Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 30
Oft hefur hún gengið kaupum og sölum á liðnum öldum, með heiðarlegum hætti. En úr því hefur dregið, með því að hún hefur verið æ meira metin til verðs eftir því sem tímar liðu. Nú mundi það teljast til heims- frétta, kæmist auðkýfingur eða ríkisstofnun yfir eitt eintak — eða hálft — fyrir offjár. Árið 1930 veitti þjóðþingið í Washington hálfa aðra miljón dollara til kaupa á miklu safni prentaðs máls frá 15. öld (incuna- bula), sem þá var til sölu í Berl- ín. Aðalfengur og verðmæti í því var Gutenbergsbiblía sú, sem að framan er getið. f háskólabókasafninu í Tiibing- en er geymdur ssm dýrgripur fjórðipartur blaðs úr Bb. Eitt blað eða fleiri er í fjöldamörg- um bókasöfnum víða um heim, — flest eru þau 63 á einum stað. í Kungliga Biblioteket í_Stokk- hólmi eru 17 skinnblöð úr Gb. þannig til komin, að þau höfðu verið notuð í kápur á ríkisreikn- inga. Enn eru til í ríkisskjala- safninu þar í borg aldagamlir reikningar í slíkri kápu. Guten- bergsbiblía frá St. Bride klaustri í Vadsteina hafði verið tekin til slíkra nota eftir siðaskipti. Engar skýrslur eru til um það, hve mikið er um einstök blöð úr Gb. í fórum fornbókasala og braskara. En vitað er þó, að yfir- gnæfanlegur meirihluti slíkra bókarleyfa eru í Bandaríkjunum. Dæmi þaðan til skýringar: Maður er nefndur Gabriel Wells og á heima í New York. Hann hafði komizt yfir eintak af Gb. í það vantaði 48 blöð. Hann leysti úr bandi þau 593 blöð, sem eftir voru. Síðan lét hann þau hvert um sig binda milli leðurfóðraðra og skreyttra spjalda — og auglýsti til sölu. A. Houglhon átti 260 blöð og seldi „í smásölu“. VELG J ORÐ AMAÐUR Á VÖNARVÖL. Hann var fæddur 1394 í Mainz á Þýzkalandi, hét fullu nafni Jó- hannes Gensfleisch zum Guten- berg, fann upp prentlistina, gaf út fyrstu Biblíuna á prenti og dó 1468, þá 74 ára gamall. Furðu lítið meira er vitað með vissu um manninn, sem vegna uppfinningar sinnar og frábærs afrekaverks varð einn af mestu menningarfrömuðum mannkyns- ins. Annað, sem um hann er vitað er, að hann lifði ákaflega ham- ingjusnauðu lífi, átti í málaferl- um og skuldabasli, var stefnt fertugum fyrir brot á hjúskap- arheiti, kvæntist aldrei, varð tvívegis gjaldþrota og að lokum tilneyddur að láta af hendi prentsmiðjuna sína við skuldu- nautinn. Til eru heimildir, er benda til þess, hvílikur hagleiksmaður hann hefur verið. Hann var gull- smíðameistari, fágaði dýra steina og smíðaði málmspegla fyrir tildurdrósir. Að sinni miklu upp- finningu vann hann í hjáverk- um og með leynd í tíu ár. Síðustu æviárin mun hann hafa verið blindur. Aðrir tileink- uðu sér heiðurinn af að hafa fundið upp prentlistina og högn- uðst á stórkostlegri sigurför hennar. GUTENBERG OG GUÐBRANDUR. Prentkunnátta breiddist óð- fluga út. Að liðinni hálfri öld frá því er Gutenberg lauk smíði fyrstu tækja til prentunar, höfðu 1.120 prentverk verið stofnsett í alls 260 borgum og bæjum Evrópu. Brautryðjendur voru farand- sveinar, er fluttu stað úr stað með prentþrýstivél, fábreytt úr- val leturs og annað, sem nauð- synlegt var til iðkunar prent- íþróttar. Slíkur farandprentari hefur að líkindum Jón sænski verið, ■— sá er Jón biskup Arason fékk með sér til Hóla 1526, eða þar um bil. Þannig barst til íslands þekk- ing og tækni snillingsins frá Mainz á því sviði, til ómetan- legs menningarauka fyrir okkar afskekktu þjóð. Þannig liggja saman söguþræð- ir hinna miklu Biblíu útgefenda, Jóhannesar Gutenbergs í Mainz og Guðbrands Þorlákssonar á Hólum. Gutenberg hafði legið 103 ár í gröf sinni, er Guðbrand- ur vígðist til Hólastóls 1571. Hvert mundi starf hans hafa orðið, ef hann hefði ekki átt þess kost að taka prentlistina í þjónustu sína? Hvers mundi ís- lenzka þjóðin þá hafa farið á mis? Slíkar spurningar kunna að vera fánýtar. Þær ýta þó alténd við sljóu hugboði manns um óút- reiknanlega gagnsemi prentlist- arinnar. Margt hefur verið líkt með Gutenberg og Guðbrandi í starfi þeirra að útgáfu Biblíunnar. Hagleikur og stórhugur hefur þeim báðum verið gefinn. Að öðru leyti hafa þeir verið ákaf- lega ólíkir menn. Gutenberg er hinn slyngi iðnaðarmaður, sem prentar allt eftir handritum ann- arra. Guðbrandur biskup er and- ans maður og gefur út eigin rit og þýðingar. Annar getur sér ódauðlegan heiður á alþjóðavett- vangi, hinn hjá smáþjóð yzt í höfum. Hólaprentsmiðja mun hafa líkzt fyrirmynd sinni og ekki verið miklu fullkomnari. En prentun Biblíunnar tókst vel, jafnvel ekkert síður á Hólum en í Mainz. Með tveim dálkum á síðu og munkaletri verður les- mál Gutenbergsbiblíu þó fegurra á að líta en orðið gat með brota- letri Guðbrandsbiblíu. Guðbrandur Þorláksson hefur fengið þann vitnisburð, að út- gáfa Biblíu hans hafi verið „eitt- hvert mesta þrekvirki, sem unn- ið hefur verið í íslenzkum bók- menntum" Þannig er nafn hans skráð, eigi síður en Gutenbergs, í sögu þeirrar eldgömlu bókar, sem einni er það fyrirheiti gefið, að orð — boðskapur — hennar vari eilíflega. Ólafur Ólafsson. „EG EM ÍSLENZKUR MAÐIJRU. Framhald af bls. 7. sérstöku ofbeldisefni örva til ofbeldisverka og hafa nýlega verið færðar sönnur á þetta af sálfræðingum (World Almanac 1963, bls. 128). Ákæran gegn oss uppalendum styðst ekki aðeins við gamla speki, „vondur félags- skapur spillir góðum siðum“, heldur einnig við vísindalegar staðreyndri allra síðustu gra. V. HINN ISLENZKI SEINAGANGUR. í viðtölum við æskulýðinn hef ég fundið að unga fólkið á erf- itt með að trúa því að ég hafi enga drukkna konu séð hér á landi fyrir 1936. Frásögn um hegðun íslendinga — yfir þrjá- tíu þúsund manna —- á Þingvöll- um árið 1930 hljómar í eyrum æskunnar eins og stórlygasaga. Drykkjuskapur meðal ungra stúlkna er nú farinn að verða algengur og telst af sumum til kvenréttina. Hvað sem því líð- ur, þá er dauðadrukkin unglings- stúlka enn ömurlegri og átakan- legri sjón en dauðadrukkinn drengur. Vitað er að karlmenn nota áfengi, peninga og tilboð til þess að afvegaleiða ungar stúlkur. Stundum er þessi af- vegaleiðsla ekki annað en dul- búin nauðgun, sem meðal ann- arra þjóða telst til glæpa. Kunna leigubílstjórar af þessu sögur að segja og sumar heldur ófagrar. Sumar stúlkur eru vart komnar af barnsaldri þegar þær eru tældar út í þennan lifnað, sem heilbrigt hugsandi fólk veit að er bæði mannskemmandi og þjóðskemmandi. Andsvar æsk- unnar við þessu framferði sumra eldri manna er köld fyrirlitning, sem stundum beinist gegn allri hinni eldri kynslóð. En hinar af- vegaleiddu stúlkur ákæra ekki, heldur eru þær í því ástandi, sem maður finnur þær stundum, HIMINHRÓPANDI ÁKÆRA í SJÁLFU SÉR. Ýmsar hinna beztu kvenna með þjóðinni finna sárar til þess en nokkrir aðilar aðrir hvílíkt tjón hlýzt af því að flysja þannig í innsta 0Q — VIKAN 51.—52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.