Vikan


Vikan - 03.10.1963, Qupperneq 8

Vikan - 03.10.1963, Qupperneq 8
Vestur með fjörðum %1-V' ' ■■■ ■••■: '•••••: \ % ' ' A Skammt þurfti að fljúga út af Vestfjörðum til þess að ná isröndinni. Það voru mest litlir jakar, en mjög þéttir, svo hafflöturinn var víða elns og krap. einnig skotið „alvöruskotum“, ef í liarðbakk- ann slær. Flugherinn samanstendur af einni flugvél, sem er af sömu gerð og þær, sem not- aðar eru í fólksflutningum landa á milli og víðar. Þessi flugvél er hvorki búin vélbyssum né sprengjukösturum. Hún er búin fullkomnum siglingatækjum, og úhöfn hennar hefur það verk á hendi að fylgjast með því, hvort út- lendir fiskimenn við strendur landsins leiti á þau mið, sem forboðin eru af hinu íslenzka valdi; til verndunar og friðunar okkar gulli: fiskinum, jjessari skepnu i hinu græna hafi, sem haldið hefur í okkur lífinu í meir en árþúsund og á eflaust eftir að halda því áfram um ókomnar aldir. Þessi lier er ekki tilkominn án tilgangs. Hans er brýn nauðsyn, þótt þjónar hans drepi ekki menn eða nauðgi konum eftir sigur. Þessi her verst ágengni risavaxinna þjóða með gap- andi ljón í skjaldarmerkjum sínum og verst vel. Hann tryggir einnig þjóðinni lífsviður- væri í framtíð. Hann gerir liað að verkum, að íslendingurinn í dag getur staðið livar sem er keikur og sagt: Enginn treður mér um tær. Her okkar ber nafnið: Landlielgisgæzla Is- lands. Tákn hans er íslenzki fáninn. Þessi fáni hefur aldrei tajjað orrustu, aldrei vætzt i blóði þjóna sinna. Hann hefur unnið margar, kannske ekki með ofbeldi hins aflmeiri, held- ur með ráðsnilld og festu hins vitra. Þetta er landinu meira virði en margan grunar. Miðaldra jjýzkur prestur benti mér á það, er ég var á ferðalagi með honum um Banda- ríkin s. 1. sumar. Hann tók eftir islenzka fán- anum i barmi mér og sagði: „Við getum ekki borið okkar fána líkt og þið. Það hafa of margir dáið fyrir hann. Blóð- ið, sem hefur runnið fyrir okkar fána liefur helgað hann öðru en hann var í upphafi ætl- aður. Hann er fremur tákn okkar hlóðs en tákn okkar þjóðernis“. íslendingum er fáninn einnig tákn blóðs. Þess blóðs, sem rennur í æðum þjóðarinnar. Við vorum að tala um Landhelgisgæzluna. Flugflota okkar. Ekki fyrir allmörgum árum átti Landhelgis- gæzlan flugvél, sem kölluð var Rán. Þetta var gömul flugvél, og það var rétt á mörk- unum, að hún var fær um að gegna hlutverki sínu síðustu árin, sem hún var í notkun. Hlutverk hennar var að fylgjast með ferðum erlendra togara við strendur landsins, ■—• og það var ærinn starfi, því á liessum árum reyndu útlenzkir hver sem betur gat að hafa að engu liina íslenzku landhelgi; 12 mílna landhelgina. Rán gamla var því vel að hvíld- inni komin, þegar önnur vél, nýrri og full- komnari, leysti hana af verðinum í fyrra. Hin nýja flugvél hlaut nafnið TF SIF. Hún er af gerðinni Skymaster DC-4. Það er hún, sem nú, jafnt á nóttu sem degi gætir stranda þessa lands. Enginn veit hvenær hún kemur, enginn veit hvenær hún fer. Ferðir hennar eru ekki háðar vissu lögmáli, og landhelgis- g — VIKAN 40. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.