Vikan


Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 23.05.1963, Blaðsíða 14
ft Ég hafði sofnað út frá þættinum Á blaðamannafundi, þar sem garnirnar voru raktar úr skipaskoðunarstjóra. Ætlunin var að hlusta á þáttinn allan, en þegar ég heyrði, hve mjög hann hafði verið klippt- ur til, missti ég áhugann og sofnaði. Ég vaknaði við það, að Kristján Magn- ússon Ijósmyndari kvaddi dyra. —- Óðinn og Milwood eru komnir inn undir Gróttu, sagði hann. — Eigum við ekki að skreppa niður eftir og taka á móti þeim? Við ókum vestur Hringbrautina og út á Ánanaust. Óðinn var spölkorn á undan togaranum, og ferðin virtist ekki vera mikil. Við Ánanaust var krökkt af bílum; allir voru að horfa á „her“-skipið og her- fangið. Það var eftirtektarvert, að almennt virtist álitið, að brezka ljónið hefði stung- Framhald á bls. 46. > ALÞÝÐUBLAÐIÐ VAR ÞAR. Hér ræðast þcir við, Árni blaðamaður eg ljósmyndarinn, Rúnar. > Beðið á bryggjunni. Frá vinstri: Fréttamenn Scottish Daily, Rúnar og Árni Alþýðublaðs- menn, Magnús af Tímanum, Grétar af Þjóðviljanum (snýr baki í vélina), Jónas Guð- mundsson og loks Ingimundur af Vísi. > Líklega er Elín Pálmadóttir cin- hver allra ötulasti og ósérhlifnasti blaðamaðurinn, sem við eigum, að öllum öðrum ólöstuðum. Þrátt fyr- ir óhagkvæmni kvenfatanna hik- aði hún ekki við að stökkva um borð í Óðin á eftir starfsbræðr- um sínum, áður en hann var fylli- lega lagstur að. Sveinn Þormóðs- son rétti hcnni hjálparhönd. — Hefði ég átt að láta þá skjóta? hugsaði Pétur Sigurðsson, formað- ur Landhelgisgæzlunnar um leið og hann flýtti sér um borð. V 14 VI Kj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 21. Tölublað (23.05.1963)
https://timarit.is/issue/298538

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. Tölublað (23.05.1963)

Aðgerðir: