip ósjálfrátt til móðurmáls- ins og hrópaði næstum, í vori um að hinn deyjandí maður heyrði född hans. „Silver ... Silver Cap ...“ Nokkrír veiklulegir krampadrætt- ír, síðastí hjartslátturinn — og svo þögn. Þögn, sem þá fyrst var rofin, þegar sjúklingurinn greip áridanri eriri eínu sinni á lofti, svo heyrðíst hrýgía ög hann var örendur. fljúkrunarkoriafl var komin í dyragættina, áður en hann gat þok- að sér frá rúminu. Heiii hans starfaði Íeiftursnöggt, og hann þaut í áttina til hennar' með útrétta hönd. „Fáið mér adrenaliníð — tafar- íaust!“ Hann reif umbúðírnar af brjósti maririsiriS, þar serri hafln var nú byrjaður á þessú ofsalega kapp- hlaupi við dauðann, varð hann að leika skopleikinn til enda — þótt ekki væri vegna annars en að hægt væri að færa þetta í sjúkrasöguna. Svo var adrenalin-sprautunni fyrir að þakka, að enginn mundi nokkru sinni fá að vita um þau tvö auka- glös af metrazol, sem lágu nú í vasa hans; hann mundi einungis skrifa í sjúkrasöguna, að hann hefði gerzt Svo djarfur að sprauta adrenalininu beint í hjartað. Hann keyrði nálina tvívegis í brjóst mannsins, áður en hann var viss um, að hún hefði fundið markið. Að sjálfsögðu vissi hann mæta vel, að þessi sprauta mundi vera alger- lega þýðingarlaus, jafnvel þótt sjúklingurinn væri enn á lífi. „Kom ég of seint, Korff læknir?“ „Bíðið andartak — ég er ekki viss . . .“ Hann fleygði sprautunni á bákk- ann og tók um slagæð mannsins, en þar fannst engin hreyfing. Á meðan lét hann hugann reika víða og endurtók með sjálfum sér and- köfin, sem hann hafði heyrt frá þröskuldi dauðans. Silver Cap . .. Silver Cap var nafnið á ölinu, sem hafði fært Bert Rilling allan auð hans og þar með einnig stjórnmála- áhrifin, sem hann hafði og gat beitt að vild sinni. Enda þótt þetta hljóm- aði öldungis ótrúlega, hlaut að vera eitthvert samband milli æskuvinar hans og þessa manns, sem látizt hafði af brunasárum. Tony varð aftur litið á brennda vefina, sem komið höfðu í Ijós, þeg- ar hann reif umbúðirnar af brjósti mannsins, til að gefa honum síðystu sprautuna. Gráleitt hrúðrið kom hinum eitthvað kunnuglega fyrir sjónir. Svo laust því niður í huga hans eins og eldingu, að blettirnir á fingrum Rillings hlytu að hafa myndazt á'sama hátt og brunasárin, sem hann var nú að virða fyrir sér. Þá gerði Tony sér fulla grein fyrir samhenginu. Bert Rilling hlaut á einhvern hátt að hafa komizt í snertíngu við þetta sama efní, sem hafðí orðíð mönn- unum tveim að bana — fyrst öðrum og síðan hinum. Engínn annar en Tortý Korff, sem þekktí þennan fyrrveraridí Berlínar-bófa, mundi geta getíð sér tíl um, hvað komið hefði fyrir. Það var Rilling — eða umboðsmenn hans — sem höfðu komið líkunum tveim fyrír úti fyrir vöruskemmunni í gær. Og eínhvem tíma hafði viljað svo til, að Rilling hafði komízt í snertingu við þetta drepandi e'fflí, svo að það lenti á fingrum hans. Tony bar hlustunartækið að hjarta mannsins, eins og venja var, og þegar hann heyrði ekkert, lýsti hann yfir því, að maðurínn væri látinn. „Ég gét skrifað dánarvott- orðið síðar. Annars verð ég of seinn á stofuganginn." Þar með var hann laus víð þetta brennda kjötflykki. Upplýsíngar þær, sem hann, Tony Korff, hafði aflað hjá mannínum deyjandi, voru einkaeign hans. Honum kom ekkí til hugar að skýra neinum öðrum frá þeim — og allra sízt lögreglunni. Það voru fáeinar mínútur, þar til hann yrði aftur eitt hjólið í stíg- myllu sjúkrahússins, svo að hann fór sér hægt eftir ganginum og var mjög hugsí. Þegar hann kom fyrir horn á ganginum, rakst hann á yngri starfsbróður, sem var niðursokkinn í dagblað. Tony tautaði afsökun fyr- ir munni sér, og rétt í svip kom hann auga á fyrirsögn greinarinnar, sem hinn aðstoðarlæknirinn var að lesa: LEIKUR ATOMMORÐINGI LAUS- UM HALA Á MANHATTAN? Eitt fórnarlamb í sjúkrahúsi — fleiri væntanleg. Andartak leið, áður en hann hafði áttað sig til fulls á merkingu þess- ara orða. Svo fór Tony Korff að hlæja. Hann neitaði öldungis að trúa því, að nokkuð væri hæft í þessari heimskulegu fyrirsögn. Nei, á þessu væri vafalaust til miklu einfaldari skýring, ef menn vildu aðeins reyna að kanna málið til botns. Ætli Bert gæti ekki orðið honum hjálplegur við það? En eins og á stóð gat Tony ekki annað en hlegið að því mikla neti, sem lög- reglan hafði lagt og dró um borgina, og þann merkilega afla, sem vafa- laust mundi fást á land í fátækra- hverfinu. Hann hugsaði með fyrir- litningu um röð lögregluþjónanna, sem enn var umhverfis sjúkrahús- ið, til að koma í veg fyrir, að morð- inginn kæmist að hinu deyjandi fórnarlambi sínu — án þess að hafa hugboð um, að sú ógnun var ekki lengur fyrir hendi. Þegar Bert vaknaði, skyldi hann fá að segja allt af létta; og ef hann gerði það ekki af frjálsum vilja, skyldi hann vera neyddur til þess. Tony rétti úr sér, þegar hann gekk inn í handlækningadeildina og hann skálmaði eins og sá, sem finnur tals- vert fyrir sér. Heimurinn var á valdi Framhald é bls. 43. FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 9. HLUTI HANN KEYRÐI NÁLINA TVÍVEGIS í BRJÓST MANNSINS, ÁÐUR EN HANN VAR VISS UM, AÐ HIJN HEFÐI FUNDIÐ MARKIÐ. TIKAN U. tkl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.