Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 5
HIN NÝTIZKU LEGA FRAM LEIÐSLA A SNYRTIVÖRUM stjórann um að aka alla leið að húsinu, þegar hann stanzaði við heimkeyrsluna, en hann neitaði því blákalt. Sagðist vera á nýj- um bíl og ekki vilja láta hann í það. Ég benti honum á að ég ætti líka nýjan bíl, og hann væri inni í skúrnum, sem hann sæi heima við húsið. Vegurinn heim væri breiður og góður og að heima við húsið væri stórt „plan“ til að snúa við á. En hann neitaði ennþá. Ég varð reúður, og munaði minnstu að ég neitaði að greiða honum fyrir aksturinn, en þagði þó, rétti honum peningana og lét hann eiga sig. Nú spyr ég: Hafði ég ekki fullan rétt til að biðja hann um að fara alla leið að hús- inu . . . og ef svo er —- hvað á þá að gera við svona menn? Argur. ---------Ef það er rétt, sem þú segir, að vegurinn heim hafi ver- ið góður og allt það, þá átt þú auðvitað kröfu til þess að bíll- inn skili þér alla leið heim. Hann hefur tekið að sér aksturinn, og það er samningsbrot að stanza á miðri leið og henda þér út —■ ef aðrar ástæður hafa ekki verið fyrir hendi. En sumir menn eru svona, og stétt sinni ekki til sóma. Þú hefur komið fram eins og sá, sem vitið hafði meira, jafn- vel þótt þú hafir verið fullur en hann ekki. Kvartaðu við stöðina, sem hann var frá. Hvaða Jón? ... Kæri Póstur! Ég sé að Vikan hefur stund- um birt nöfn og heimilisfang er- lends fólks, sem vill komast í bréfasamband við íslendinga til þess að skiptast á um frímerki. Það er út af fyrir sig gott, að fá slík heimilsföng. Ég á dálítið safn af frímerkjum — þó aðallega ís- lenzkum, og hef áhuga fyrir að fullkomna það, eða betrumbæta. Ég hef engan áhuga fyrir út- lendum merkjum. Nú vantar mig samband við íslenzkt fólk, sem svipað er ástatt með, og vil skiptast á merkjum við það. Það getur orðið báðum til góðs. Viltu kannske athuga þetta fyrir mig? Jón. — •— — Það er auðvitað sjálf- sagt að athuga þetta fyrir þig, Jón minn. En segðu mér . . . hvert á að senda svarið? Jón Jónsson, ísland — eða hvað? Sælir eru gefendur ... Bókaútgefandi var að segja mér frá því um daginn, að eitt af því erfiðasta í sambandi við útgáfu bóka á íslandi, væri það hvað margar bækur hann þyrfti að gefa af hverri bók, .sem út kemur. Hann fullyrti að það væru allt að 200 eintök af hverri bók. Mér finnst þetta ótrúlegt. Getur þú kannske sagt mér nánar um það, hvert allar þess- ar bækur fara — og um leið — hvernig á maður að fara að því að komast á jötuna líka? Bókabéus. -------Ég held, að þú hafir látið ljúga þig fullan, kæri vin- ur. Útgefendur gefa að jafnaði — eftir því sem ég bezt veit — svona allt að 50 eintökum. Þar af fær höfundur nokkrar bæk- ur, dagblöðin og gagnrýnendur, söfnin og ýmsir aðilar, sem hafa unnið eitthvað að bókinni. Þú hefur engan sjens, góði! Erfitt að vakna ... Kæri Póstur! Að vísu sé ég, að þú svarar flestum flími, en jafnvel þar innan um leynast gullkorn. Ég ber því upp við þig vandkvæði mín í von um korn í svari. Mál mitt er svo vaxið, að yfir vetr- armánuðina er mér tregt um svefn, en þegar ég er loks sofn- aður undir morgun, er mér næst- um ómögulegt að vakna á ný á kristilegum tíma, með þeim afleiðingum, að ég kem oftast seint til vinnu. Dettur þínum frjóa heila eitthvert ráð í hug til úrbóta? Með vinsemd og fullri virðingu. B. Jór. —-------- Þú gætir reynt að fá þér skóflu og haka og gert þér að reglu, að höggva og moka í einn eða tvo klukkutíma á liverju kvöldi, án þess að líta upp eða draga af þér. Passaðu bara að skemma ekkert. og hin árangursríkasta fæst með því að nota lífræn krem, sem lagfæra galla húðarinnar. LA CRÉME Bto-Cata£y4 OG Btá'Lacta Lífga upp og yngja Með samhliða notkun þeirra: verður: styrkara, rnýkra, yngra, hörundið: liflegra og bjartara. Dlettir og bólur hverfa Að lokum: CRÉME BIO-CATALYS og BIO-LACTA lækna eitranir og truflanir, sem fæðan getur valdið. BIO-LACTA: Nýlega hefur verið hafin framleiðsla á BIO-LACTA í túbum og á það við allar húðgcrðir, livort heldur er um að ræða þurra, venjulega, blandaða eða feita húð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.