Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 33
'ungura Tnönnum, sem síðar urðu víðfrægir. Námið í Flensborg gekk ekki síður vel en í tímun- um hjá Steini og lauk hann það- an ágætu prófi. Að prófinu loknu tók hann próf upp í menntaskól- ann og sat í skólanum einn vet- ur. Við vorprófið varð hanni;.. næstefstur, en þá voru margir merkir gáfumenn í skóla og mörg skáld, enda lítið um annað talað en skáldskap. Þegar Sigurður hafði tekið próf upp úr fjórðá bekk, varð hann að hugsa sér fyrir sumarvinnu. Þá var fátt um fína drætti á vinnumarkaðinum eins og kunnugt er, en ekki við- ' lit að hugsa til áframhaldandi vetrarnáms nema með því aö' hafa góða vinnu um sumar og spara allt til vetrarins. Hann gat ekki fengið vinnu þetta vor og lá við að örvænta. Þá var það eitt kvöld, að hann rölti heim til - Thor Jensens, ekki til að biðja um ölmusu, en í þeim erindum leituðu margir þá til þessa sér- stæða framkvæmdamanns og höfðingja, heldur til þess að , spyrja hann upplitsdjarfur og: ófeiminn, en í vandræðum þé„. hvort nokkur möguleiki væri á því, að hann gæti vísað sér á einhverja arðbæra vinnu yfir sumarmánuðina. Sigurður var/ ekkert niðurlútur þegar hanrt heilsaði Thor Jensen. Hann sagði honum skýrt og skilmerkilega frá högum sínum og bar upp er- indið. Thor mun hafa eitthvað heyrt sagt af piltinum og vitað að hann var ekki aðeins dugleg- ur við bóklegt nám heldur hafðL. og gengið gegnum herzluskóla stritsins á sjó og landi. Hann sagði: „Farðu vestur á Bjarnarhöfn í * byggingavinnu. Ég er þar með framkvæmdir. Þú færð ekki minna kaup en aðrir. Þegar þú ' svo kemur heim í haust, þá skaltu koma og tala við mig." Og Sigurður lét ekki segja sér þetta tvisvar, en hraðaði sér „ vestur og kvað við raust er hann lagði úr höfn úr Reykjavík. Hann vann baki brotnu við bygginga-n framkvæmdir í Bjarnarhöfn og gekk svo á fund Thor Jensens um haustið. Hann vissi að vetr-,, inum var borgið. En Thor Jensen sagði við Sigurð: „Ég hef dálítið starf handa þér í haust og vetur. Ég þarf að biðja þig að lesa með tveimur sonum mínum, Lorenz og Hilmari." — Og Sigurður gerði það og var'í alla staði ánægður með viðskiptin við Thor Jensen. — Síðan vann Sigurður á hverju sumri til þess að geta kostað sig á skólann á vetrum og var hann til sjós, við síldveiðar og fleira. Hann hefur kynnzt nærri öllum atvinnuveg- um þjóðarinnar eins og þeir voru. Einu sinni gat hann þó ekki farið í skólann. Eftirtekjan hafði reynzt lítil og auk þess reynzt honum ekki nógu drjúg. Hann réði sig heimiliskennara, en las jafnframt utanskóla. Stúdenta- prófi lauk haön Vörið 1922 — og þá var miklum áfanga náð. 0O0 Svo lifið heilir. Myndin greypist í minni, hinn máttugi knör, er siglir vitsins höf um allt, sem er fólgið í mannlegri sál og sinni, samfélagsvandann frá þjóðanna vöggu að gröf. Yður sé falið að skyggnast til leiða og landa lýsa veginn og gæta vors helga arfs. sig liggja. Hann vildi upp til sveita, inn til dala, til útskaga, út á sjó og til annarra landa og þjóða. Óþolinmæði hans og óseðj- andi forvitni voru honum ásköp- uð og ollu því, að stundum leit- aði hann langt yfir skammt til þess að „sleppa af sér dampin- um", eins og hann komst einu sinni sjálfur að orði í vinahóp. En stúdentsprófið var aðeins áfangi. Þá réðust margir fátækir piltar í guðfræðinám vegna þess að það reyndist auðveldara, fjár- hagsins vegna heldur en annað Nivca lnnlhcldur Eucerlt — efni skylt húSlitunm — frá þvf stafa htn góSu áhrlf þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? NúiS Nivea á andlitlS aS kveldl: t>& verSur morgwnraksturinn þægilegrl og auliveldarU Og eftlr raksturlnn hefur Nivca dásamleg áhrlf. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! I,áti8 NIVBA fullkomtna raksturinn. Lausnin á gátu vors lífs með þess fegurð og vanda. skal lifuð og unnin á vegum yðar starfs. Sigurður Einarsson var ungur vorið, sem hann tók stúdents- próf. Með þetssum orðum er ekki miðað við árin, sem hann hafði lifað, heldur við skap hans, gleði hans og hina sindrandi óþolin- mæði hans. Hann sá allsstaðar verkefni og vildi alls staðar ganga til starfs. Hann var ef til vill ekki búinn að marka sér lífsstefnuna t:iL fulls, en þó gerði hann það mjög snemma, að minnsta kosti innra með sér, en allsstaðar fanrast honum að hann ætti að ganga ftram. Þúsund radd- ir hrópuðu á hann og hvergi vildi hann eða gat staðdð álengdar. Hann brann bókstafLega í skinn- inu eftir því að láta mikið eftir nám, sem þá fýsti ef til vill frem- ur, en kostaði utanferðir og há- skólanám annars staðar. Sigurður fór að vinna sumarið 1922, en settist svo í guðfræðideild um haustið. Og guðfræðinámið stundaði hann af kostgæfni til 1926 að hann lauk því. Næstu tvö árin var hann prestur í Flat- ey, en fór svo utan og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og var þá erlendis í tvö ár. Það er ógerningur að rekja feril Sigurðar Einarssonar í smá- atriðum síðan, en hann hefur gegnt mjög mörgum störfum. Hann vár eftirlitsmaður með kennslu í æðri skólum, kennari við Kennaraskólann, dósent í guðfræði við Háskólann, skrif- stofustjóri Fræðslumálastjóra, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og fréttastjóri, alþingismaður í þrjú ár og loks prestur að Holti undir EyjafjblÍum. Um öll þessi störf Sigurðaf Einarssonar mætti rita langt mál. Það hefur einkennt þau öll að alltaf hefur staðið um hann stormur, en þó aldrei eins og þegar hann var kennari við guð- fræðideild Háskólans. Hann mætti þá miklum ofsóknum, en lét ekki hlut sinn. Og hvað, sem sagt er um þær deilur, þá verður það aldrei hrakið að sjaldan eða aldrei hafa tímar guðfræðideild- ar verið eins vel sóttir og í kenn- aratíð hans og sterkir straumar fóru um deildina þá og er það meira en hægt er að segja um árin áður eða síðan. Þannig var Sigurður þar eins og alltaf og allsstaðar vekjandi maður. Hann gerðist ákveðinn og heill trú- maður og lét ekki nýjabrum eða bollaleggimjar fráviksmanna hafa áhrif á sig. Hann unni Háskólanum og tignaði kirkjuna, en hann vildi opna allar dyr og alla glugga upp á gátt fyrir vandamálum samtímans, og þó að hann gerð- ist nokkuð fastheldinn á fornar dyggðir kristinnar kirkju, var langt frá því að hann gerðist klafabundinn. oOo Jafnframt öllum hinum marg- þættu störfum sínum ferðaðist Sigurður mikið og fór víða um Evrópu og Asíu. Er ekki ólíklegt, að hann sé með víðförlustu ís- lendingum — og alltaf var hann að læra. Han kom alltaf heim aftur fullur af áhuga, ríkari af kynnum við lönd og þjóðir — og þá fyrst og fremst lærdómi er hann hafði öðlazt í samræð- um við göfugmenni margra þjóða. Alltaf flutti hann erindi víða um lönd á þessum ferðum sínum og þótti mikið til mælsku hans koma, einnig á erlendum málum. Sigurður Einarsson hefur skrifað talsvert í óbundnu máli. Þar njóta ¦ frásagnarhæfileikar hans sín vel, en tæplega jafn vel og þá, er hann segir sjálfur frá. Hann hefur ritað smásögur, sam- ið ferðabók, leikrit og fjölda blaða- og ¦ tímaritsgreina. I rit- uðu máli reynir hann ekki stíl- brellur eða., „kúnstir". Það er fjarri honum að sýnast. En orð- gnóttin og frásagnargleðin hrífur lesandann með. Hann hefur flutt sæg erinda, og þýtt auk þess margar bækur; sem snertu allar eða langflestar, samtíðina að meiru eða minna leyti. Árið 1930 kom út fyrsta ljóða- bók hans: Hamar og sigð, og fékk sú ljóðabók frábærlega góða dóma, ef undan eru skilin kersknisskrif af pólitískum á- stæðum. Svo varð langt hlé, en árið 1952 kom út önnur ljóða- bókin: Yndi unaðsstunda, árið eftir: Undir stjörnum og sól, 1957: Yfir blikandi höf og 1961: Kvæði frá Holti. Það er ógerningur að gera VIKAN M. tU, — 9Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.