Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 41
síður en svo hætt að fiska. Þarna sitja þau um líf fisksins. Hann festist, berst um og rotnar svo hægt og bítandi í draugadræs- unni. Þar sem netin geta skipt þúsundum, sem þannig sitja fyr- ir sjávarbúum, gefur það auga leið, að alvarlegt ástand getur skapazt. Það hefur komið fyrir, að tog- arar hafa fengið þessi net í vörp- urnar og það mun vera sérdeilis óhugnanlegt lífsatriði. Svört kássa af dauðum hálfrotnuðum fiski, beinagrindum og inn um þetta spriklar svo lifandi fiskur. Nályktin gýs upp og menn taka fyrir vitin til að halda niðri. Við byrjuðum að slæða við Vestmannaeyjar um kvöldið, en það gekk heldur illa. Veðrið fór líka versnandi. Það fór að draga upp á himininn um kvöldið og áður en varði, var komið austan rok. Nokkrar netjaslitrur komu upp, svo og tóg, en ekkert virki- legt drauganet. LaugardagTirinn 13. febrúar. Það er komin bræla. Skipið veltur og heggur í Grindavíkur- dýpinu og menn eru aftur byrj- aðir að bölva fiskifræðinni. Hann er kominn í vestrið og sjórinn er þungur og görðóttur. Það er ekki laust við að Gráni gamli sé farinn að reika svolítið, því hann er farinn að léttast. Búið er að brenna 20.000 lítrum af olíu og drekka 40.000 lítra af vatni og svo er farið að ganga á mat- vælin, sem skiptu bílförmum. Veltingur á skipum er hvim- leiður og ekki bætir úr skák, ef maður þykist geta kennt ein- hverjum sérstökum. Þess vegna eru blessaðir pödduteljararnir ekkert vel séðir í svipinn. Stjáni spurði þennan með skeggið hvaða ár sá hafi verið myrtur, sem fann upp fiskifræðina og fleiri glósur heyrðust. Þó bætti það nokkuð úr skák, að heyrzt hefur, að skipið komi inn eftir miðnætt- ið. Upp úr hádeginu snérist vind- urinn til norðausturs. Það er komið kvöld og menn skrafa saman. Já, það er undarlega friðsælt. Menn skrafa saman, æðurin og svartbak- urinn líka, því Elli báts- maður er að segja — í mestu vinsemd — frá ostinum og ýmsu fleiru náttúrufræðilegs eðlis. Hann er að tala við þennan með skeggið. Já, eftir allt voru allir í sama báti _ fiskideildarfólkið og varðskipsmenn. Já, allir í sama báti. Komum til Reykjavíkur klukk- an 1100. Það er undarlegt að ganga upp í borgina að næturþeli. Myrkrið skýlir sóðalegum fiskhúsunum og vörugeymslunum niður við höfn- ina og ljósin speglast í svörtu vatninu, eins og kvikasilfri sé hellt í rökkrið. Fullir menn kyss- ast við pylsuvagninn og mjúkir bílar líða yfir strætin. Það var þröng í Austurstræti. Lifsglatt fólk á laugardegi. Á morgun myndi verða sunnudagur í landi — sætsúpa til sjós. Sundlauga- bíllinn fór klukkan 24.00. * PÁFUGLINN._________ Framhald a( bls. 17. Það var kannski kjánalegt, en henni fannst eins og hún mundi Molly, og hún fór að óska þess, að hann héldi sig svolítið meira út af fyrir sig. Hann þurfti nú ekki að standa þarna og tala við þessa laglegu háfættu ame- rísku konu, aðeins vegna þess að hún hafði spurt hann að ein- hverju viðvíkjandi gömlum sófa. Molly var fegin þegar sýning- in tók enda og þau gátu loks komizt út í sólskinið. Grasfletirnir voru fagurgræn- ir og sólin lýsti sterkgul í volgri golunni. Þau gengu hlið við hlið ekki hafa gleymt gleraugunum, ef hún hefði verið ánægð og í jafnvægi. Meðan hún tæmdi bollann með hinu ágæta kaffi veitingahússins, gerði hún sér ljóst, að hún hefði átt að njóta ferðarinnar betur en hún gerði. Mjög fær leiðsögumaður sýndi þeim safnið ásamt nokkrum öðrum ferðamönnum. Það var allt mjög gamalt og mjög fallegt, en Molly hefði heldur kosið að sitja í einum af útsaumuðu stól- unum en að skoða þá. Þess ákafari og hrifnari sem Arthur varð, þess daufari varð eftir malarstígnum að aldingarð- inum. Skyndilega stóðu páfuglar í vegi fyrir þeim. Konunglegir eins og konungarnir, sem átt höfðu garðinn. Fyrir framan þau breiddi einn hinna yndisfögru fugla úr stél- inu, málmgrænu, blikandi bláu og titrandi, hann reisti upp silki- gljáandi hálsinn eins og skipandi og hvessti augun án þess að depla þeim' á páfuglshænuna, sem stóð þarna litlaus, grá og lítilsigld. Molly starði eins og dáleidd á sjonina. — Ó, sjáðu Arthur, er hann ekki fallegur! Arthur umlaði eitthvað til sam- þykkis. — En hvað þetta eru dásam- legir litir! Ég vildi óska, að við hefðum haft myndavélina með okkur. En Arthur var þegar genginn af stað. — Arthur, finnst þér ekki . . . Molly þagnaði, þegar hún varð vör við að hann stóð ekki leng- ur hjá henni og leit í kringum sig. Arthur stóð skammt frá henni. Hann veitti fuglunum ekki mikla athygli. Hinum megin við litlu tjörnina stóð ung stúlka, fallegri - en nokkur páfugl. Andartak birtist þessi sýn skýr og skörp, eins og mynd grafin á gler. Hún sá Arthur, myndarlegan og áhyggjulausan, rétta stoltan úr bakinu og horfa á stúlkuna. Stúlkan leit einnig á hann með smábros á vörum. Hvernig það vildi til vissi hún ekki, en á þessu opinberunar- augnabliki var eins 03 hundrað blæjum væri lyft frá augum hennar. Allt eirðarleysi hennar, áhygjur og hræðsla safnaðist í ofsalegan stormsveip í huga hennar, sem bar næstum að of- urliði þennan feitlagna, mið- aldra konulíkama. Hún gat ekki bælt hann nið- ur. Þó að hennar innri maður segði ákveðið aftur og aftur: Ég má ekki gráta, má ekki gráta,' ekki hér, alls ekki hér, þá skók þessi stormur líkama hennar og fætur hennar skulfu ákaflega. Hún vra varnarlaus í greipum hans. Heili hennar sagði: Hvað segir Arthur við þessu? en síorminn lægði ekki, heltíur brauzt hann fram í löngum og ofsalegum ekkasogum. Mitt í þessum fallega garði, umkringd ókunnugu fólki, grét Molly Brown, miðaldra, feitlag- in húsmóðir með hræðilegan hatt, grét af örvilnan. Arthur, sem hafði snúið sér við til þess að sjá, hvað um væri að vera, stóð orðlaus. Hann lang- aði til að snúa sér frá þessari sjón, láta eins og hann þekkti hana ekki. En samt var hann strax kom- inn til hennar. — Molly, hvað er að þér? Hann tók utan um hana. Molly, hvað hefur komið fyrir? Gráttu ekki, elsku bezta, gráttu ekki. Það stóðu bekkir undir trján- um. — Komdu og setztu hér. Art- hur leiddi hana að lausum bekk, og hún hrasaði í hverju spori, blinduð af tárum. — Molly, hvers vegna ertu að gráta? Hvað er að? Arthur vissi ekki hvað hann átti að gera. Hvaða maður hef- VIKAN 31. tbl. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.