Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 15
Pylsur í kryddsósu. 4 pylsur, feiti, sósan: 1 laukur, 1 epli, tómatsósa, timian, eða majoran, fínsöxuð persilja, salt, pipar, olía eða önnur feiti, súputeningar. Hakkið laukinn og eplið og steikjið hvort tveggja í feitinni og bætið iVi dl af kjötsoði í. Látið þetta malla, þar til lauk- urinn er meyr.. Kryddið með salti, pipar, tómatsósu, timian eða majoran. Saxið persiljuna í seinast. Skerið pylsurnar í sneiðar og steikið þær lauslega á báðum hliðum. Hellið sósunni yfir pylsusneiðarnar og látið þær sjóða litla stund í sósunni. Notið ekki of mikið salt í sósuna, ef pylsurnar skyldu vera saltar. Kartöflur, laussoðin hrísgrjón eða hrátt grænmetissalat borið með. Súpa úr brúnuðu hvítkáli með pylsum. 1 meðalstórt kálhöfuð, 3 matsk. feiti, 1% dl kjötsoð, salt, heil hvít piparkorn, síróp, 1 pylsa. Skerið kálið mjög smátt og brúnið það í feitinni. Gott er að setja 1 desertskeið af sírópi þegar það er rétt að verða brúnt. Hellið kjötsoðinu á og kryddið, gjarnan með 2—10 stk. af pipar- kornum og salti eftir smekk. Látið súpuna sjóða undir loki, þar til kálið er meyrt. Rétt áður en súpan er fullsoðin er pylsu- sneiðum bætt í, sem soðnar hafa verið áður. Kryddið með salti, pipar og sírópi. Kartöflukaka með bacon. Góð kartöflustappa er lögð í botninn á eldföstu fati. Tómat- ar eru skornir í sneiðar og lagðir yfir, rifinn ostur settur efst og nokkrir smjörlíkisbitar á víð og dreif. Sett inn í ofn, þar til osturinn er bráðinn. Á meðan er baconið steikt og síðan lagt fallega ofan á kartöflukökuna áður en hún er borin fram. Fín- saxaðri parsil;u stráð yfir. Hakkað kálfakjöt með sveppum og lauk. 4 hg hakkað kálfakjöt, Vs—% dl rasp eða kartöflustappa, salt, pipar og vatn, 1—2 stórir laukar, 100 gr sveppir. Steikið svolítið ílöng buff úr farsinu. Saxið laukinn og svepp- ina frekar gróft og steikið í feiti og kryddið með salti, pipar og nokkrum sykurkornum. Hellið svolitlu vatni á pönnuna og látið malla litla stund. Lagt ofan á buffsneiðarnar og hellið soðinu af buffinu og laukblöndunni yfir. Blómkálsbúðingur. 1 meðalstórt blómkálshöfuð, vatn, salt. Fars úr: 250 gr kálfa- kjöt, 2 matsk. rasp, vatn, salt, pipar. Jafningur: 2 matsk. smjör- líki, 2 matsk. hveiti, mjólk, salt, pipar. Sjóðið blómkálið í saltvatni, þar til það er næstum meyrt. Látið raspið liggja í vatni og bætið svo hökkuðu kjötinu saman við. Hrært vel og vatni bætt í þar til það er eins og meðalþykkur grautur. Kryddað með salti og pipar. Blómkáls- höfuðið brotið í litla bita og látið í eldfast fat með farsinu. Búinn til jafhingur úr smjörlíkinu, hveitinu og mjólkinni, en hann á að vera allþykkur og kryddaður með salti, pipar og sellerisalti. Jafningnum hellt yfir farsið og svolitlu raspi stráð yfir. Bakað í meðalheitum ofni í ca. 35 mín. Fiskibollur í kaviar. Ef þarf að grípa til dósamatar, eru fiskibollur einna ódýr- astar og handhægastar, en gott er að hafa tilbreytni við mat- reiðslu þeirra eins og annars. Látið soðið renna vel af boll- unum, búið til þykkan hvítan jafning og kryddið hann með kaviar, hvítum pipar og miklu af fínsöxuðu dill. Hitið fiski- bollurnar í þessum jafningi. Pylsuréttur. 1 stór laukur, feiti, Vz kg pylsur, tómatsósa, ostsneiðar, kart- öflustappa. Saxið laukinn og steikið hann ljósbrúnan í feitinni, kryddið með salti og pipar og leggið hann í botninn á eldföstu fati. Takið húðina af pylsunum og skerið þær í sneiðar, sem lagðar eru eins og tígulsteinar ofan á laukinn. Þunnu lagi af tómatsósu HVERSDAGS MATUR hellt yfir pylsurnar og allt þakið með ostsneiðunum. Bakað í ofni þar til osturinn er bráðnaður og aðeins byrjaður að brúnast. Góð kartöflustappa er sett í miðjuna og saxaðri persilju stráð yfir áður en það er borið fram. Lifurbuff. 300 gr lifur, 3—4 kartöflur, 1 meðalstór laukur, salt, hvít- ur pipar, 3 dl mjólk, 2—3 laukar, smjörlíki til að steikja úr. Leggið lifrina um stund í kalt vatn og hakkið hana síðan með hráum kartöflunum og lauknum í kjöthakkavélinni. Kryddið með salti og pipar. Steikt í smjörlíki (1 matsk. gerir eitt buff). Síðan eru laukarnir flysjaðir og skornir í sneiðar og brúnaðir á pönnu með svolitlu af sykri. Settir á pönnuna með buffinu og 3 dl mjólk hellt yfir og látið malla í 3—5 mín. Með þessu er gott að bera mjög smáskorið hvítkál, sem hefur legið nokkra stund í skál með niður- skorinni appelsínu og drukkið í sig safann. Soðnar kartöfl- ur hafðar með. Súpa úr grænum baunum. Sjóðið grænar baunir úr dós í kjötsoði og merjið þær síðan í gegnum sigti. Hellið aftur í pottinn og bætið meira Framhald á bls. 37. VIKAN 31. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.