Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 11
Byggði á eigin kröftum. Fór á kvöld- skóla í Hafnarfirði, Flensborgarskóla og tók stúdentspróf. Þótti mjög næm- ur og tók há próf. Uppátektasamur og lét öll mál til sín taka. bikaðar, þar á raeðal Bakara- brekkan, Bankastræti. Þar var helzta umferðaæðin eins og hún er enn. Þá þekktust allir í Reykjavík og þá heilsuðust flestir. Einn vordaginn þegar sól skein í heiði og það rauk upp úr jörð- inni af hitanum, gekk ungur maður niður Bakarabrekkuna. Hann var sérkennilegur. Hann var klæddur gráum pokabuxum, en pokabuxur og sportjakki voru þá mjög fínn búningur á karl- mönnum. Hann var berhöfðaður, með gleraugu. Hann hafði stiga um öxl, málaradósir í hendi og penslar stóðu upp úr báðum jakkavösum. Hann gekk mjög hratt, snaraðist áfram, virtist gæta þess að reka ekki stigann í þá, sem á vegi hans urðu. Hann var tindilfættur, en steig þó föst- um og styrkum fótum á malbik- ið. Hann iðaði allur af lífi og einkennilega snöggum og heill- andi krafti og hann talaði. í fylgd með honum var nettvaxinn piltur, ljóshærður, fágaður, sem virtist ekki vilja fara svona hratt yfir. Hann sagði ekki margt. Að- eins eina setningu man ég frá þessari stund, sem ég sá þá fé- laga þennan vordag. Sá, sem var með gleraugun sagði hátt og snjallt, einkennilega snjallt; eins og hann hefði höggvið til hvert orð: „Það verður að ryðja þessu öllu um koll. Og svo að byggja allt upp aftur, nýtt og traust. Það er einmitt það. Farið heil- ar fornu dyggðir." Ég þekkti þá ekki þessa tvo ungu menn, en persónurnar lifðu með mér — og þessar setningar féllu í góðan jarðveg. Frá þeirri stundu hafði ég áhuga á manninum með stigann, enda kom brátt að því, að fleiri fengu áhuga á honum, það leið ekki á löngu þangað til öll þjóðin fór að hlusta á hann. Hann varð mál- snjallasti maður þjóðarinnar, stjórnmálamaður og skáld, al- þmgismaður og prófessor, út- varpsmaður og prestur: Séra Sigurður Einarsson prest- ur og skáld í Holti, heill og ó- trauður baráttumaður fyrr og síðar, umdeildur maður, sem lifir svo heill í hverju augnabliki, að hann sést stundum ekki fyrir, það er, viðfangsefni hverrar ein- ustu líðandi stundar eru honum svo innlifuð, að hann gengur fram, bíður ekki, athugar hvorki vopn sín né verjur. Það er að vísu ekki hyggilegt að ýmsra dómi, en það lýsir hinum heila og heita hug, hinu sterka hjarta. Sigurður Einarsson hefur alltaf verið í fylgd með fólkínu, sem varð nýtt í gær, og alltaf í farar- broddi. Vertu blessuð, þú blessaða hönd, sem ýtir á hafið og árarnar knýrð og aflann dregur á strönd, þú, sem ritar með reku og plóg þínar uppskerubænir á ásjónu jarðar í auðmýkt og karlmennskuró. Sigurður Einarsson er ósvikið afsprengi moldarinnar, bónda- sonur, sem átti allt sitt undir sól og regni og barðist við moldina öll sín ár. Faðir hans var Einar bóndi Sigurðsson frá Fagurhóli í Landeyjum Einarssonar, og móðir hans María Jónsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð Er- lendssonar. Sá, sem þetta ritar kann ekki að rekja ættir Sigurð- ar lengur, en í þeim koma saman hagleiksmenn miklir, dugnaðar- menn og gáfufólk, gefið fyrir ævintýri og órólegt í gerð að nokkru, ekki þúfubundið, en gef- ið fyrir að skyggnast um og lifa í glöðum hóp. Sagt hefur verið að í þessari ætt skiptist mjög á moldarstrit og stórbokkaháttur, kyrrlátt líf og heljarstökk. Frægasta fólk ættarinnar mun vera Anna á Stóru-Borg og Hjalti útlagi. Það er furðulegt hvernig sumir eiginleikar ganga í ættir. Vinnumenn eggjuðu Hjalta vinnupilt á Stóru-Borg, hétu honum sjóði ef hann færi inn í svefnhús hinnar glæsilegu stórlátu húsfreyju og færi fram Sindrandi óþolinmæði og lífsfjör. Guðfræðinám og fastheldni við forn- ar kenningar. Eftirlitsmaður, kenn- ari, dósent, fréttastjóri, alþingismað- ur og prestur í Flatey og Holti. á rekkjubrögð við hana. Piltin- um var ekki fisjað saman. Hann gekk rakleitt til svefnhúss frúar- innar, stóð þar í vinnufötum sín- um — og sagði henni allt af létta, en hún brást við af stórmennsku. Hún horfði á sveininn myndar- legan og hraustan og sagði eitt- hvað á þá leið, að hann skyldi vinna til sjóðsins. „Afklæðst þá Hjalti og komdu undir lökin." — Og það varð úr og þá hófst ein hin stórbrotnasta ástarsaga á ís- lenzku, rammíslenzk saga og glæsileg. Sigurður Einarsson hefði brugðizt eins við, og Hjalti vinnupiltur, hann hefði sagt eins og var — og látið kylfu ráða kasti um úrslitin. Hann gat allt unnið, en átti ekkert til að tapa. Dirfzkan segir til sín. Þá er það og í ættinni, sem fylgir þessum ellefta syni frá Önnu og Hjalta, að í skapi hans blandast mjög saman stórbokkinn og stritmað- urinn. Hann beygir sig ekki, hann tekur alltaf stöðu með alþýðu- fólkinu, hann gengur hiklaus og hugrakkur fram, jafnvel gegn ofureflinu — og fer sínu fram. Hann er vinnuþjarkur og afkast- ar meiru en flestir. Nýlátin gáfukona sagði þessa sögu af æsku Sigurðar Einarsson- ar, orðin féllu af vörum hennar eftir að hún hafði hlustað á predikun hans 1. maí í Hafnar- fjarðarkirkju: „Er nokkur mað- ur á íslandi mælskari og orðhag- ari en Siggi minn? — Ég skal segja þér, að það er eins og hann hafi allt frá barnæsku stefnt að því að verða hagari en allir aðr- ir á íslenzkt mál í ræðu. Ég var vinnustúlka hjá foreldrum hans í Fljótshlíð. Þá held ég að hann hafi veríð á níunda ári. Það var oft og mörgum sinnum, að dreng- urinn kom til mín og sagði: „Elsku Palla, komdu nú út í fjár- hús, ég ætla að halda ræðu, segðu mér svo hvernig tekst." Og ég fór. Þá steig hann upp á meis, en kötturinn og hundurinn, heim- alningur og einn yngri krakki voru þarna viðstödd auk mín. Svo hóf hann ræðu sína, hann hafði lesið eitthvað og lagði út af því, eða hann hafði hugsað upp eitthvað sjálfur. Einu sinni man ég að hann hélt mikla áminningarræðu yfir hundinum og kettinum, taldi upp allar á- virðingar þeirra, en var þó fullur af mildi, umburðarlyndi og skiln- ingi. Hann gat átt það til að vera fyndinn og þá hló hann í miðri ræðu. Ekki var hann feiminn, ekki einu sinni við mig og gat jafnvel átt það til að gera engan greinarmun á minni háleitu persónu og hundinum og kettin- um. En það voru þó ekki orðin, sem festust mér í minni heldur framburður þeirra — og hugs- unin í setningunum, sem sat föst. Ég sagði honum svo mitt álit og alltaf bar ég lof á hann. Það var þó ekki vegna þess, að ég hefði mikið vit á þessu, en samt, þetta var viðburður — og ég hafði það á tilfinningunni, að þetta væri mjög óvenjulegt. Ég man það vel, að ég sagði við móður hans oft og mörgum sinnum: „Það er ég alveg viss um að Siggi verður prestur. Það var það æðsta sem fólk gat þá hugsað sér fyrir al- múgabörn í menntunaráttina." 0O0 Snemma beygist krókurinn. Fleiri hafa sagt þá sögu, að lík- ast til hafi Sigurður Einarsson alltaf keppt að því fyrst og fremst að verða víðfrægur fyrir málsnilld, Hann átti við að búa mikla fátækt. Ábýlisjörð foreldra hans var mjög rýr og erfið, en þá voru Framhald á bls. 31. Víðförull gáfumaður, málhagur svo af ber, skáld i hefðbundnum stíl, umburðarlyndur með aldrinum, sam- kvæmismaður á landsvísu, „stærstur og skemmtilegastur i breizkleika sín- um." VIKAN 31. tbl. — 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.