Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 27
gardínur fyrir. Þar gegnt slitinn, rauður sófi Borð gegnt dyrum. Þar á er Camelpakki, eld- spýtur, þrjú óbrjótanleg vatnsglös og púrtvíns- flaskan. Undir glugganum eru tveir djúpir stólar í stíl við sófann, og frammi við dyr tveir stakstólar. Þar setjumst við. Eiginkonan verð- andi situr í sófanum. Flóki fær sér aftur í glas og fleygir sér svo á hliðina í sófann, með fæt- urna að henni. Ástkonan kemur og sezt á gólf- ið við höfðalag meistarans. — Hvaða áhrif hefur púrtvín á listina? — Áfengi hefur ekki áhrif á listina. Ég nota áfengi sem taugameðal. Til þess að styrkja taugarnar. Ég er mikill vinur Bakkusar, enda get ég leyft mér að drekka stíft, meðan ég vinn. Það getur enginn annar og hefur ekki getað, nema Arnold Böchlin. — Eru styrkar taugar nauðsynlegar fyrir listiná? — Nei. Slappar taugar eru skilyrði fyrir list. Ég á því láni að fagna að vera mjög tauga- veiklaður. — Hvernig fer það saman, að drekka áfengi til þess að styrkja taugarnar við vinnu og mega svo ekki hafa sterkar taugar? — Ég er ekkert nema andstæður. Ég vil ekki konsekvens. — Er sýning á döfinni hjá þér? — Ég hef undarfarið sýnt á samsýningum í Bandaríkjunum. New Yersey og víðar. Það get- ur svo verið, að ég sýni í haust í Reykjavík og MINN FYRIRRENNARI VAR KROSSFESTUR VIKAN HEIMSÆKIR ALFREÐ FLÓKA, GENIUS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 21. Tölublað (23.05.1963)
https://timarit.is/issue/298538

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. Tölublað (23.05.1963)

Aðgerðir: