Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 14
IELI HESTAHIRÐIRINN fPh. hljóðpípur og litlar bastkörfur. Stundum reisti hann sér smala- kofa af litlum efnum, og þegar norðanvindurinn rak á undan sér hópa af krákum niður eftir dalnum, eða þegar trjátíturnar flugu svo lágt með jörðu að sól- glitrandi vængir þeirra snertu næstum gróðurinn, þá steikti hann akörn, er hann fékk í eik- arlundunum, við viðarglæður, rétt eins og það væru kastaníu- hnetur, eða að hann glóðaði stór- ar brauðsneiðar í eldinum, þeg- ar brauðið var byrjað að mygla af elli, því þegar hann var í Passanitello-högunum að vetri til, voru nærliggjandi vegir svo slæmir, að oft leið svo hálfur mánuður að hann sá ekki neina mannveru í námunda við sig. Don Alfonso, sem samkvæmt þjóðfélagsstöðu foreldra sinna, naut allra þæginda lífsins, öf- undaði Ieli af segldúkspoka hans, en í honum geymdi hann allt sem hann þurfti til dagslegs lífs: brauð, lauk, smáflösku af víni, hálsklút til varnar gegn kulda, pinkil af fatalörfum ásamt nál- um og þræði, blikkkassa, sem í voru áhöld til að kveikja eld. Hann öfundaði hann einnig af hylli styggu, skjóttu hryssunnar með fallega ennistoppinn og gáfulegu augun, sem frýsaði af vonzku ef einhver ætlaði að fara á bak henni. Hún lét sér vel líka að Ieli færi á bak henni og eins að hann klóraði henni á bak við eyrun, sem voru ákaflega við- kvæm, þefaði af honum vinalega og virtist jafnvel hlusta á það sem hann sagði. „Skiptu þér ekkert af þessari hryssu,“ sagði Ieli. „Hún er svo sem ekkert slæm í sér, en hún þekkir þig ekki“. Eftir að Scordu, maðurinn frá Buccheri, fór í burtu með Calabriu-hryssuna sem hann hafði keypt á Jónsmessumark- aðnum með því skilyrði að hún gengi í stóðinu fram að vínupp- skerutíma, var jarpi folinn henn- ar munaðarlaus. Hann var eirð- arlaus og leitaði í allar áttir, frýsandi og hneggjandi, með út- þandar nasir. Ieli hljóp á eftir honum og kallaði til hans háum rómi, og folinn hægði á sér og hlustaði á hann. Hann stóð þarna með reistan makka og hvikul — VIKAN 31. tbl. eyru og barði sig með taglinu. „Það er vegna þess að móðir hans var tekin frá honum, þess vegna lætur hann svona,“ sagði Ieli, „hann veit ekki hvað hann á að gera af sér. Það verður að gefa honum gætur, því að í þessu hugarástandi gæti honum komið í hug að hlaupa fram af hömrunum. Svona var það með mig þegar mamma dó, ég sá hvorki veginn né dlaginn." Það fór svo að Jlokum að fol- inn fór að bíta með hinum hross- unum, en virtist þó gera það með hálfum huga. „Sjáum til, hann. er á góðum vegi með að gleyina móðurmiss- inum. — En hann verður seldur líka. Hestar eru spettir á í þeim tilgangi að selja þá, lömbin fæð- ast og er síðan slátrað og skýin myndast í þeim tilgangi að fram- leiða regn. Aðeins fuglarnir eru óháðir og hafa ekkert að gera annað en að fljúga og syngja allan d.agjiin.“ Hugmyndir hans voru óskýrar og seinar að mótast, því oftast. hafði hann ekki haft nokkra lif- andi sál til að tala við. Og það: var enginn asi á honum ef hann þurfti að segja eitthvað, það var því líkast sem hann þyrfti að grafa djúpt í hugarfylgsni sín og ætti erfitt með að gefa hugmynd- um sínum form og mynd. Það var því líkast að þær þyrftu að spíra og vaxa innra með honum og kæmu svo í ljós smám saman eins og blómsturknappar á trjá- greinum á sólrílrum degi. „Fuglarnir“, sagði hann eiiT- hverju sinni, „þeir verða að afla sér fæðu og þegar jörðin er þak- in snjó, þá de>yja þeir.“ Síðan hugs.aði hann sig um stundarkorn, 'in bætti svo við: „Þú ert eb.is og fuglarnir, en þegar vetur'mn kemur geturðu setið inni i hlýjunni og þarft ekkert að gera.“ Don Alfonso svaraði því til að hann gengi þó í skóla og Þyrfti að læra. Þá glennti Ieli upp aug- un og starði á hann eins og eitt- hvert furð’uverk. Og ekki varð undrun hf ms minni þegar ríki drengurixv.i tók sér bók í hönd og las fyr ir hanrn. Hann leit með hálfgerðr'i tortryggni til bókar- innar, & r hlustaðí þó með at- hygli. Þtað mátti sjá það á titr- ingnum á augnalokum hans að hann fylgdist gaumgæfilega með lestrinum, því hann var einna líkastur veru, sem stendur á þroskastiginu milli manns og dýrs. Hann hafði yndi af kvæð- um, þau kitluðu eyru hans og hann skynjaði hrynjandi hins laglausa Ijóðs. Stundum hleypti hann brúnum og studdi hönd undir kinn, en á svip hans mátti sjá einkenni einhvers konar innri baráttu. Máske laut hann höfði og sagði: „Já, já“, brosti slótt- ugu brosi og klóraði sér í höfð- inu. Þegar riki drengurinn skrif- aði eitthvað til að sýna hversu mikið hann gæti gert, stóð Ieli hjá honum tímunum saman og horfði á, en allt í einu brutust grunsemdir hans út. Hann gat ekki skilið hvernig hægt væri að endursegja af pappír orð, sem hann hafði sagt eða eitthvað, sem Don Alfonso hafði sagt, eða jafnvel orð sem hann hafði aldrei sagt, og viðræður þeirra enduðu oftast á því að hann dró sig í hlé með óræðu brosi á andlitinu. Sérhver nýjung er komst inn i höfuð hans, gerði hann tor- trygginn, og hann virtist þurfa að þefa af öllu ókunnu á sama frumstæða háttinn og skjótta merin. En hann lét ekki í Ijós neina furðu yfir því sem gerðist í veröldinni. Ef einhver hefði sagt honum að hestar í borgum ferðuðust í vögnum, hefði hann ekki látið það á sig fá, en tekið því með hinu hefðbundna af- iskiptaleysi, sem er órækasta sér- kenni hins sikileyzka bónda. Honum var eiginlegt að af- rsaka fávizku sína með fátækt- inni, eins og fátæktin væri or- :sök fávizkunnar. Ef hann var í vandræðum með að svara ein- hverju, sagði hann oftsinnis þrá- kelknislega og brosti við: „Ég veit ekkert um þetta, enda *er ég fátækur." Einu sinni bað hann vin sinn Alfonso að skrifa nafn Möru á pappírsblað er hann hafði fund- ið, guð má vita hvar, því hann hirti yfirleitt allt sem á vegi hans varð og stakk því í pinkilinn. Dag nokkurn var hann óvenju þögull og alvarlegur á svip, horfði í ýmsar áttir og stundi að lokum upp: „Ég er búinn að eignast vin- stúlku.“ Alfonso, sem jafnvel kunni að lesa, glápti á hann. „Já,“ endurtók Ieli. „Það er Mara, dóttir massaro Agrippinu, sem bjó hér, en á núna heima í Marinero í stóra húsinu á slétt- unni. Þú getur séð það frá Piano Del Lettighiere, þarna uppfrá." „Ertu þá að hugsa um að gifta þig?“ „Já, þegar ég hefi aldur til og fæ orðið fjórar onzur á ári í kaup. En Mara veit ekkert um þetta ennþá.“ „Hvers vegna hefurðu ekki sagt henni frá því?“ Ieli hristi höfuðið og féll í hugleiðingar. Hann leysti upp pinkilinn og fletti í sundur papp- írsblaðinu sem hann hafði fengið Alfonso til að skrifa á fyrir sig. Á pappírsblaðinu stóð skýrum stöfum: „Mara“. Skógarvörður- inn, Don Gesualdo, hafði lesið það og sömuleiðis bróðir Cola, þegar hann var að sækja hrossa- baunirnar fyrir klaustrið. „Sérhver maður sem kann að skrifa," bætti Ieli við, „hann get- ur jafnvel geymt orð sín í kveikjustokk, borið þau á sér og jafnvel sent þau frá sér hvert sem hann vill. „Hvað ætlarðu þá að gera við þetta pappírsblað núna, þegar þú kannt ekki að lesa?“ spurði Alfonso hann. En Ieli yptti bara öxlum, vafði blaðið með hinni merkilegu árit- un á vandlega saman og stakk því í pinkilinn. Hann var búinn að þekkja Möru síðan hún var smástelpa. Kunningsskapur þeirra hófst með slagsmálum, er þau hittust á berjamó. Litla stúlkan, sem vissi að hún var á „hennar eigin landi“, hafði þrifið í hálsmálið á skyrtu Ielis og reynt að halda honum sem ótíndum þjófi. Um stund lumbruðu þau hvort á öðru, en þreyttust smámsaman á því og létu sér nægja að hár- reyta hvort annað, svona fyrir siðasakir. „Hver ert þú eiginlega?“ spurði Mara. En þar sem Ieli var ekki van- ur formfestu eða almennum siða- reglum, vildi hann ekki segja til nafns. Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.