Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 2
Kelvinator Áratuga reynsla tryggir yður óviðjafnanlegan kæliskáp að ytra útlíti, hagkvæmni og notagildi. ¦— Hagsýnar húsmæður um víða veröld velja KELVINATOR kæliskápinn. 5 ára ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum hlutum skápsins. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170. Sími 17295. APBORGUNARSKILMÁLAR. fáenwood Kenwood-hrærivélin vinnur öll erfiðustu verkin. Kenwood léttir húsmóðurinni heimilisstörfin. Það er þess vegna, sem hver hagsýn húsmóðir velur Kenwood-hrærivélina. Jfekh Austurstræti 14. Sími 11687. fullri alvöru Ef umferðarlöggjöf- in væri einskisvirt Hvernig færi, ef umferðarlög- gjöfin væri einskisvirt; allar reglur uni vik til vissrar handar, framúrakstur og ökuhraða virt- ar að vettugi — og ekki nóg með það, heldur létist enginn af þessu vita, og þeir, sem ekki væru fylli- lega ánægðir með þetta, væru fiallaðir nöldrarar og sérvitring- ar, ef ekki fjandmenn einstak- lingsfrelsis og sjálfræðis? Hvernig færi? Það sér hver heilvita maður. Það er þó almennt vitað, að þessi löggjöf er oft hrotin, en þeim brotlegu er þá líka rcfsað eins og viðurlög standa til og strangt eftirlit haft með að allar reglur séu haldnar, eins og frekast verður við komið. Og engum heilvita manni kemur til hugar að hrópa hástöfum að einstaklingsfrelsið sé óvirt, þó homini cða öðrum leyfist ekki óátalið að aia á hægri vegarhelm- ingi þegar reglur mæla svo fyrir, að ekið skuli á vinstri, og stofna þar með lífi og limum sínum og annarra í hættu. Umferðarlöggjöfin er sett fyrir brýna nauðsyn, satt er það. En það eru líka til önnur lög, sem ekki eru síður sett fyrir brýna nauðsyn, en misjafnlega baldin — og það sem lakast er, það þykist enginn ef þvi vita að þau séu brotin, jafnvel ekki þeir, sem settir eru til að gæta þess að þau séu virt. Þó er það áreiðanlega miklu lakast, að svo hefur viss- um aðilum te'kizt að villa um dómgreind almennings með upp- hrópunum um skerðingu á ein- staklingsfrelsi og sjálfsákvörðun- arrétti, að almenningsálitið veitir þar ekkert aðhald. Jafnvel æðstu menn ]),jóSarinnar, sjálfir lög- gjafarnir, þykjast furðu lostnir, þegar svo langt gengur að enginn getur lengur lokað augunum eða þótzt horfa í aðra átt-------- Og þá er skipuð rannsóknar- ncfnd! Rannsóknarnefnd — til hvers? Allir vita að löggjöf, sem lengi hefur verið i gildi og sett fyrir brýna nauðsyn, hefur jafnlengi verið einskisvirt og þverbrotin, án þess viðurlögum væri beitt — nema „nMdrarar" og,„sérvitring- ar" og ,,fjandmenn einstaklings- frelsisins". Það vantar ekki að þarna er nóg rannsóknarefni. Annað mál er svo það hvað verður rannsak- að------------ Drómundur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.