Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 47
Heimilistryggmg veitir fjárhagslega verud gegn voveif- legum afleiðingum slysa og hrakfalla. Borgartúni 1 - Sími 18200 (5 línur) Keykjavík setti fundinn og sagði frá þeim tveim hugmyndum, sem við Rupert hefðum fengið. Svo hélt ég áfram, að tungl mundi vart sjást 30. júní, og mundi rétt að reyna þá, því að þar sem sunnu- dagur væri, mundu verðirnir líklega hafa fengið sér einhverja hressingu, svo að þeir væru syfj- aðri en ella. Síðan ræddum við smáatriði, en sannleikurinn var sá, að við vorum hreinir byrjend- ur, og áttum ekkert til nema áhugann og kappið. Allt í einu fékk ég nýja hug- mynd. „Mundi þetta ekki verða leikur einn, ef við gætum slökkt á öllum ljóskösturum með straumrofi? Leiðslan hangir á einöngrurum utan á hallarveggj- unum, og gluggarnir á stofu 44 eru aðeins meter fyrir ofan hana. Auk þess eru þeir í skugga. Ef ég get komizt yfir svo sem fjör- tíu rakblöð, get ég fest þau á spýtu með teiknibólum. Þannig hefi ég þá útbúið ágætan hníf og enn betri leiðara. Svo festir maður spýtuna við kústskaft og þá er vandinn leystur“. „Ágæt hugmynd", sagði Rup- ert, „og við verðum að prófa að framkalla straumrof strax ef við eigum að hleypa þessu af stokk- unum þann 30.“ „Ég hafði hugsað mér að gera tilraunina þann 30.“ „Það væri óhyggilegt. Allt verður auðvitað vitlaust, og þeir gætu lagfært ljósin, meðan þú hengir í lausu lofti eínhvers staðar. Það væri betra að hafa æfingu til að aðgæta, hve fljót- ir þeir eru að gera við þetta. „Gott og vel“, sagði ég, „þá hefst ég strax handa um þetta, og meðan ég geng frá straumrof- inu, verðið þið að koma ykkur fyrir á ýmsum stöðum í bygging- unni, til að athuga hvort ekki slokknar á öllum ljóskösturun- um“. Straumrofið varð, eins og um var talað. Ég var aðeins mínútu að skera gegnum einangrunina á vírnum, en þrem mínútum síð- ar hafði ljósið verið kveikt aftur. En þessi tími mundi nægja okk- ur til að framkvæma fyrirætlun okkar... Veður var frábært þann 30. júní. Um kvöldið var algert logn og heiðríkt. Kl. 22,30 læddumst við Rupert út úr stofunni og komumst á þann stað, þar sem aðgerðin átti að hefjast. Við lit- um út, og okkur fannst uggvæn- lega bjart, en ekki kom til mála að hætta við fyriræltun okkar ... Rupert náði í Nealy og Lock- wood og þeir tóku sér stöðu við heppilega glugga. Ég gerði ráð fyrir, að leiðangurinn mundi taka mig klukkustund og kvaðst ekki mundi verða kominn aftur fyrir þann tíma. Við áttum að hefjast handa klukkan 23,30. Ég varð að stökkva niður af vegg við nefið á varðmanni, sem stóð í aðeins 50 m fjarlægð og gat beint leitarljósi sínu í allar áttir að vild. Ég stökk hratt og hljóðlaust niður á flatt þak, um leið og fótatak varðarins sagði mér, að hann hefði snúið baki við mér. Á fótunum hafði ég þykka sokka utan yfir skónum, á höndunum vettlinga, sem gerð- ir voru úr sokkum, og á höfð- iun hafði ég hettu, svo að naum- ast sá í andlit mér. Allt gekk að óskum. Þegar ég var kominn niður á flatt þakið, var ég í skjóli, og þaðan hélt ég í átt- ina til hærra, hallandi þaks, sem var þvert fyrir hinu flata. Mér hafði einmitt —■ með nokkrum hávðaa — tekizt að klifra um tvo metra upp eftir niðurfalls- rennu, þegar uppnám mikið varð meðal varðmannanna, sem hlupu fram og aftur, meðan skipunarorð voru hrópuð hátt og snjallt. Ég var í skugga, lagðist á þakið og þorði ekki að bæra á mér. Háreystin óx en nálgaðist ekki. Eftir langa mæðu, þegar hávaðinn heyrðist langt frá, hélt ég áfram göngunni um þökin, og brotnuðu þá meðal annars þaksteinar undir fótum mínum og hrundu niður að rennunum með langdregnum skarkala. Ég varð einig að flytja mig til á þakinu, því að ég blasti við, þar sem ég var, en hlaut að vera í skugga hinum megin á því. Það brakaði og brast í þakinu, og ég var skelfingu lostinn, en þegar ég var loks kominn að endanum á þakinu, gat ég gægzt fram af brúninni og framkvæmt nauðsynlega athugun á aðstæð- um. Byggingin endaði við öng- stærti, sem var utan fangelsis- svæðisins. Varðmaður gekk fram og aftur á götunni, sem lá meðfram byggingunni. Við höfðum áður gengið úr skugga um, að þrjár mínútur voru milli gönguferða hans, og við vonuð- um, að sá tími nægði okkur til að komast fram hjá honum. Tilgangurinn með för minni var að kanna öngstrætið og um- hverfi þess á þeim tíma nætur, þegar við mundum framkvæma flóttann. Við þurftum einnig að athuga, hvort yfirhöfuð væri hægt að komast þarna niður, hve hratt við gætum farið, án þess að gera hávaða, og hvort myrkrið myndi skýla okkur nægi- lega, þegar hættan var sem mest á, að eftir okkur kynni að verða tekið. Hálfri fjórðu stundu síðar sneri ég aftur, eftir að hafa ver- ið hálfa klukkustund á þeim stað, sem hugsaður var til að við létum okkur síga niður. Ég var að komast í vandræjði á síð- usut fjórum metrunum upp í gluggann. Ég var dauðþreyttur, og fjögurra mánaða sultarviður- væri sagði til sín. Rupert dró mig inn. Ég gerði óskaplegan hávaða, en vörðurinn var ber- sýnilega ekki almennilega vak- andi. Klukkan var þrjú eftir miðnætti. Daginn eftir héld- um við fund, og ég sagði þeim skoðun mína á leiðinni, sem ég hafði farið: „Staðurinn, sem við höfðum hugsað sem leið niður af bygg- ingunni, hentar ekki. Næsti staður, sem hægt er að festa kaðal við, er svo langt undan, að við verðum að dragast með 25 lök eða fleiri. Við verðum líka að hafa með okkur bak- poka og stígvél. Öngstrætið er lokað, en ég er hræddur um, að ekki sé nógu dimmt þar. Kaðail- inn mundi sjást greinilega, hvernig sem því væri komið fyrir". „Ég held, að við getum bara hætt við þetta“, sagði Rupert. „Ef einn maður, án farangurs, V I KAN 51. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.