Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 44
mjög eðlilega á hann að vakna og sjá andlit Tonys rétt hjá rúminu. Jafnvel ljóskeilan frá vasaljósinu og nístandi augnaráðið tilheyrðu myndinni af litlu göturæsisrottunni frá Berlín, sem Rilling mundi svo vel eftir. Auk þess vissi hann, að Tony hafði þegar langað til að verða læknir, meðan hann var barn að aldri — og að hann hafði síðar kom- izt í þýzkan háskóla og sloppið síðar úr hinum miklu Ragnarökum í Evrópu, áður en það var um seinan. Eftir að Kurt Sehilling hafði breytt um nafn og gerzt Bert Rilling, hafði hann fylgzt með Anton Korff og ferli hans, svo að hann vissi mæta vel, að Tony starfaði sem aðstoðar- læknir í sjúkrahúsinu beint á móti ölgerðinni. En hann hafði einnig gætt þess vandlega, að þeir hittust aldrei. Rilling var nefnilega fylli- lega ljóst, að ágirnd Tonys mundi hafa farið vaxandi með árunum . .. göturæsisrottan litla, sem verið hafði undir vernd hans endur fyrir löngu, hafði áreiðanlega stækkað og orðið að fullvöxnum sjakala, sem vildi fá að sjá blóð. En þótt Bert væri sannfærður um, að Tony hefði borið kennsl á hann, var hann ekkert hræddur, þótt einkennilegt væri. Eins og á stóð hafði hann það á til- finningunni, að þessi fundur hefði verið ákveðinn af forlögunum endur fyrir löngu. Að minnsta kosti var engin hætta á því, að Tony mundi koma upp um hann. Kurt Schilling var dauður og grafinn í Berlín — og Tony mundi verða fyrstur manna til að skilja það. Hann mundi einnig verða fús til að halda sér saman og þegja um leyndarmál hans — gegn greiðslu. Bert Rilling gerði sér þess grein, að gjaldið mundi verða hátt, en hann mundi líka sjá svo um, að hann hlyti eitthvað á móti. Því meira sem hann hugleiddi mádið, því Ijósara varð honum, að í rauninni mundi hann alls ekki geta komizt af án Tony Korffs framar. Það, sem gerzt hafði í ölgerðinni kvöldið áður, hefði getað komið fyrir hvern sem var, sem varð að treysta meira á aðra en sjálfan sig. Annars var hann ekki vanur að vera viðstaddur, þegar humlapok- inn, sem virtist svo ósköp saklaus, var að jafnaði fluttur til skrifstofu hans. Hann hafði lært á löngu ára- bili, að hyggilegast var að fela á- byrgð þvílíkra flutninga sérstökum trúnaðarmönnum. Sjálfur afhenti hann hins vegar efnið síðasta við- takanda og tók á móti greiðslunni — og það voru engir smápeningar, sem þar var um að ræða! f gær- kveldi hafði hann hins vegar setið í skrifstofu sinni, þegar venjuleg- um vinnutíma var löngu lokið, af því að hann kunni bezt við sig þar. Hann mundi, að hann hafði naum- ast nennt að gægjast út fyrir, þegar hann heyrði, að vörubifreiðin nam staðar fáeina metra frá dyrunum. „Varningur“ hafði verið fluttur frá Tennessee mánuðum saman að und- anförnu, án þess að nokkuð kæmi fyrir — alltaf falinn vandlega í bíl- farmi af humlapokum. Enginn lét sér til hugar koma, að í einum pok- anum var lítil flaska I blýsívalningi og að í flösku þessari var kemiskt efni, sem var sannarlega eins mikils virði og jafnþyngd þess í demönt- um. Hann mundi aldrei hafa komizt að því, hvað hefði eiginlega komið fyrir, ef hann hefði ekki þrátt fyrir aRt gengið út fyrir. Hann kom rétt á því andartaki, þegar aðstoðarmað- ur bílstjórans — nýr maður — ætl- aði að lyfta hinum dýrmæta humla- poka af bílnum. Hann sá pokann renna úr sveittum höndum manns- ins, og á sekúndubroti gerðist tvennt. Fyrst rifnaði strigapokinn, svo að humlarnir streymdu úr hori- um. Rilling kom rétt í svip auga á Sjá bls. 2: HVERNIG DÆMIR I*Ú? Ef ég ætti með einu orði að svara spurningunni: Hvað er lögfræði, yrði svarið: Hagsmunamat. Forsendan fyrír setningu laga er ávallt viðurkenning, trygging eða vernd ákveðinna hagsmuna. Þegar venja skapast í samskiptum manna, sem síðar verður réttarregla, er grundvöllurinn sá, að hagsmunir manna hafa krafizt þess að hafa þennan hátt á. Ef til vill hafa þessir hagsmunir áður fyrr háð baráttu við aðra gagnstæða hagsmuni, en hinir fyrrnefndu sigrað vegna þess, að þeir voru æskilegri og mikilvæg- ari frá almennu sjónarmiði. Venjan getur einnig átt rót sína að rekja til málamiðlunar, þar sem nokkurt tillit er tekið til tveggja eða jafn- vel fleiri hagsmuna. Dómsmálin ganga undantekning- arlaust út á það að vega og meta hagsmuni og málsástæður aðilanna. Úrslitin eru stundum þau, að létt- vægari hagsmunum er beinlínis fórnað fyrir þá mikilvægari. í öðr- um tilfellum er fundin eins konar meðalganga í ágreiningsmálum, þar sem báðir hagsmunimir eru viður- kenndir að nokkru, en hvorugum játað fullkomlega. Hvar sem borið er niður á hin- um víðfaðma akri réttarvísindanna, er iðja hvarvetna sú sama: Hags- munamatið. Lítum nú til ágreiningsins milli Jóns Jónssonar og Kormáks Karls- sonar. Sjónarmið Jóns er þetta: Ég vantreysti viðgerðinni. Hún er illa af hendi leyst. Sennilega þarf ég innan skamms að fara með bílinn á annað verkstæði. Ef ég borga Kormáki viðgerðarkostnaðinn, á ég undir högg að sækja að fá endur- greiðslu. Það getur kostað málaferli í langan tíma, og aRt er í óvissu með fjárhagslega getu Kormáks til að inna endurgreiðsluna af hendi. Hjá þessum óþægindum vil ég kom- ast með því að reyna bifreiðina. Ef viðgerðin reynist haldgóð, er ég reiðubúinn til að borga reikninginn. Að öðrum kosti borga ég aðeins það, sem mér ber, og þá sennilega eftir mati. sívalninginn, þegar hann valt eftir vörupalli bifreiðarinnar og skall á járnhleranum aftast á honum. í sama andartaki sást blossinn — brennandi leiftur í öllum regnbog- ans litum. Blossinn brenndi bókstaf- lega bílstjórann og aðstoðarmenn hans upp, meðan Rilling stóð ósjálf- bjarga hjá og horfði á. Það var ein- ungis ótrúlegt happ, sem hafði forðað því, að hann hlyti sama ægi- lega dauðdagann: Sívalningurinn umhverfis flöskuna hafði bráðnað og runnið saman, svo að hann mynd- aði eins konar tappa í flöskustútn- um. Við þetta fékk hann nokkura andartaka frest. Hann geystist inn í verkfærageymsluna og fór þar í Viðhorf Kormáks er þetta: Jón er bragðarefur í viðskiptum. Ég treysti ekki orðum hans einum. Ef ég afhendi bílinn hef ég tapað halds- réttinum og því, sem meira er: Þeirri pressu, sem í því er fólgin, að Jón verður vegna atvinnu sinnar að fá bílinn í hendur. Ef ég !æt bifreiðina af hendi, á ég undir högg að sækja. Ég þyrfti að höfða mál, sem taka kynni langan tíma. Jón á engar eignir nema þennan bíl. Óvíst er, hvort dómurinn, þegar hann kemur eftir dúk og disk, sé meira virði, en pappírinn, sem hann er skrifaður á. Bæði eru þessi sjónarmið harla sannfærandi. Sé litið á hagsmuni hvors aðila um sig, eru þeir greini- legir, og hvor um sig á nokkuð mik- ið undir því, að ekki sé látið eftir kröfum hins. Ef úrskurður verður kveðinn upp öðrum í vil, virðist hallað svo á hagsmuni hins, að ó- réttlátt yrði talið. Fyrst málum er á þennan veg farið, verður að leita að lausn, þar sem hvor um sig fær hagsmunum sínum framgengt án skerðingar á hagsmunum gagnaðila. Réttlátt sýnist, að Kormákur verði skyldaður til að afhenda Jóni bifreiðina með því skilyrði, að Jón setji tryggingu fyrir greiðslu á við- gerðarkostnaðinum. Með þessari niðurstöðu virðist hagsmunum beggja fullnægt. Ef prófun bifreiðarinnar sýnir, að ekk- ert er athugavert við reikning Kormáks, fellur tryggingarféð ó- skert til hans. Komi hins vegar í Ijós, að viðgerðinni hafi verið áfátt, myndi væntanlega fara fram mat á því, hvaða fjárhæð Kormáki bæri fyrir þjónustu sína. Á grundveRi þessa mats ætti hann kröfu til þess hluta tryggingarfjárins, sem mats- menn ákvörðuðu honum, en afgang- urinn félli aftur til Jóns. Ályktunarorð: KORMÁKUR SKAL AFHENDA JÓNI BÍLINN GEGN TRYGG- INGU Á VIÐGERÐARKOSTNAÐI. J. P. E. asbestbúning, sem var einmitt hafð- ur þar til vonar og vara, ef þannig færi, að geymir spryngi. Svo greip hann flöskuna með töng og barði hálfbráðnað blýið fastara í flösku- stútinn. Hann fann enn til dálítils sviða í hægri hendi, þegar hann hugleiddi óskaplegan sársaukann, sem hann fann í fingurgómunum, af því að fáeinir dropar af þessu sterka efni lentu á hönzkum hans og brenndu samstundis gat á þá. Þegar þessu var lokið, hafði hann flýtt sér að læsa flöskuna inni í peningaskápnum í skrifstofu sinni, og að því búnu hafði hann losað sig við hættulegustu sönnunargögn- in — mennina tvo, sem brennzt höfðu. Það hafði ekki reynst vand- kvæðum bundið í dimmum, þröng- um götunum umhverfis ölgerðina. Nú gerði hann sér hins vegar grein fyrir því, að hann hefði ekki flutt þá nógu langt frá slysstaðnum. Hefði hann vitað þá, hversu auðvelt myndi verða að losna við vörubif- reiðina, hefði hann látið Rkin fara sömu leið — beint í höfnina. Hann hafði farið úr asbestbún- ingnum og fleygt honum út af hafn- arbakkanum við hRð ölgerðarinnar, og útfaRið hafði tekið hann með sér. Þegar hann reikaði aftur inn um hRðið á garðinum umhverfis öl- gerðina og þreifaði sig áfram að slysstaðnum, til að uppræta þau sönnunargögn, sem þar kunnu að vera, hafði hann fyrst fundið verk fyrir hjartanu, en hann hafði vonað, að hann gæti komizt að skrifborðinu sínu, þar sem hann hafði aRtaf flösku með töflum frá Plant lækni. Hann hafði staðið á öndinni, þegar hann dróst inn í skrifstofuna sína, en þá höfðu fæturnir neitað að bera hann lengra, og hann hafði hnigið út af á gólfteppinu. Með því að beita hinztu kröftum hafði hann komizt að símanum, getað vaRð númer Plants læknis og hrópað með erfið- ismunum á hjálp, áður en hann missti rænu. En þegar á aRt er Rtið, hefur þetta tekizt ágætlega hjá mér, hugs- aði hann. Hann hafði aRtaf auðsýnt sérstaka gætni í þessum málum; ef menn ætluðu að verzla með bann- vöru í stórum, alþjóðlegum stíl, gátu menn aldrei farið nægilega gætilega að á vorum dögum. Jafnvel þótt að- stoðarmennirnir væru aRra manna áreiðanlegastir, var ekki hægt að treysta of mikið á þá. Þess vegna hafði hann alltaf gætt þess að láta nafns síns hvergi getið; jafnvel menn þeir, sem beðið höfðu bana við slysið í ölgerðinni í gær, höfðu feng- ið greiðslu sína í þúsunda kílómetra fjarlægð. Engin slóð lá til hins mikla ölgerðarmanns og virta borgara, Bert RiRings. Fram að þessu hafði kerfið starf- að með miklum ágætum, og hann hafði haft af því miklar tekjur. En hann vissi alltof vel, að ef eitthvað smávægilegt brygðist, þótt ekki væri nema einu sinni — ef hann kæmi til dæmis ekki á ákveðinn mótsstað á tilteknum tíma, eða ef sendingu seinkaði — þá mundi þessi tekjulind verða úr sögunni, en hann hafði einmitt byggt aRa tilveru sína FYRIR ÞVÍ ÚRSKURÐAST ^ — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.