Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 31
inni tilfinningalíf og hamingju ungra stúlkna, áður en þær skilja hvað verið er að gera við þær. Margir segjast vera bjartsýn- ir um hag æskulýðsins, þótt hann slarki dálítið, segja að hann muni mannast fyrir því. Menn eru bjartsýnir gagnvart slysum, afbrotum, drykkjuskap og of- beldi eins lengi og ekki skrám- ast lakkið á þeirra eigin bíl. Þeir voru líka „bjartsýnir“ prest- urinn og levítinn í dæmisögunni, og gengu frma hjá hinum særða manni við veginn. Samverjinn var ekki eins bjartsýnn, hann var raunsýnn — eða eins og Nansen hefði kveðið að orði, hann skildi hvað var „hin bezta pólitík". Nýlega var minnst mikiihæfrar konu íslenzkrar, er Ólafía hét. Margt vann hún vel fyrir sína þjóð, en hún vakti einnig samvizku Norðurlanda með starfi sínu fyrir afvega- leiddar stúlkur og lýsingu á hög- um þeirra, sem voru „aumastir allra“. Það er m.a. henni að þakka að stjórnarvöld og alþýða manna á Norðurlöndum lítur ekki lengur á afvegaleiðslu ungra stúlkna sem einkamál, heldur sem þjóðfélagsmál. — Vér hins vegar sendum örfáar stúlkur „fram hjá“ landinu til endurupp- eldis, en látum flestar eiga sig. — Eiga hér við oss orð Þorgeirs í ,,Gerplu“: „Eg em íslenzkur maður . . . og fýsir mig lítt að fara að siðum annarra manna“. Jóhann Hannesson. ÉG ÞOLI EKKI FÓLK... Framhald af bls. 27. liafi staðið á því? Það skal ég segja þér. Ég var búinn að leika á Akureyri í sjö ár. Þá var leikið á Akureyri svona hvorki betur né verr en gengur og gerist úti um landið enn i dag. Þá var leikið af gleði og áhuga. G'etan var auðvitað takmörkuð, en mað- ur tók ekki svo mikið eftir þvi fyrst i stað. Maður lærði náttúr- lega sitt af hverju, og á endanum lærði ég nógu mikið til að sjá, að þetta var í raun og vem eins og livert annað fálm út í loftið hjá okkur og stundargaman. Þá fór að vakna hjá mér sú vitund, að svona vinnubrögð gætu ekki 'gengið. Eif islenzk leiklist átti ein- hvem tjina að verða eitthvað annað og meira cn fúsk og sprell, þá varð einhver að taka sig til og afla sér rækilegrar leiklistar- menntunar. Á þessum timum voru menn úr ýmsum listgreinum að hópast til útlanda til að heyja sér fróðleik og fala sér þroska í list- grein sinni. Þetta voru bæði mál- arar, hljómlistarmenn, mynd- höggvarar og rithöfundar, og maður komst ekki hjá því að 'taka eftir iþessu. í Reykjavík voru um þessar mundir niargir allgóðir leikarar, en ég heyrði aldrei nokk- urn tíma minnzt á, að það þyrfti eitthvert nám til að leika. Mér fannst þetta einkennilegt. Auð- vitað hlaut maður að verða að læra að leika engu siður en niála. — Ekki hefur nú samt verið auðvelt að afla sér slikrar mennt- unar á þeim tíma? — Auðvelt? Nei, það var svo sannarlega ekki auðvelt. Þegar við Anna Borg fengum inngöngu á leikskóla Konunglega leikhúss- ins í Kaupmannahöfn, held ég að öllum hafi þótt þetta i meira lagi furðulegt. Hér heima var litið á okkur sem einliverja undarlega sérvitringa og i Danmörku var til, að þeir lókju eins og atvinnu- fólk. Ég held þó, að smám saman liafi flest komizt til skila af því, sem ég var að reyna að gera. Og lifandi er ég enn, þrátt fyrir allt. Ég lief meira að segja gengið í gegnum langt og mjög erfitt starf með mínum leikfélögum hér í gamla leikliúsinu í Iðnó. Reynsla mín á þeim árum hefur sannfært mig um, að fá leikhús eða leik- flokkar hafi unnið eins mikið og óeigingjarnt starf og þessi fálið- aði leikflokkur í Iðnó gerði, áður en Þjóðleikhúsið tók til starfa. — Þá hefur ykkur auðvitað fundizt þið hafa liimin höndum tekið? — Þú getur nú bara nærri. Það var ekki í verkahring leikar- anna að reisa þetta hús. Þeir höfðu annað fyrir stafni, sem eikki var síður mikilvægt. Þeir voru að byggja upp leiklistina í landinu. Og menn skulu ekki 'halda, að það hafi vepið neitt sældarbrauð isamfara mikilli og erfiðri, daglegri vinnu. Þeir voru sem sé að Skapa leiklist, sem væri þess verðug að flytja inn i þetta hús. Það var svo sannar- lega ekki minna virði en bygging- arframkvæmdir, þótt mér hafi stundum fundizt rikja litill skiln- ingur á því. Ef ekki er til nein frambærileg leiklist, yfir hvað á þá að reisa leikhús? Menn verða að gæta að því, að bygging verð- okkur fyrst i stað tekið eins og verum frá öðru sólkerfi. Einn kennarinn þvertók meira að segja fyrir að taka okkur upp. Eins og það þýddi eitthvað fyrir íslend- inga að ætla að fara að leika á dönsku. Hann var nú samt ekki búinn að bita úr nálinni með það, því þetta var Poul Reumert. Hann kvæntist seinna Önnu Borg eins og allir vita, og við hlið hans átti Anna eflir að verða eimhver bezta leikkona Danmerk- ur á iþessari öld. Þar sannaðist þó rækilega, að fall er fararheill. — V'ar þér svo ekki tekið tveirn h'öndum, þegar þú komst 'heim — Þú heldur auðvitað, að fólk- inu hér heima hafi fundizt ég eins og engill af himnum sendur, for- framaður í útlöndum. Það var nú öðr.u nær. Þvj nýja er sjaldnast vel tekið, hvorki í listum né ann- ars staðar. Það eru því miður gömul sannindi og ætla 'að loða við manneskjurnar býsna lengi. Þeini, sem fyrir eru, finnst það gamla fullgott fyrir sig og aðra og skilja ekki nauðsyn endur- nýjunar. Þetta lagaðist þó, þegar frá leið og ég vil svo sem ekkert fortaka, að ég hafi gert of miklar (kröfur til leikaranna og ætlazt Þetta var okkar fyrirheitna land. Heldurðu kannski, að það hafi verið gaman fyrir okkur að horfa upp á útlenzka dáta spranga mn þetta hús, sem við vorum búnir að bíða eftir í 25 ár? Þá var loks- ins þeim áfanga náð, sem við höfðum verið að berjast fyrir i allan þennan óratíma. Við liöfð- um að sjálfsögðu ekki aðstöðu til beinna framkvæmda við byggingu þessarar stofnunar. Það var ríkis- ins verk. Það verður ekki af skaf- ið, þótt langan tima tæki og margt kæmi fyrir, sem tefði. Þetta vita allir. Ég vil að þetta komi fram i þessu samtali okkar, af þvi að ég rakst nýlega á það í bók, sem rekur sögu Þjóðleikhússbygging- arinnar, að það hefði lítið gætt stuðnings frá leikurunum við að ná húsinu úr hers höndum og vinna að áframhaldandi fram- kvæmdum. Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Við voruin búnir að fá afnot af herbergi i Þjóðleikhús- inu til að æfa okikur og urðum að hafa sérstakan passa til að reka framan í dátana, svo að við fengj- um að ikomast inn í okkap eigið leikhús. Þú heldur kannski, að okkur hafi þótt þetta gaman? Hvað 'áttum við svo sem að gera? • : v-.-- * ur aldrei að leikhúsi af sjálfu sér. Við 'getum reist hátimbraða höll með öllum liugsanlegum tækni- brögðum nútímans. Við getum ráðið hálærða leiikhússtjóra og heilan her a,f skrifstofufólki og sviðsmönnum, húsvörðum, miða- sölum og hvað það nú heitir allt þetta fólk. En erum við nokkru bættari? Myndi nokkrum detta í 'hug að taka slíka stofnun alvar- lega sem menningarlegt afl í þjóð- félaiginu. Það leyfi óg mér að ef- ast um. Allt er þetta eins og fallega máluð, tóm ©ggjaskurn á náttúruigripasafni. Leikhús verð- ur slik stofnun þá fyrst, þegar tjaldið er dregið frá og leikararn- ir túlka blæbrigði mannlegs lifs með iþeim hætti, að það verði á- horfandanum reynsla. Ég held mér sé óliætt að segja, að Okkur hafi verið þetta ljóst, íslenztoum leikurum, og það var að þakka starfi okkar i mörg ár að Þjóð- leikhúsið gat tekið til starfa með lis’trænum sóma. — Var þá ekki öll barátta ykkar leikaranna úr sögunni, þegar Þjóðleiliúsið var risið? — Þú ætlast þó ekki til, að ég fari að svara þessu? — Þú kemst ekki hjá því. VIKAN 51,—52. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.